Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 37

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 37
FEGRUNAR- FRÁ LANGÖMMU Fegurð kvenna í Suður- ríkjum Bandaríkjanna hefur löngum verið rómuð og þykir einstakt hversu fallega húð þær hafa, glansandi hár °8 örgrannt mitti. Hvert er leyndarmál þeirra? Við höfúm fengið upp- skrif'tir af nokkrum fegrun- armeðulum sem kynslóð eftir kynslóð þessara sunn- lensku fegurðardísa hefúr notað. Innihald þeirra eru náttúruleg efni sem til eru á flestum heimilum og eru þau sömu og til voru fyrir 150 árum. Sum ávaxta- og grænmetiskremin er ekki hægt að gera nema á þeim árstíma þegar hægt er að kaupa það sem til þarf og þar sem þau eru útbúin úr fersku hráefni þá geta þau skemmst en geymast flest í ísskáp í nokkra daga. Hægt er að kaupa ýmsar tilbúnar snyrtivörur sem eiga að vera unnar eingöngu úr náttúrulegum efnum. Raunar segja þeir sem reglu- lega er annt um heilsu sína að það eigi að vera hægt að borða allt sem sett er á húð- ina því það sem á hana er sett fer í líkamsstarfssemina og því eigi að vanda jafnt val- ið á því sem á húðina er sett og það sem sett er ofan í sig. Suðrænn eggjamaski í Suðurríkjunum hafa konur astíð haft þá trú að egg séu besta fegrunarmeðal sem fyrirfinnst. Hrærið saman 1 bolla af sjampói °g 1 eggi og útkoman verður sérlega proteinríkt sjampó sem hentar sérstaklega vef fyrir þurrt hár. Eina sem þarf að passa upp á er að geyma sjampóið í ís- skáp á milli þess sem það er notað. Egg er einnig gott að nota á andlitið, hægt er að nota eggið án nokkurra annarra efna atrix handáburður verndar, styrkir ogmýkir. 0E& — en þá er eggið þeytt og borið þannig á andlitið - eða blanda saman við það öðrum efnum sem virka vei. Þegar rauðan og hvítan eru aðskilin þá er best að nota eggjarauðuna á þurra húð en eggjahvítuna á normal eða feita húð. Eggjahvítumaski: Eggjahvítan notuð eins og hún kemur úr skurninni eða stífþeytt, borin á andlit og háls. Forðist að bera hana á nálægt augunum vegna þess hve hún þurrkar. Þegar maskinn er orðinn þurr þá er hann hreinsaður af eða látinn vera undir andlitsfarðanum því hann strekkir afar vel á húðinni svo hún virkar mjög slétt og jöfh. Hunangs rakamaski Hunang sléttir húðina og veit- ir henni raka um leið, hjálpar til í baráttunni við fílapensla og dregur svitaliolurnar saman. Hunang hefur rétt sýrustig fyrir húðina frá náttúrunnar hendi og er því mjög gott að nota það til að jafna húðlitinn. Blanda af hunangi og sítrónu hefur verið notuð um aldir til að dempa freknur. Smávegis af hunangi er velgt aðeins í potti (eða notið hun- angið beint úr krukkunni). Klappað á allt andlitið og háls- inn með fíngurgómunum, klappið létt yfír andlitið í 3—5 mínútur. Þegar fíngurnir eru fárnir að festast við hunangið, þá eru hendurnar þvcgnar en hunangið látið vera á andlitinu í 10 mínútur í viðbót. Þá er klappað aðeins yfír andfítið aft- ur til að örva blóðrásina og síð- an er hunangið þvegið af með volgu vatni. Tómata-andlitsbað frá New Orleans Tómatar eru góðir fyrir feita húð. Þeir þurrka hana og draga saman. Gamalt ráð við fílapensl- um er að nudda tómatsneið yfir húðina tvisvar á dag. Afhýðið og fjarlægið fræin úr ferskum tómati (setjið hann augnablik í sjóðandi vatn þá er auðveldara að aíhýða). Stappið hann vel og blandið maizmjöli saman við. Nuddið andlitið vel uppúr blöndunni og látið hana vera á andlitinu í nokkrar mín- útur, hreinsið síðan af með köldu vatni. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.