Vikan - 22.10.1987, Side 55
Eddie Chaplin?
Eddie Murphy er tvímæla-
laust eitt stærsta nafnið í
kvikmyndaheiminum i dag.
Það er sama nálægt hverju
hann kemur, það selst. Hann
er Michael Jackson kvikmynd-
anna. Sjálfur hefur hann ekki
hugmynd um hvað hann er
búinn að þéna mikið á ferli
sínum, en finnst það ekki nóg.
Nú vill hann nefnilega gera
meira en að leika í kvikmyndum.
Hann vill verða hinn nýi Charlie
Chaplin.
- Ég vil gera eins og hann. Ég
vil sjálfur skrifa handritin, leika
aðalhlutverkin, framleiða
myndirnir og hirða gróðann. Af
hverju ekki að hirða sjálfur
stærstu kökusneiðina? Margir
hafa eytt ferli sínum í að hlaða
undir rassinn á mönnum sem
standa á bak við tjöldin. Það ætla
ég ekki að gera.
Hann er stjarna og lifir sem
stjarna. Dýrir bílar og dýr föt. Ef
honum leiðist fer hann og kaupir
sér bíl. Ef ekki þá kaupir hann
bara föt, og þau ekki í ódýrari
kantinum.
- Ég nýt lífsins og það er
ekkert athugavert við það. Ég bið
Ifka til Guðs tvisvar á dag. Ekki af
því að ég sé svo trúaður, heldur
er það eins konar baktrygging.
Það eina sem vantar uppá til
að fullkomna hamingju Murphys
er að kærastan hans, Lisa
Figueroa, sem hann leitar alltaf til
aftur þrátt fyrir önnur ævintýri,
neitar að flytja inn til hans. Hún
vili fyrst tryggja sig með
skriflegum samningi, en það
hefur ekki komið til greina hjá
Murphy sem er greinilega varkár
eftir að hafa séð hvernig vinkona
hans, Gitte Stallone gekk út úr
hjónabandinu við Sly.
Skilnaöur vegna sjónvarps
Bandarískur sálfræðingur
segir að sjónvarpið sé orðið
einn helsti skilnaðarvaidurinn í
Bandaríkjunum nú. Þessu til
staðfestingar nefnir hann
könnun sem hann gerði sjálfur
á þeim hjónum sem leituðu til
hans.
Niðurstöðurnar fengu hann til
að halda því fram að nútíma
samband byggist ekki upp á
tveimur aðilum eins og áður var,
heldur þremur: manni, konu og
sjónvarpi. Sjónvarpið er orðið svo
stór hluti tilveru okkar að það er
orðið fullgildur meðlimur í sam-
böndum hjóna, og oft sá sem má
Fínt, við náum
að sjá seinni hálf-
leik áður en
bíómyndin byrjar.
sín mest, segir hann.
Öfgakenndasta dæmið sem
hann nefndi var samband nýgiftra
hjóna þar sem eiginkonan tók
ástfóstri við sjónvarpið og þýddi
ekkert fyrir manninn að fitja upp á
umræðum eða að fá hana til að
fara út með sér. Þessi sjónvarps-
sýki ungu konunnar leiddi til
skilnaðar eftir aðeins hálft ár.
Sálfræðingurinn segir sjón-
varpið hafa áhrif á fleiri vegu en
að ræna athygli annars makans.
Fólk ber sjálft sig og aðstæður
sínar nefnilega ósjálfrátt saman
við það sem það sér í sjónvarpi.
Þar af leiðir að fólk getur orðið
óánægt með líf sitt vegna þess
að það virkar ekki eins spennandi
og það sem sést á skjánum.
Hvernig á líka hinn venjulegi
meðaljón að standa undir því að
vera borinn saman við fyrirmynd-
arföðurinn Bill Cosby í hvert sinn
sem hann missir stjórn á skapi
sínu og öskrar á krakkaormana?
Bobby
draugur?
Patrick Duffy er farinn að halda
framhjá í sjónvarpinu. Ekki svo
að skilja að þar sé neitt ósiðsam-
legt á ferðinni, heldur er hann ein-
ungis að skipta um hlutverk.
Hann tók nefnilega að sér að
koma fram sem gestur í þáttaröð-
inni Our House, sem er feikivin-
sæll í Bandaríkjunum.
Hlutverk Duffys verður að leika
föður einnar söguhetjunnar í þátt-
unum og vitjar hennar að handan.
Duffy ætti að fara létt með að
leika draug, því æfingu fékk hann
næga er hann var skrifaður inn í
Dallas á ný sem draugur Bobby
Ewing. Framleiðandi Our House
þvertekur þó fyrir að það sé á-
stæðan, heldur segir hann Duffy
einfaldlega vera svo góðan
leikara.
STJÖRNUFRÉTTIR
Fréttir Stjörnunnar vekja athygli. Stjörnufréttir eru
alvörufréttir, fluttar á ferskan hátt. Fréttir fyrir
fólk.
Stjörnufréttir alian sólarhringinn: Kl. 8, 10, 12, 14,
16, 18 og 23 alla virka daga, kl. 10, 12 og 18 um
helgar, *kl. 2 og 4 um nætur.
A
Skínandi fréttir
á FM 102 og 104
VIKAN 55