Vikan


Vikan - 22.10.1987, Page 52

Vikan - 22.10.1987, Page 52
- segir Meat Loaf í viðtali við Vikuna eftir hljómleikana. „Komum hingað sem fyrst aftur." „Hvað ertu að segja?“ segir Meat Loaf og er virkilega hissa. „Ég vissi að platan hefði gengið vel héma, en þetta er ofboðslegt." Tilefni þessara orða var að undirrit- aður sagði honum frá því hvað platan hans Bat Out of Hell hefði selst í mörgum eintökum hér á landi eða um 14 þúsund eintök. „Það myndi samsvara 13 milljón- um heima í Bandaríkjunum, er það ekki? Og mér fannst gott að selja 5 milljónir platna þar.“ Blaðamaður Vik- unnar situr og ræðir við Meat Loaf á Holiday Inn dag- inn eftir hljómleikana. Þar eð undirrituðum fannst varla hægt að kalla mann, sem hann talar við, Kjöthleif spyr hann viðkomandi ltvað hann vilji vera kallaður. „K;illaðu mig Meat. Það gera það allir. Ekki satt?“ segir hann og snýr sér að umboðsmanni sínum, George Gilbert. Gilbert samsinnir þessu og segir að hann hafl allavega aldrei heyrt neitt annað, og glottir svo ögn púkalega. „Ann- ars er ég skírður Michael Lee, en ég hef verið kallaður Meat í meira en 20 ár. Allt frá því ég byrjaði að koma fram hefur þessi nafngift fylgt mér.“ „Þetta er nú svolítið við- kvæmt mál,“ segir hann þegar hann er spurður um aldur. Svo brosir hann og segir „Nei, ég er 36 ára. Giftur? Ég? Já, í tíu ár og á tvö börn, 12 og 6 ára. Vissu- lega er erfitt að sameina spila- mennsku og fjölskyldulíf. Stundum erum við á ferðinni í 5 til 6 mánuði í einu. En þegar ég er ekki á hljómleikaferðalagi er ég mun nteira heima en fólk sem vinnur venjulegan vinn- udag. Þegar allt kemur til alls held ég að ég sé ekki minna með fjölskyldunni en einhver vísitölugæi. Þetta er strembið, en hvíldirnar á milli eru góðar, svo maður hefur þetta af. Svo er andinn í hópnum það góður að það er ekkert mál að vera á ferð- inni með þessu liði mánuðum saman. Þú sérð að grunnurinn í hljómsveitinni er búinn að vera sá sami í tíu ár. Og það skiptir engu hvort við erum að hefja ferð eða að ljúka henni, andinn er alltaf jafn góður. Við lifúm fyrir það að spila, enda erum við fýrst og fremst hljómleikaband. Við spilum mikið og verðum Meat Loaf ásamt þeim félögum Tony Sandy (t.v.) og Bobby Harrisson í Split, sem stóðu að hingaðkomu söngvarans og færa okkur Boy George í næsta mánuði. Það voru þeir hinir sömu, sem í sumar stóðu fyrir liljómleikum Europe og AHA í Laugardalshöll. aldrei leiðir á því, enda eru eng- ir tveir hljómleikar eins. Strák- arnir í hljómsveitinni verða all- taf að vera vakandi, þvi þeir vita aldrei fyrirfram hvað ég ætla að gera. Ég veit það ekki einu sinni sjálfur. Það eina sem er öruggt, er að ég reyni að skemmta mér og áhorfendum." „Ég held að hljómleikar hjá okkur séu almennt góðir. Alla- vega tekst okkur alltaf að vinna áhorfendur á okkar band. Að vísu var engin þörf á því hér á íslandi. Ég hef sjaldan upplifað aðra eins stemmningu og langar til að nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem komu á hljóm- leikana kærlega fyrir mig og j hljómsveitina. Ef allir gætu nú j skemmt sér eins og þið íslend- ingar. Mér finnst alltof mikið um það viðhorf hjá sumurn hljóm- sveitum að áhorfendur standi í þakkarskuld við þá. Þeir borga | sig inn á hljómleikana og þeir I eiga skilið að við skemmtum I þeim, enda held ég að það sé I enginn svikinn að því að sjá I okkur.“ ,Jú, vissulega," svarar hann j þegar spurt er hvort hann hafi | ekki tapað nokkrum kílóum. [ „Annars var mér nú ekki svo sárt um þau, þau máttu missa sín. Að vísu vil ég taka það fram að heldur var gert meira úr þeim en eíni stóðu til. T.d. var það rugl að ég hefði þurft á súrefnis- gjöf að halda á hljómleikum. Annars held ég að fólk myndi ekki kunna við mig grannan. I Vaxtarlagið er vörumerkið mitt. Þá þyrfti ég líka að taka upp ann- að nafn.“ „Nei, aldrei," svarar hann spurningu um það hvort hann neyti lyfja. „Ég drekk ekki einu sinni áfengi. Ég reyki sígarettur, en það er líka það eina. Hljóm- sveitin er sama sinnis og ég í sambandi við eiturlyf. Ég segi ekki, að það hafi aldrei neinn í henni verið á lyfjum, en 80 til 90% hefúr hljómsveitin alla tíð i verið lyfjalaus." í lok viðtalsins segir hann. „Það eina sem við sjáum eftir er að hafa ekki komið hingað fyrr. Allir hafa verið dásamlegir, jafnt áliorfendur sem aðrir. Nú stefnum við að því að konia hingað sem fyrst aftur." — AE. 52 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.