Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 7

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 7
Hcmaslagur um fíðurfé MACNÚS CUÐMUNDSSON SKRIFAR Óhófleg bjartsýni og stórgróöavon nokkurra aðila hafa leitt til gríðarlegra offjárfestinga í kjúklinga- og eggjaframleiðslu. Framleiðendur vilja nú að neytend- ur og skattgreiðendur axli byrðarnar og borgi brúsann. Kjúklingabændur hér á landi skulda fóðursölum nú um 100 milljónir króna, sem ekkert útlit er fýrir að þeir geti staðið skil á um ókomna ffamtíð. Dráttar- vaxtakostnaður vegna þessara gríðarlegu vanskila eru að sliga flesta framleiðendurna, sem að auki þurfa að bera óhemju fjár- magnskostnað vegna hreint fá- ránlegra offjárfestinga undanfar- in ár. Samkeppni kjúklingafram- leiðenda hefur, í ffamhaldi af þessu tekið á sig margar furðu- legar myndir, sem jaðra stund- um við að vera ólöglegar. Það tíðkast jafnvel að kaupmenn og aðrir stórir kaupendur eins og mötuneyti fai einhvers konar umbun ffá seljendum, eins og t.d. þegar keyptir eru 10 kassar, fylgja kannski tveir kassar ó- keypis með í kaupunum. Þannig getur kaupmaður drýgt tekjur sínar nokkuð á kostnað hins op- inbera því aukakassarnir koma jafnan ekki ffam á viðskiptanót- um aðilanna. Þetta kom fram í samtölum Vikunnar við aðila í greininni, sem telja að kjúklingabændur hafi byrjað að grafa eigin gröf samhliða því að hagur þeirra fór að vænkast fyrir um hálfum ára- tug. „Bölvað ræningjaeðli“ „Það er þetta bölvaða ræn- ingjaeðli, sem virðist alltaf klúðra öllum góðum atvinnu- greinum á íslandi," segir einn ffamleiðandinn í samtali við Vikuna. ,Aht í einu fóru kjúklingar að seljast grimmt fyrir nokkrum árum og þá fylltust allir ein- hverri óhemju græðgi og sáu ffam á ofsagróða ef þeir bara gætu ffamleitt nógu fáránlega mikið. Þá var ekkert spurt hvað fjármagnið kostaði, heldur bara vaðið út í brjálæðislegar ffam- kvæmdir og offjárfestingar, sem hver heilvita maður hefði getað sagt sér, að myndu ekki skila sér. Nú er þetta allt að fara til fjandans og þá byrjar þessi hefð- bundni söngur um að hið opin- bera eigi að koma til skjalanna," segir viðmælandi Vikunnar, sem vill ekki láta naftis síns getið af ótta við óþægindi frá hendi ann- arra kjúklingaframleiðenda. Það eru dæmi þess að kjúkl- ingabændur þurfi að greiða allt að 100 krónum í fjármagns- kostnað fyrir hvert selt kíló af kjúklingum. Einn ffamleiðandi sem Vikan ræddi við sagðist selja á bilinu átta til tíu tonn af kjúklingum á mánuði, en drátt- arvaxtagreiðslur af skuldum hans vegna fóðurkaupa og fjár- festinga næmu samtals um 100 krónum á hvert kíló kjöts sem hann seldi, meir en helmingur þessara greiðslna er vegna fóð- urskulda. Framleiðslan stendur varla undir greiðslu dráttarvaxt- anna svo lítil von er til að fram- leiðandinn geti greitt niður höfuðstólinn í nánustu framtíð. Verðlaus umframframleiðsla Eins og kunnugt er af fféttum, æskja kjúklingabændur þess nú, að komið verði á verðlagsmið- stýringu undir verndarvæng landbúnaðarráðuneytisins, svo hægt sé að samræma verðið á afurðinni, eins og þeir orða það. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir vilja draga úr ffjálsri samkeppni og hækka verðið á kjúklingum til neytenda. Það virðist samt ekki hvarfla að þeim að svo gæti farið að neyt- endur hætti þá einfaldlega að kaupa kjúklingakjöt og snúi sér að annarri fæðu. Afleiðingar hinnar gríðarlegu framleiðsluaukningar sem verið hefur á kjúklingum undanfarin 3-4 ár virðist hafa komið ffam- leiðendum sjálfum í opna skjöldu, þótt það hafi legið fyrir þegar árið 1985 að markaður- inn var fullmettaður. Dreifingar- aðilar og stærri framleiðendur hafa legið með hundruðir tonna óseljanlegs kjúklingakjöts, en samt hefur framleiðslan haldið áfram á fullu, án nokkurrar fyrir- hyggju. Tilraunir kjúklingabænda til innri stýringar á ffamleiðslunni, hafa líka brugðist að mestu leyti. Framleiðendur hafa reynt að hafa samstarf sín á milli um verðlagsmyndun og að draga úr framleiðslunni, sem gæti reynd- ar flokkast undir brot á reglu- gerðum um hringamyndanir. „Menn hafa samt varla fyrr geng- ist undir eitthvert samkomulag, en að þeir svíkja það og byrja að undirbjóða hvern annan og pota sinni vöru út með einhverjum hætti. Nú er boðorðið bara: Selja, selja, með einhverjum ráðum og ég er sannfærður um að þetta heldur áfram þótt land- búnaðarráðherra geti komið miðstýringunni á kjúklingarækt- ina,“ segir einn viðmælandi Vik- unnar, sem tengist kjúklinga- ffamleiðslunni. Salmonellan gerði útslagið Illþyrmileg magakveisa nokk- urra Búðdælinga í fyrra, átti eftir að draga illþyrmilega dilk á effir sér fyrir kjúklingaframleiðsluna í landinu. Martröð allra kjúklingafram- leiðenda varð að veruleika, þeg- ar kom í ljós að illræmdur salm- onellasýkill úr kjúklingum að sunnan var sökudólgurinn og neytendur um allt land fylltust skyndilega viðbjóði á kjúkling- um, svo markaðurinn hreinlega hrundi. Fyrirtækið sem hafði framleitt umrædda kjúklinga, slátur- og dreifingafýrirtækið ísfugl, varð sennilega verst úti, þar sem margir virtust halda í fyrstu að salmonellusýking í kjúklingum væri eitthvert einangrað fyrir- bæri, sem ætti rætur sínar að rekja til sóðaskapar hjá fyrirtæk- inu. Þetta er alrangt, þar sem salmonella er nær óleysanlegt vandamál í allri kjúklingaffam- leiðslu hér á landi. Neytendur verða því að gæta þess að sjóða eða steikja kjúklinga fullkom- lega til að varast sýkingu, en sýkillinn drepst undantekning- alaust við um 60 gráðu hita. Einnig verður að gæta þess að hráir kjúklingar, eða kjúklinga- blóð komist ekki í snertingu við önnur matvæli. Neytendum var almennt ókunnugt um að þess- ara varúðarráðstafana væri þörf, því kjúklingaffamleiðendur fóru afar leynt með þá staðreynd að afurðir þeirra gætu verið sýktar með salmonella, af ótta við að' neytendur myndu þá forðast afurðir þeirra eins og heitan eldinn, eins og reyndar kom á daginn. Fræðsluherferð kjúklinga- ffamleiðenda og heilbrigðisyfir- valda um hvernig varast megi salmonellasýkingu virðist þó hafa sefað ótta margra því salan á kjúklingum hefur aftur aukist, þótt hún sé enn ekki jafnmikil og þegar best lét. Framleiðendur þurfa þó væntanlega mun öflugri ffæðslu- eða réttlætingarherferð, ef þeir ætla að fá neytendur til að kyngja því að þeir verði nú að taka á sig afleiðingar óhóflegrar bjartsýni og stundargræðgi og bera byrðar offjárfestinga og of- ffamleiðslu kjúklingabænda. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.