Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 22

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 22
Nýi salurinn. Hann tekur 70 manns í sæti og er innréttaður í stíl við gamla salinn. Mikið verk var að halda þessum stíl en að sögn Jónasar hefur hann verið sérstaklega heppinn með iðnaðarmenn og heiðurinn af útskurðinum í tréverkinu á Erlendur Magnús- son. Hér sést yflr hluta af gamla salnum og inn í nýja salinn. ár og hefur því dreift kröftum sínum á tvær vígstöðvar. Nú hef- ur hann þó selt Veislumiðstöð- ina en það þýðir ekki aldeilis að hann ætli að hætta að útbúa veislur í heimahús, öðru nær, því verið er að innrétta nýtt veislueldhús í Skíðaskálanum og þaðan ætlar Jónas að bjóða upp á veislur ;if öllum stærðum og gerðum. Vikan fór á stúfana á dögun- um til að sjá framkvæmdirnar með eigin augum og spjalla við þennan unga athafnamann. Tek- ið var á móti blaðamanni og ljósmyndara með miklum myndarskap og þeim strax boð- ið upp á kafíi og glæsilegt með- læti. Eftir að búið var að skola niður einum bolla og koma sér vel fyrir var Jónas spurður spjörunum úr. - Hvers vegna seldir þú Veislumiðstöðina? „Ég vildi færa allan rekstur minn hingað uppeftir, sameina hann til að geta nýtt betur tækjakost og starfsfólk. Ég er búinn að vera með Veislumið- stöðina í átta ár og vissulega er eftirsjá í fyrirtækinu, en ég ótt- ast ekki að við fáum ekki nóg að gera hérna. Ég hef trú á því að það góða orð sem við höfum skapað okkur í Veislumiðstöð- inni fylgi okkur hingað og að margir eigi eftir að láta okkur sjá um veislurnar fyrir sig.“ — Verðið þið betur búin en áður til að sjá um veislur? „Ég held að það sé óhætt að fúllyrða það. Nýja eldhúsið verður mjög stórt og búið fúll- komnustu tækjum þannig að við getum tekið að okkur allar stærðir af veislum, bæði hér í skálanum og eins í heimahús- um. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að besta auglýsing okkar séu ánægðir viðskiptavin- ir og svo verður áfram. Við spör- um ekki hráefnið ofan í fólk og leggjum allt upp úr vönduðum 22 VIKAN Ekki vantar náttúrufegurðina í nágrenni Skiðaskálans. og góðum mat á verði sem fólk ræður við. Við stefnum að því að opna nýja eldhúsið fyrri partinn í mars og þá er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja undirbún- inginn við fermingarveislurnar. Vissulega er samkeppnin á þessu sviði hörð og við verðum í baráttu við fyrirtæki á höfúð- borgarsvæðinu, en ég held að staðsetningin ætti ekkert að hefta okkur í því að vera sam- keppnishæf. Við erum með skrifstofu að Ármúla 7 þaðan sem veislur eru skipulagðar en maturinn kemur svo héðan og eins og tæknin er orðin í flutn- ingi á tilbúnum mat verða engin vandræði að dreifa honum héðan.“ Þurfa bara að opna dyrnar — Sjáið þið um eitthvað fleira en matinn sjálfan? „Ef þess er óskað getum við séð um allt sem veislunni við- kemur. Fólk þarf bara að panta það sem það vill og svo ekki að gera meira. Við sjáum um af- ganginn. Við getum lagt til þjón- ustufólk, leirtau, skreytingar, tónlist, allt sem þarf. Ef til dæm- is um brúðkaup er að ræða tök- um við að okkur að skreyta kirkjuna að innan, útvega og skreyta bíl brúðhjónanna, salinn og útvegum meira að segja fólk til að aðstoða við að taka á móti gestum. Það má segja að fólk sem pantar veislu hjá okkur þurfí ekki að gera annað en að opna dyrnar og bjóða svo gest- unum að gera svo vel.“ — Svo við snúum okkur að Skíðaskálanm sjálfum, hvernig gengur reksturinn? „Ég get ekki kvartað undan honum sem slíkum. Viðskiptin eru alltaf að aukast og það hefúr reyndar verið 100% aukning á milli ára frá því að ég hóf rekst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.