Vikan


Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 46

Vikan - 22.10.1987, Blaðsíða 46
sigrar í striklotu Sjö og ótta Heimsmeistarinn Hann- es Hlífar Stefánsson fékk óskipta athygli á Skák- þingi íslands á Akureyri á dögunum er hann vann hverja skákina á fætur annarri. Þar var komið að Hannes var búinn að vinna sjö í röð og þurfti aðeins að vinna tvær til viðbótar til þess að krækja sér í áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Þá stöðvaði Helgi Ólafsson sigurgöngu hans. Pað er fátítt að skákmaður vinni sjö skákir í striklotu nema gegn talsvert lakari mótherjum en Margeir Pétursson bætti um betur á íslandsþinginu. Vann átta síðustu skákirnar. Árangur Margeirs er óvenju glæsilegur. Samtals 12 vinningar af 13 mögulegum og verðskuldaður sigur. Helgi fékk sömuleiðis gott vinningshlutfall, 11 vinninga, sem hefði í langflestum tilvikum átt að nægja til sigurs. En Mar- geir sló öll met. Nú hefúr hann teflt 36 skákir frá því í júní og aldrei tapað. Aðeins 11 jafntefli en 25 sigrar, sem gerir 30 vinn- inga og hálfum betur. Rennum yflr lokastöðuna á ís- landsmótinu: 1. Margeir 12 v. 2. Helgi 11 v. 3- Karl Þorsteinsson 8 V2 v. 4. Hannes Hlífar 8 v. 5. Davíð Ólafsson 7xh v. 6.-8. Jón G. Viðarsson,' Sævar Bjarnason og Þröstur Þórhallsson 6 '/2 v. 9. Dan Hansson 6 v. 10.—11. Ólaf- ur Kristjánsson og Þröstur Árna- son 5 v. 12. Áskell Örn Kárason 4 '/2 v. 13. Gylfi Þórhallsson 3 v. 14. Gunnar Freyr Rúnarsson 1 v. Skák vikunnar er milli Hann- esar Hlífars og Þrastar Þórhalls- sonar. Hannes var búinn að vinna fjórar undangengnar skák- ir sínar og vitaskuld hélt hann áfram að tefla hvasst. Þröstur tók hraustlega á móti, náði undirtökunum en ónákvæmni hans gaf Hannesi færi á að ná óstöðvandi sókn. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Þröstur Þórhallsson Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be3 a6 7. B b5 8. g4 h6 9- h4?! í stað 9. Dd2 sækir Hannes strax fram á kóngsvæng og eins og lög gera ráð fyrir svarar Þröstur með gagnsókn á mið- borði. 9. - b4 10. Rce2 e5 11. Rb3 d5! 12. Rg3 d4 Einnig kemur 12. - Bb7 til greina en lakara er 12. - dxe4? 13. Dxd8+ Kxd8 14. 0-0-0+ Ke8 15. g5 hxg5 16. hxg5 Hxhl 17. Rxhl Rfd7 18. fxe4 og hvítur hefur yfirburði í liðsskipan og betra tafl. 13. Bf2 a5 Hér mætti stinga upp á 13. — Be6. 14. Bb5+ Bd7 15. Bc4 Dc8 16. Dc2 Be6? Rétt er fyrst 16. - a4! því nú nær hvítur öflugri sókn. 17. Bxe6 Dxe6 18. f4! exf4 Ekki 18. — Rxg4? vegna 19. f5 og vinnur mann og 18. - Dxg4 19. fxe5 gefur hvítum betra. 19. Rxd4 Dxg4 20. Db5+ Rbd7 21. Rgf5 Hb8 22. Dc6 g6 23. Hgl Dh5 24. e5! gxf5 25. exf6 Bc5 Hvorugur fær hrókað en hvít- ur á’.vinningsstöðu vegna þess að drottning hans er mun virk- ari heldur en sú svarta, sem er strandaglópur á h-línunni. Hannes gerði nú út um taflið í fáum leikjum. Finnur þú besta ffamhaldið? Margeir Pétursson. Tvö- faldur íslandsmeistari í skák. Hannes Hlífar lék 26. Rf3! og nú er svartur glataður. Hvítur hótar 27. Bxc5; nú getur hann hrókað langt og Re5 liggur í loftinu. Ef 26. — Bxf2 27. Kxf2 eru hvítu hrókarnir tilbúnir til innrásar eftir e-og d-línu. Svart- ur reyndi 26. — Be3, en eftir 27. Bxe3 fxe3 28. 0-0-0 Hd8 29. Dd6! gafst hann upp. Mát á e7 er óverjandi. Örn missti af fallegri vinningsleiÖ Örn Arnþórsson er einn af sterkustu bridgespilurum á ís- landi. Hann var í landsliði ís- lands sem endaði í 4.-5. sæti á Evrópumótinu í bridge t Brigh- ton í ágúst síðastliðnum. Nú í byrjun september spilaði hann með sveit sinni gegn sveit Flug- leiða í fjagra-liða úrslitum í Bik- arkeppni íslands. Þar sannaðist hið fornkveðna að jafnvel fær- ustu spilarar gera mistök. Örn missti af fallegri vinningsleið í eftirfarandi spili á móti Aðal- steini Jörgensyni og Ásgeiri Ás- björnssyni, en þeir voru einnig í landsliði íslands sem keppti í Brighton. Sagnir gengu þannig: Guðlaugur Ásgelr Örn Aðalstelnn N A S V 1 tígull1) 1 spaði pass pass dobl2) 2 tíglar dobl3) pass pass4) pass 1) Precision, 11-15 punktar. 2) Ég tek á móti öllum litum nema spaða. 3) Ég ætlaði að spila 1 spaða doblaðan. 4> Ég vil spila 2 tígla doblaða cn KJ106 1042 KJ65 KDG862 A743 D852 5 AJ97 97 A10843 A10754 9 KD863 D2 Útspilið var tígul fimma. í tígul- fimmuna setti austur níu, sem Örn í suður drap á kóng. Næst spilaði hann lauf-drottningu sem austur gaf að sjálfsögðu. Þá kom hjarta nía, og er vestur setti lítið, lét Örn hana fara og austur fékk á hjarta drottninguna. Hann spilaði nú tígul gosa sem drepinn var á drottningu, og vestur henti spaða og austur drap á Ás. Austur spilaði lágu hjarta, Örn henti spaða og vest- ur drap og spilaði laufi. Austur, inni á lauf-ás, spilaði nú tígul- sjöunni. Sú staðreynd, að austur spilaði aldrei spaða í gegn um suður, ætti að vera sönnun þess að hann á ekki spaða. Örn átti því að setja tígul-sexuna í sjö- una, og austur hefði neyðst til að spila blindum inn þar sem 3 slagir bíða. En Örn drap sjöu austurs með áttu, og var því 1 niður með því að spila lágum spaða á níu blinds. 46 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.