Vikan


Vikan - 22.10.1987, Síða 47

Vikan - 22.10.1987, Síða 47
GoH hótel sem heimili Phil Collins lauk löngu ferða- lagi með Genesis í júlí síðast- liðnum en ferðin hófst í sept- ember á síðasta ári. Á þessum tíma voru haldnir meira en 130 hljómleikar í fjórum heimsálf- um og gist á óteljandi hótelum. Phil Collins segir að á þessum tíma hafl ekki aðeins verið erfitt að muna nafh á hótelinu sem gist er á hverju sinni heldur einnig að muna á hvaða hóteli var gist nóttina þar á undan. En hvaða kröfur gerir maður eins og Collins til hótela, en hann eyðir flestum nóttum ársins á hótelum vítt og breitt um ver- öldina? „Tuttugu og fjögurra stunda herbergisþjónusta er ómetanlegur kostur því oft er ég í þörf fyrir að fá mér drykk eða eitthvað að borða eftir hljómleika sem standa jafnvel langt fram á nótt. Bestu hótel- keðjurnar sem ég skipti við eru Ritz Carlton og Four Seasons. { New York gistum við venjulega á Berkshire Place eða á Essex House. Sum hótel bjóða gestum verulega góða þjónustu, til dæmis plötuspilara í herbergj- um ásamt myndbandstækjum með úrvali af spólum. Bestu hó- telin eru þau sem þér líður eins og þú sért heima hjá þér.“ —SG Ekiðá nyknvm Tóbaksreykingar eru sem kunnugt er litnar hornauga af heilbrigðisyfirvöldum í flestum löndum og það er víst ekki að ástæðulausu. Framleiðendur tó- baks verða því sífellt að leita nýrra leiða til að halda í sitt fólk og hvetja það til að láta ekki deigan síga hvað sem krabban- um líður. Bílaleigan Hertz hefur nú gengið í lið með reykingalið- inu og bíður allt upp í 100 sterl- ingspunda afslátt (ca sex þús- und krónur) þeim sem ffamvís- ar sérmerktu sígarettukartoni keypt í fríhöfhum af tegundum eins og Silk Cut, Old Holborn eða Condor. Hertz býður þenn- an afslátt þangað til í desember í 21 landi. Þeim reykleysu skal bent á að notfæra sér þetta til- boð með því að kaupa karton af eitrinu og framvísa þá samið er við Hertz en fleygja síðan við- bjóðnum í næsta rusladall. —SG. Skúli Gunnar Böðvarsson, Steinþór Einarsson og Laufey Jóhannsdóttir sjá til þess að við- slciptavinir Alís fái sem besta þjónustu. Ferðaskrifstofa opnuð í Hafnarfirði: ALIS SÉR UM SÍNA „Það var kominn tími til að Hafnfirðingar og þá um leið Garðbæingar fengju ferða- skrifstofu í sína heima- byggð,“ sagði Steinþór Ein- arsson framkvæmdastjóri í spjalli við Vikuna. Hér er um að ræða ferðaskrifstofuna AIís sem fyrir skömmu var opnuð að Bæjarhrauni 10- Steinþór er gjörkunnugur ferðabransanum og hefur áður starfað sem sölustjóri hjá Sam- vinnuferðum og sem markaðs- stjóri hjá Atlantik. Þeir sem standa að ferðaskrifstofúnni Alís auk Steinþórs eru Skúli Gunnar Böðvarsson, Laufey Jóhanns- dóttir, Bílaleigan Greiði, Lárus Ólafsson og Sigurður Sigurjóns- son, en þessir aðilar mynduðu hlutafélag um reksturinn. En hvers vegna að stofna enn eina ferðaskrifstofu, eru ekki nógu margar fyrir? „Það er full þörf á ferðaskrif- stofu með alhliða rekstur til að þjóna Hafnarfirði og Garðabæ þar sem búa uni 20 þúsund manns. Auk hefðbundinnar þjónustu við einstaklinga stefh- um við markvisst að því að þjóna atvinnulífinu á þessu svæði sem best og spara mönn- um ferð til Reykjavíkur til að ganga frá sínum málum hvað ferðalög varðar. Og ég vil líka taka fram, að það tekur Reykvík- inga ekki nema 10 mínútur að aka hingað og hér er nóg af bíla- stæðum auk þess sem skrifstof- an er staðsett við veginn áleiðis til Keflavíkurflugvallar. En fyrir þá sem ekki hafa tíma til að koma til okkar þá má geta þess að við sendum farseðlana til við- skiptavina okkar ef þeir óska,“ sagði Steinþór Einqrsson. Hann sagði að Alís hefði um- boð fyrir ferðaskrifstofurnar Atl- antik og Terru og seldi í þeirra hópferðir, en að öðru leyti ann- ast Alís alhliða ferðaþjónustu eins og áður sagði. „Viðtökur þennan skamma tíma frá því við opnuðum hafa verið með ólíkindum. Fyrstu helgina fóru 40 manns á okkar vegum í helgarferð til Luxem- borgar og þá næstu fóru 80 manns. Þetta segir sína sögu og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn hvað framtíðina varðar," sagði Steinþór Einars- son. En af hverju Alís? „Þetta er stutt og laggott heiti, minnir á ísland og auk þess verðum við þá fremstir í telexskránni."! Keppinautar vinna saman Það þykir saga til næsta bæjar að Samvinnuferðir og Útsýn hafa sameinast um Kanaríeyja- ferðir í vetur. Þessar stærstu ferðaskrifstofur landsins hafa háð grimmilega samkeppni og forráðamenn þeirra sent hver öðrum tóninn hátt og i hljóði. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að það hefur verið dýrara að fara í frí til Kanarí í beinu flugi frá íslandi heldur en farið væri um London eða Am- sterdam. Beint leiguflug er hins vegar þægilegri ferðamáti held- ur en millilendingar í öðrum löndum, ef ferðast er aðeins í þeim tilgangi að komast sem fljótast á áfangastað. Nú auglýsa Samvinnuferðir og Útsýn sam- eiginlega verð á þriggja vikna ferð til Kanaríeyja þann 27. nóv- ember frá krónum 26.700 mið- að við fjóra í íbúð og frá 35.100 miðað við tvo í íbúð. Innifalið er flug báðar leiðir og gisting, sem og aðstoð reyndra fararstjóra. Miðað við verð á sambærilegum ferðum í fyrra plús þá verð- bólgu sem hér er við lýði er um hreina verðlækkun að ræða frá því í fyrravetur. Kanaríeyjar- klúbburinn svokallaði sprakk með háum hvelli innan ferða- bransans nú í haust og virðist ástæðan fyrst og fremst sú að ferðaskrifstofunum finnst rangt að Flugleiðir haldi uppi beinni samkeppni við sína viðskipta- vini á þessum vetvangi. En hvað sem líður samkeppni, rifrildi eða samvinnu þá er það stað- reynd að sjaldan eða aldrei bjóðast okkur jafn góð kjör í Kanaríeyjaferðum eins og nú í vetur. —SG. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.