Vikan


Vikan - 22.10.1987, Side 27

Vikan - 22.10.1987, Side 27
Pilsa- þylur (yrir norðan - þegar 800 skóla- systur úr Lauga- landsskóla efndu til nemendamóts. Vikan var þar. Átta hundruð konur á öllum aldri, prúðbúnar og með bros á vör. Ærslafullar og riíjandi upp endur- minngar fylltu fyrrum nemendur í Húsmæðra- skólanum, á Laugarlandi í Eyjafirði íþróttahöllina á Akureyri í byrjun þessa mánaðar. Þá var haldið stærsta nemendamót sem sögur fara af. f einkabílum, rútum og flugvélum mættu konumar til Akureyrar, alls staðar að af landinu og jafnvel erlendis frá. Minningin um skólann og gamlar vinkonur laðaði þær að og glensið var alsráðandi við endurfúndina. Það var enginn leikur að koma öllum hópnum saman. Allir árgangar ífá upphafi voru boðaðir, en skólinn var stofnsettur árið 1937 og hætti ekki störfum fyrr en 1975. Það útskrifuðust 1275 úr skólanum á þessum tíma. „Það var ótrúlega góð mæting, en heljarinnar mál að ná sambandi við allan þennan fjölda. Póstur og sími var notaður duglega af fólkinu, sem undirbjó þetta kvöld," sagði Þóra Hjaltadóttir, ein af þeim sem skipulagði nemendamótið. „Um miðjan ágúst náðum við saman fulltrúum fyrir hvern árgang í skólanum, sem síðan settu sig í samband við nemendur síns árs. Það þurfti að leita mikið af sumum, eins og gefúr að skilja. Það komu konur alls staðar að af landinu, 400 komu með flugi, aðrar í rútum og einkabílum. Hver einasti landshluti geymdi konu, sem hafði stundað nám í Húsmæðraskólanum. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.