Vikan - 21.01.1988, Side 22
og fjandsamleg. Stéttaskiptingin
hefur verið mikil og greinilegur
munur á þeim sem höfðu völd
og valdlausum.
Stéttaskipting
í dauðanum
Helstu vísbendingarnar um
þessa stéttaskiptingu er að finna
á greftrunarsvæðum þar sem
mismunandi greftrunarsiðir
voru viðhafðir eftir mikilvægi
þeirra sem jarðaðir voru. Ef tek-
ið er sem dæmi greftrunarsvæði
frá þessum tíma sem fannst við
Hunn í Suður-Noregi þá sjást
ummerki eftir bæði fátæka og
ríka. í útjaðri greftrunarsvæðis-
ins þar sem jörðin er mögur og
ófrjósöm fúndust margar grafir
sem samanstóðu af litlum hol-
um með brenndum beinum í. í
hreinni andstöðu við þessar
grafir fátækra tróna virðulegir
greftrunarhaugar á miðju svæð-
inu þar sem jörðin er ffjósöm
og rík. í þeim gröfum vitna þeir
hlutir sem voru jarðaðir með
hinum látnu um ríkidæmi og
samband við germanska þjóð-
flokka sem bjuggu nær ríki
Rómverja.
Þessir tveir silfúrbikarar og bronskannan eru hluti af borðbún-
aði sem fannst í gröf í Danmörku. Á gripunum voru nafn, heimil-
isfang og staða Rómverjans sem gaf þá grafin. Hann hét Silius og
var umboðsmaður keisarans fyrir stóru svæði í Þýskalandi. Ekki
er vitað hver viðtakandinn var, en augljóst er að hann hefúr verið
háttsettur.
Út frá leifúm af vefnaði sem
fúndist hafa í gröfum hefúr
verið ályktað hvemig
konurnar á þessum tíma
klæddust. Kjóllinn er úr fint
ofinni ull og honum var
haldið saman með þremur
spennum þar sem ekki var
búið að finna upp töluna.
Róstursamir tímar
Það er ljóst af fornleifafúnd-
um í Norður-Þýskalandi og Dan-
mörku að tíminn í kringum árið
1 var róstursamur í meira lagi.
Þar er um mikla vopnafundi að
ræða og annan útbúnað fyrir
þúsundir stríðsmanna. Vopnin
Eins og alltaf þegar sýna á
veldi koma vopn við sögu —
bæði beint og sem tákn. Þannig
var málið líka farið í Hunn og ef
litið er á dæmigerða gröf stríðs-
manns má finna eftirfarandi:
Eins og stöðu mannsins hæfði
var hann jarðaður óbrenndur.
Ásamt jarðneskum leifum
mannsins má finna vopn og ann-
an útbúnað af bestu gerð. Sverð,
spjót og skjöldur eru af sömu
gerð og þau sem germanskir
stríðsherrar á meginlandinu
notuðu. Ef stríðsmaðurinn hefúr
verið mjög háttsettur eru sporar
(gjarnan silfúrskreyttir) í gröf-
inni. en aðeins þeir æðstu voru
riddarar. Aðrar heimildir, m.a.
Caesar, segja frá því að varla
nema einn stríðsmaður af
hundrað hafi verið á hesti.
Á milli þessara tveggja hópa,
hinna allslausu sem voru
brenndir og grafnir í litla holu,
og höfðingjanna, var svo stétt
hinna sem máttu bera vopn.
Yfirleitt hafa vopn þeirra verið
jörðuð með þeim og af þeim má
sjá að menn voru misjafnlega
vel búnir, líklega því betur eftir
því sem þeir stóðu ofar í mann-
virðingarstiganum. Þó að stríðs-
maður hafi verið vel búinn
vopnum nálgaðist hann ekki
riddara að tign.
Hálsmenið sem Anders Hagen
fann er af þeirri gerð sem var
algeng meðal efnuðustu ger-
mönsku kvennanna, bæði á
Norðurlöndunum og á megin-
landinu. Menið er unnið af
mikilli fæmi og gullþráðurinn
er einungis 0,2 millimetra
þykkur.
hafa verið notuð í blóðugum á-
tökum og síðan verið fórnað til
stríðsguðsins. Vopnafúndirnir
eru menjar um átök á milli ætt-
flokka en einnig um óvini ffá
fjarlægari slóðum. Trúlegt er að
um sé að ræða stríðsflokka frá
Svíþjóð og Noregi en samskon-
ar búnaður hefur fundist í gröf-
um þar. Þessir stríðsmenn hafa
sótt suður til Danmerkur en
mætt dauða sínum þar í átökum
við innfædda.
Átök voru einnig á milli íbú-
anna á þessu svæði og Róm-
verja. Vissulega voru samskiptin
við þá að mestu leyti friðsamleg,
verslun og þess háttar, en
Norðurlöndin voru mikilvægur
markaður fyrir rómverskan
varning. Rómverjum var ekki
nóg að eiga viðskipti við íbúana
í norðri, heldur stefndu þeir á
landvinninga á þessu svæði. Þar
mættu þeir aftur á móti mun
meiri mótspyrnu en þeir höfðu
vænst. Til dæmis útrýmdu
norrænir íbúar þremur vel þjálf-
uðum herfylkjum Rómverja í
Teutoborgarskóginum árið 9
eftir Krists burð. Foringi heima-
manna hét Armeníus og undir
hans stjórn voru u.þ.b. 15.000
hermenn Rómverja felldir. Eftir
bardagann sendi hann svo
Ágústusi keisara höfuð hins
fallna foringja Rómverja, Varus-
ar. Þar með var framsókn Róm-
verja norður á bóginn stöðvuð á
harkalegan hátt.
Höfðinglegar gjafir
Rómverski keisarinn ákvað þá
að venda kvæði sínu í kross og í
staðinn fýrir að senda fleiri
stríðsleiðangra norður á bóginn
tók hann upp diplómatískt sam-
band við íbúana á Norðurlönd-
um og keypti ffið þeirra með
gjöfúm. Sannanir um þetta hafa
fúndist í gröfúm háttsettra for-
ingja þar sem auðséð er að grip-
ir sem þeir hafa haft með sér í
gröfina eru höfðinglegar gjafir
frá rómverska keisaranum.
Það að Rómverjarnir skyldu
einungis nokkrum árum eftir að
her þeirra hafði beðið sáran
ósigur fyrir íbúum norðursins
taka upp friðsamleg samskipti
við þá sýnir tvímælalaust ffam á
að þeir hafa borið virðingu fyrir
hermönnum „barbaranna" eins
og þeir kölluðu þá. Þá má einnig
gera ráð fyrir því að Rómverj-
arnir hafi viljað halda markaðin-
um í norðri opnum fyrir varning
sinn. Niðurstaðan hlýtur því að
vera sú að á Norðurlöndum hafi
verið blómlegt líf með mikilli
verslun og miklum hernaðar-
styrk í kringum árið 1.
22 VIKAN