Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 5

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 5
Eftirlit mei sovéskum kafbótum erfiiara Sovéskir kafbátar eru greinilega orðnir mun hljóðlátari en áður og því er erflðara að uppgötva þá þeg- ar þeir leggja leið sína firá flotastöðvum á Kólaskaga, suður Atlantshafið. Þetta kom fram í samræðum blaðamanns Vikunnar við yflrmann bandaríska herafl- ans á íslandi, Eric A. McVa- don aðmírál nýlega. Vesturveldin hafa fram að þessu haft verulegt tæknilegt forskot á Sovétmenn hvað varð- ar byggingu hljóðlátra kafbáta en margt bendir nú til að Sovét- menn séu óðum að vinna upp það forskot. Kafbátaleitarbúnað- ur Atlantshafsbandalagsins sem meðal annars byggir á háþróuð- um hlerunum í undirdjúpunum á nú í erfiðleikum með að greina skrúfuhljóðin ffá nýjustu kafbátum Sovétmanna sem er Einn af nýjustu kjarnorkukafbátum Sovétmanna, sem Vestur- veldin kalla OSCAR-gerð, á siglingu á Atlantshafl. Kafbáturinn, sem flokkast undir að vera svokallaður árásarkafbátur er 16.000 tonna ferlíki og 150 metra langur. Hann er vopnaður sjálfleitandi tundurskeytum og 24 stýriflaugum af gerðinni SS-N-19, til árása á yfirborðsskip. OSCAR kafbátar yrðu mjög þung lóð á vogarskál- ar Sovétmanna, ef til styrjaldar kæmi, segja herfræðingar NATO. ORÐSENDING TIL HÁRRA KVENNA! veruleg breyting frá því sem áður var þar sem eldri gerðir sovéskra kafbáta eru sagðar frekar hávaðasamar. Eitt meginhlutverk varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli inn- an sameiginlegs varnarkerfis NATO er að hafa eftirlit með ferðum sovéskra herflugvéla og kafbáta á leið suður um Atlants- haf. Sovétríkin eiga nú stærsta kafbátaflota í heimi og gera sov- éskar hernaðaráætlanir ráð fyrir veigamiklu hlutverki þeirra á styrjaldartímum. Eric A. McVadon aðmíráll, segist ekki vita hvort hljóðlátu sovésku kafbátarnir sem gera varnarliðinu nú erfiðara fyrir séu afleiðing Kongsberg/Toshi- ba hneykslisins svokallaða sem kom upp á síðasta ári þegar upp komst að norsku Kongsberg- verksmiðjurnar og japanska stórfyrirtækið Toshiba höfðu selt Sovétmönnum háþróaðan tæknibúnað sem gerir þeim kleyft að framleiða hljóðlátari kafbátaskrúfúr en áður. „En auðvitað má reikna með að Kongsberg hafi skipt sköpum í þessum efnum. Alla vega er nú mun erfiðara fyrir okkur að fylgjast með ferðum sovéskra kafbáta en áður, hver sem á- stæðan er,“ segir McVadon að- míráll. KANNASTU VIO LEITINA MIKLU AÐ FÖTUM, SEM PASSA OG FARA VEL. EF SVO ER, ÞÁ ER HENNI LOKIÐ. VIÐ HOFUM OPNAÐ VERSLUN, SEM SÉRHÆFIR SIG í FRÖNSKUM TÍSKUFATNAÐI Á ÞIG. VERSLUN, SEM VANTAÐI! HVERFISGÖTU 108 - 101 REYKJAVÍK (A homi Snorrabrautar og Hverfisgötu). 21414 VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.