Vikan - 21.01.1988, Page 8
„Alþýðubandalagið
heffur aldrei gert brottför
úr NATO að skilyrði fyrir
stjórnarmyndum“
Sem dæmi um breytingar á al-
þjóðavettvangi nefhir Ólafur af-
vopnunarsamninginn sem Reag-
an og Gorbasjov undirrituðu á
síðasta ári, þróun Evrópu í við-
skiptalegt og stjórnmálalegt
samband þar sem komið er á
daginn að í ríkjum eins og Nor-
egi, Svíþjóð og Austurríki sem
verið hafa í EFTA, er farið að
ræða hvort eigi að ganga í EBE
eða efla tengslin við það á annan
hátt.
„Við íslendingar getum staðið
firammi fyrir því á næsta áratug
að ákveða hvort við viljum til-
heyra Evrópu í stjórnmálalegu
og viðskiptalegu tilliti eða hvort
við verðum bundin við Banda-
ríkin.
Ég er eindregið þeirrar
skoðunar að við eigum að fylgj-
ast að með ríkjum Evrópu þótt
svo að við getum ekki gengið í
EBE vegna ákvæða Rómarsátt-
málans sem myndu veita öðrum
ríkjum aðgang að auðlindum
okkar," segir Olafur.
„Innan NATO hefur einnig í
auknum mæli borið á sjálfstæði
gagnvart og gagnrýni á hernað-
arstefhu Bandaríkjanna sem
mótað hefur afstöðu NATO. Til
dæmis má nefha sjálfstæða
stefnu Grikklands, Danmerkur
og Spáns í því sambandi. Sú
þróun gerir það að verkum að
mikilvægt er fyrir okkur að geta
átt samleið með bæði ríkis-
stjórnum innan NATO og
stjórnmálaflokkum í öðrum
NATO ríkjum sem hafa sömu af-
stöðu til afvopnunarmála og
við.“
Áfangar og skref
„Við höfum lagt áherslu á
slagorðið „ísland úr NATO, her-
inn burt“ og þótt það hljómi
fallega og lýsi lokatakmarkinu
segir það lítið eða ekkert um
áfanga eða skref að því. Þetta
slagorð má ekki verða til þess að
við lýsum ekki ákveðnum áföng-
um. Við viljum umræður um þá
áfanga og hvaða breytingar er
hægt að gera stig af stigi," segir
Ólafur.
„í þessu sambandi má benda á
þrennt. í fyrsta lagi að ekki verði
haldið áfram þeirri vígbúnaðar-
uppbyggingu sem hér er. í öðru
lagi að Island fylgi fordæmi Ný-
sjálendinga og Spánverja og
8 VIKAN
Ólafur Ragnar heilsar mótframbjóðanda sínum, Sigríði Stefánsdóttur, á landsfundi Alþýðubanda-
lagsins.
banni umferð skipa og flugvéla
sem geta borið kjarnorkuvopn
og í þriðja lagi að hafhar verði
formlegar samningaviðræður
um afvopnun á höfunum. Við
viljum leita samstöðu með öðr-
um flokkum hér á landi um
þessi atriði hver svo sem afstaða
þeirra er til NATO.“
Þýðir þetta þá að Alþýðu-
bandalagið geti að öðru leyti
sætt sig við aðildina að NATO?
„Þótt Alþýðubandalagið hafi
þá stefhu að ísland eigi að vera
utan hernaðarbandalaga hefur
flokkurinn aldrei gert brottför
úr NATO að skilyrði fyrir stjórn-
armyndun hvorki 1956, 1971,
1978 né 1980. Við höfúm hins-
vegar haft þá stefhu að herinn
fari eða minnki umsvif sín og
gert slíkar kröfúr að skilyrðum í
stjómarmyundun. Við höfúm
því í reynd skilið þarna á milli
að öðru leyti.
Hið nýja í þessu máli eru hins
vegar að nú setjum við fram ná-
kvæmar tillögur um hvernig
hægt sé að þrepa niður vígbún-
aðinn hér á landi til þess að um-
ræðan snúist ekki um allt eða
ekkert og jafhvel stuðnings-
menn NATO ættu að geta tekið
þátt í viðræðum við okkur á
þessum línum.“
Nú fór Svavar Gestsson ný-
lega í NATO boðsferð til
Norfolk. Munið þið taka þátt í
þessum boðsferðum í framtíð-
inni?
„Ég tel rétt að eiga viðræður
um þessi mál við hvern sem er.
Ég hef rætt við starfsmenn bæði
Hvíta hússins og Þjóðaröryggis-
ráðsins í Bandaríkjunum auk
þingmanna þar um öryggismál
og sé engan mun þar á og við-
ræðum og skoðanaskiptum við
aðila innan NATO. Ef rætt er við
húsbændurna á höfúðbólinu er
ekkert sem mælir á móti við-
ræðum við hjáleiguna í Brussel."
Áttu ekki von á að þessi sjón-
armið eigi erfitt uppdráttar í
flokknum?
„Það held ég ekki. Ég tel að
þessi sjónarmið hafi mætt skiln-
ingi og eigi víðtækan stuðning
innan flokksins. Er við ákváðum
að Svavar Gestsson þægi boðið
til Norfolk var það mál rætt í
þingflokknum. Engar gagnrýnis-
raddir hafa komið úr flokknum
gagnvart þeirri ferð. Viðræður á
borð við þær sem þar fóru fram
og opin samskipti að öðru leyti
eru til bóta. Við verðum að hafa
augun opin og sá sem einangrar
sig frá málefnum sem þessum
tapar á því fyrr eða síðar."
„Við höfum lagt áherslu á slagorðin „island úr
NATO og herinn burt“ og þótt það hljómi fallega og
lýsi lokatakmarkinu, segir það lítið eða ekkert um
áfanga eða skref af því. Þetta slagorð má ekki
verða til þess að við lýsum ekki ákveðnum áföng-
um og við viljum umræður um þá áfanga og hvaða
breytingar er hægt að gera stig af stigi.“