Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 46
sigrar í striklotu
Sjö og ótta
Heimsmeistarinn Hann-
es Hlífar Stefánsson fékk
óskipta athygli á Skák-
þingi íslands á Akureyri á
dögunum er hann vann
hverja skákina á fætur
annarri. Þar var komið að
Hannes var búinn að vinna
sjö í röð og þurfti aðeins
að vinna tvær til viðbótar
til þess að krækja sér í
áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli. Þá stöðvaði
Helgi Ólafsson sigurgöngu
hans.
Pað er fátítt að skákmaður
vinni sjö skákir í striklotu nema
gegn talsvert lakari mótherjum
en Margeir Pétursson bætti um
betur á íslandsþinginu. Vann
átta síðustu skákirnar. Árangur
Margeirs er óvenju glæsilegur.
Samtals 12 vinningar af 13
mögulegum og verðskuldaður
sigur. Helgi fékk sömuleiðis gott
vinningshlutfall, 11 vinninga,
sem hefði í langflestum tilvikum
átt að nægja til sigurs. En Mar-
geir sló öll met. Nú hefúr hann
teflt 36 skákir frá því í júní og
aldrei tapað. Aðeins 11 jafntefli
en 25 sigrar, sem gerir 30 vinn-
inga og hálfum betur.
Rennum yflr lokastöðuna á ís-
landsmótinu: 1. Margeir 12 v. 2.
Helgi 11 v. 3- Karl Þorsteinsson
8 V2 v. 4. Hannes Hlífar 8 v. 5.
Davíð Ólafsson 7xh v. 6.-8. Jón
G. Viðarsson,' Sævar Bjarnason
og Þröstur Þórhallsson 6 '/2 v. 9.
Dan Hansson 6 v. 10.—11. Ólaf-
ur Kristjánsson og Þröstur Árna-
son 5 v. 12. Áskell Örn Kárason
4 '/2 v. 13. Gylfi Þórhallsson 3 v.
14. Gunnar Freyr Rúnarsson 1
v.
Skák vikunnar er milli Hann-
esar Hlífars og Þrastar Þórhalls-
sonar. Hannes var búinn að
vinna fjórar undangengnar skák-
ir sínar og vitaskuld hélt hann
áfram að tefla hvasst. Þröstur
tók hraustlega á móti, náði
undirtökunum en ónákvæmni
hans gaf Hannesi færi á að ná
óstöðvandi sókn.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns-
son
Svart: Þröstur Þórhallsson
Sikileyjarvöm.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be3
a6 7. B b5 8. g4 h6 9- h4?!
í stað 9. Dd2 sækir Hannes
strax fram á kóngsvæng og eins
og lög gera ráð fyrir svarar
Þröstur með gagnsókn á mið-
borði.
9. - b4 10. Rce2 e5 11. Rb3
d5! 12. Rg3 d4
Einnig kemur 12. - Bb7 til
greina en lakara er 12. - dxe4? 13.
Dxd8+ Kxd8 14. 0-0-0+ Ke8
15. g5 hxg5 16. hxg5 Hxhl 17.
Rxhl Rfd7 18. fxe4 og hvítur
hefur yfirburði í liðsskipan og
betra tafl.
13. Bf2 a5
Hér mætti stinga upp á 13. —
Be6.
14. Bb5+ Bd7 15. Bc4 Dc8 16.
Dc2 Be6?
Rétt er fyrst 16. - a4! því nú
nær hvítur öflugri sókn.
17. Bxe6 Dxe6 18. f4! exf4
Ekki 18. — Rxg4? vegna 19. f5
og vinnur mann og 18. - Dxg4
19. fxe5 gefur hvítum betra.
19. Rxd4 Dxg4 20. Db5+
Rbd7 21. Rgf5 Hb8 22. Dc6 g6
23. Hgl Dh5 24. e5! gxf5 25.
exf6 Bc5
Hvorugur fær hrókað en hvít-
ur á’.vinningsstöðu vegna þess
að drottning hans er mun virk-
ari heldur en sú svarta, sem er
strandaglópur á h-línunni.
Hannes gerði nú út um taflið í
fáum leikjum. Finnur þú besta
ffamhaldið?
Margeir Pétursson. Tvö-
faldur íslandsmeistari í
skák.
Hannes Hlífar lék 26. Rf3! og
nú er svartur glataður. Hvítur
hótar 27. Bxc5; nú getur hann
hrókað langt og Re5 liggur í
loftinu. Ef 26. — Bxf2 27. Kxf2
eru hvítu hrókarnir tilbúnir til
innrásar eftir e-og d-línu. Svart-
ur reyndi 26. — Be3, en eftir 27.
Bxe3 fxe3 28. 0-0-0 Hd8 29.
Dd6! gafst hann upp. Mát á e7
er óverjandi.
Örn missti af fallegri vinningsleiÖ
Örn Arnþórsson er einn af
sterkustu bridgespilurum á ís-
landi. Hann var í landsliði ís-
lands sem endaði í 4.-5. sæti á
Evrópumótinu í bridge t Brigh-
ton í ágúst síðastliðnum. Nú í
byrjun september spilaði hann
með sveit sinni gegn sveit Flug-
leiða í fjagra-liða úrslitum í Bik-
arkeppni íslands. Þar sannaðist
hið fornkveðna að jafnvel fær-
ustu spilarar gera mistök. Örn
missti af fallegri vinningsleið í
eftirfarandi spili á móti Aðal-
steini Jörgensyni og Ásgeiri Ás-
björnssyni, en þeir voru einnig í
landsliði íslands sem keppti í
Brighton. Sagnir gengu þannig:
Guðlaugur Ásgelr Örn Aðalstelnn
N A S V
1 tígull1) 1 spaði pass
pass dobl2) 2 tíglar dobl3)
pass pass4) pass
1) Precision, 11-15 punktar.
2) Ég tek á móti öllum litum nema
spaða.
3) Ég ætlaði að spila 1 spaða
doblaðan.
4> Ég vil spila 2 tígla doblaða
cn
KJ106
1042
KJ65
KDG862
A743 D852
5 AJ97
97 A10843
A10754
9
KD863
D2
Útspilið var tígul fimma. í tígul-
fimmuna setti austur níu, sem
Örn í suður drap á kóng. Næst
spilaði hann lauf-drottningu
sem austur gaf að sjálfsögðu. Þá
kom hjarta nía, og er vestur setti
lítið, lét Örn hana fara og austur
fékk á hjarta drottninguna.
Hann spilaði nú tígul gosa sem
drepinn var á drottningu, og
vestur henti spaða og austur
drap á Ás. Austur spilaði lágu
hjarta, Örn henti spaða og vest-
ur drap og spilaði laufi. Austur,
inni á lauf-ás, spilaði nú tígul-
sjöunni. Sú staðreynd, að austur
spilaði aldrei spaða í gegn um
suður, ætti að vera sönnun þess
að hann á ekki spaða. Örn átti
því að setja tígul-sexuna í sjö-
una, og austur hefði neyðst til
að spila blindum inn þar sem 3
slagir bíða. En Örn drap sjöu
austurs með áttu, og var því 1
niður með því að spila lágum
spaða á níu blinds.
46 VIKAN