Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 18

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 18
eftir völdum til bjargar þjóð sinnar og til hreinsunar hins mikla norræna kynstofns. Reyndar voru þetta markmið Hitlers en aðeins sem órjúfan- lega tengd yfirráðum hans sjálf. Hann var tilbúinn að fórna þýsku þjóðinni á altari eigin metnaðar ef það færði honum meiri vöjd. _______ Enn þann dag í dag vekur nafn Hitlers ugg í brjóstum fólks. Enn þann dag í dag er hann persónugervingur skugga- hliða stjórnmálanna, þess sem við forðumst að ræða og viljum helst ekki vita af. Lykillinn að velgengni Hitlers er þó líklega fólginn í því að hann gerði sér engar grillur um eðli stjórnmál- anna heldur skildi það til hlítar: ...að seilast eftir völdum,“ eins og þýski fræðimaðurinn Max Weber komst að orði um eðli stjórnmálanna. Ekki er hægt að ásaka Hitler um tvískinnungs- hátt í þeim efhum því fýrirætl- anir sínar og markmið hafði hann sett ffarn í bókarformi, bókinni Mein Kampf, allnokkru áður en hann náði að fóta sig í þýskum stjórnmálum. En þrátt fyrir að Hitler væri samkvæmur sjálfúm sér þá var hann það ein- ungis í þrotlausu starfi til að öðl- ast viðurkenningu sem hinn eini og óvéfengjanlegi foringi þýsku þjóðarinnar. Til að ná því mark- miði sínu beitti hann öllum þeim brögðum og stjórnmála- kænsku sem hann bjó yfir og á því sviði sýndi hann djöfullega snilligáíú. Ymsir hafa orðið til að lýsa kynnum sínum af honum. Breski blaðamaðurinn Vernon Bartlett, skrifaði svo um kynni sín af Hitler: Ég og margir fleiri sem tóku viðtöl við hann vorum í fyrstu hugfangnir á því hve hann var einlægur en það rann upp fyrir okkur síðar að hann var aðeins einlægur í þeirri trú að það yrðu örlög hans að stjórna allri ver- öldinni. Hitler stefhdi alltaf að vopn- uðum átökum, stríði, enda var það forsenda þess að Þýskaland gæti þanist til austurs í kröfu sinni á Lífsrými, Lebensraum. Velgengni Hitlers og nasista gat aðeins leitt til eins: undirbún- ings fýrir stríð. Rómverska ljóð- skáldið og ádeiluhöfundurinn Hóras (65-8 f.kr) komst nærri sannleikanum þegar hann skrif- aði: Vis consili expers mole ruit sua; Nakið vald án visku fellur af sjálísdáðum og það leið ekki á löngu þar til fór að hrikta í stoð- um Þriðja ríkisins. 18 VIKAN Foringinn og þjóðin Þegar litið er á sögu Þriðja ríkisins og hvernig þýska þjóðin fylgdi Hitler, spyrja margir sig eflaust þeirrar spurningar hvers vegna allt þetta fólk fýlgdi for- ingja sínum svo blint. Við því er ekkert einfalt svar en þó má benda á að almenningur gerði sér alls enga grein fyrir því út á hvaða brautir Hitler var að leiða hann. Hann stóð í þeirri mein- ingu að Hitler væri bjargvættur þjóðarinnar, maðurinn sem hefði leitt hana frá skömm Versalasamninganna, frá erfið- leikum óstöðugs efhahagslífs og til upphæða virðingar og vel- sældar. Þegar á allt er litið verður velgegni Hitlers að teljast pólitískt og áróðurslegt kraíta- verk, reyndar úthugsað og þaul- skipulagt því á yngri árum hans var fátt eða ekkert sem benti til hennar. Hann var misheppnað- ur að flestu leyti, atvinnulaus og hálfgerður flækingur sem fallið hafði á inntökuprófi i listahá- skóla. En örlögin gripu inn í og þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á fékk hann inngöngu í þýska herinn. Honum hugnaðist her- mennskan og þar fann hann til sín eftir rótleysið, niðurlæg- inguna og erfiðleika Vínarborg- aráranna. Að stríði loknu var hann án fjölskyldu, heimils, at- vinnu og framtíðar. Hann tók því fýrsta starfinu sem honum var boðið, hjá stjórnmáladeild þýska hersins og starfaði þar sem leiðbeinandi og hafði auk þess hinn vafasama starfa njósn- ara eða „sögusmettu". Talið er að hann hafi verið á ferli sem slíkur þegar hann var sendur á fund hjá hinum litla flokki nas- ista sem lásasmiðurinn Anton Drexler að nafhi hafði stofhað. Það leið ekki á löngu áður en Hitler gerði sér grein fýrir þeim möguleikum sem þessi litli flokkur gæti átt fyrir sér. Árið 1920 var hann kjörinn formað- ur flokksins og hóf þrotlaust starf að uppbyggingu hans. Hitler náði fótfestu með lög- legum hætti. Nasistaflokkurinn fékk mikið fylgi í þingkosning- unum 1933 og í ffamhaldi þess var Hitler tilnefndur kanslari af forseta Þýskalands, hinum aldna Hindenburg. Þetta gerði mikið til þess að réttlæta kröfur hans þegar hann færði sig æ lengra upp á skaftið og sölsaði undir sig öll völd í ríkinu þar til hann stóð uppi sem einvaldur, ein- ræðisherra. ímynd Hitlers þegar hann stóð á hátindi valda sinna þekkja allir: Vatnsblá starandi augun, dáleiðslumagn mannsins sjálfs, óreiðulegur hárlokkur og yfirvaraskeggið (hið fýrra var tákn listrænnar snilligáfii og hið seinna tákn hinnar prússnesku hernaðarhefðar). Allt hafði sín áhrif, hvernig hann stóð með hægri hönd útrétta í nasista- kveðju og þá vinstri þéttingsfast um beltissylgjuna sem átti að tákna staðfestu en var í raun til þess að hylja skjálfta handarinn- ar. Þeir sem lesa sagnfræðibæk- ur fa þá mynd af Hitler að hann hafi verið hrotti og skálkur en einkaritarar hans sem unnu með honum þau tólf ár sem hann var við völd geta þess hve hann hafi haft fágaða framkomu og dá- sama kurteisi hans og persónu- töfra. Hvor myndin af Hitler er sönn? Sennilega verða báðar að teljast það því einn af pólitísku kostum hans var að hann var fá- dæma góður Ieikari og gat brugðist við kringumstæðum með hárréttri framkomu miðað við aðstæður. ímynd hans breyttist nokkuð eftir því sem leið á feril hans en alltaf bar þó mikið á ræðuskörungnum nema ef vera skyldi rétt síðust misseri ævi hans. Aldrei fyrr hafði hug- myndinni um ímynd stjórn- málamannsins verið beitt á því sviði með jafn árangursríkum hætti og við að skapa goðsögn- ina um Hitler. Þýska þjóðin hafði ekki reynslu sögunnar til að styðjast við og gat því ekki verið vitur „eftirá" eins og nútíma sögu- skoðarar hafa tilhneigingu til að vera. Ýmsir hafa orðið til þess að leiða rökum að því að skýr- ingu á þorsta Hitlers í völd sé að finna í fræðum Freuds, að valda- leit Hitlers hafi verið uppfylling tóms er óheillarík æska, óöryggi og ótti sköpuðu. Skýringar þeirra fræða á hvernig sálartómi Hitlers tókst að skapa með hon- um viljastyrk til að fýlla upp í það, fýlgja almennt ekki né heldur skýra velgengni hans á stjórnmálasviðinu. En hvernig fór Hitler að því að fá stuðning þýsku þjóðarinn- ar þó hann leiddi hana út í styrj- öld sem hann jafhvel vissi að lokum að hún ætti enga leið með að sigra? Jú, skýringin felst m.a. í því að Hitler tókst að halda lífskjörum þjóðarinnar uppi þar til leið á styrjöldina og það var fyrst þá sem fór að gæta þreytu meðal hennar. Það sem gerði mikið til að styrkja vald Hitlers yfir þjóðinni var snilldarleg notkun áróðurs undir forsjá hins mikla meistara þeirra fræða, Jósefs Göbbels. Öllum ráðum var beitt til að hafa áhrif á almenningsálitið. Blöð, leikhús, kvikmyndir, út- varp voru meðal þess sem beitt var án minnsta hiks til fram- gangs málstaðnum. Ritskoðun var viðhöfð og fjöldafundir voru haldnir til þess að sýna fram á al- gjöra samstöðu þjóðarinnar með foringja sínum. Þeir fundir og ræður foringjans voru haldn- ar að kvöldlagi. Hitler áleit að aðeins á kvöldin væri hægt að byggja um rétt andrúmsloft spennu og eftirvæntingar. Til- gangur fjöldafúnda Hitlers var að mála upp mynd styrkleika og samstöðu þjóðarheildarinnar gagnvart stöðugum ógnunum og utanaðkomandi hættum gagnvart þjóðinni. Samstöðu var þannig lýst áður en það varð lióst hvað samstaðan gekk út á. Aheyrendum var ekki sagt það heldur var múgurinn neyddur til að sýnast og sýningin skapaði söguna. Þetta var afnám ákveð- ins frelsis sem Hitler taldi nauð- synlegt í múgstjórnmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.