Vikan


Vikan - 25.02.1988, Side 5

Vikan - 25.02.1988, Side 5
Eftirlit mei sovéskum kafbótum erfiiara Sovéskir kafbátar eru greinilega orðnir mun hljóðlátari en áður og því er erflðara að uppgötva þá þeg- ar þeir leggja leið sína firá flotastöðvum á Kólaskaga, suður Atlantshafið. Þetta kom fram í samræðum blaðamanns Vikunnar við yflrmann bandaríska herafl- ans á íslandi, Eric A. McVa- don aðmírál nýlega. Vesturveldin hafa fram að þessu haft verulegt tæknilegt forskot á Sovétmenn hvað varð- ar byggingu hljóðlátra kafbáta en margt bendir nú til að Sovét- menn séu óðum að vinna upp það forskot. Kafbátaleitarbúnað- ur Atlantshafsbandalagsins sem meðal annars byggir á háþróuð- um hlerunum í undirdjúpunum á nú í erfiðleikum með að greina skrúfuhljóðin ffá nýjustu kafbátum Sovétmanna sem er Einn af nýjustu kjarnorkukafbátum Sovétmanna, sem Vestur- veldin kalla OSCAR-gerð, á siglingu á Atlantshafl. Kafbáturinn, sem flokkast undir að vera svokallaður árásarkafbátur er 16.000 tonna ferlíki og 150 metra langur. Hann er vopnaður sjálfleitandi tundurskeytum og 24 stýriflaugum af gerðinni SS-N-19, til árása á yfirborðsskip. OSCAR kafbátar yrðu mjög þung lóð á vogarskál- ar Sovétmanna, ef til styrjaldar kæmi, segja herfræðingar NATO. ORÐSENDING TIL HÁRRA KVENNA! veruleg breyting frá því sem áður var þar sem eldri gerðir sovéskra kafbáta eru sagðar frekar hávaðasamar. Eitt meginhlutverk varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli inn- an sameiginlegs varnarkerfis NATO er að hafa eftirlit með ferðum sovéskra herflugvéla og kafbáta á leið suður um Atlants- haf. Sovétríkin eiga nú stærsta kafbátaflota í heimi og gera sov- éskar hernaðaráætlanir ráð fyrir veigamiklu hlutverki þeirra á styrjaldartímum. Eric A. McVadon aðmíráll, segist ekki vita hvort hljóðlátu sovésku kafbátarnir sem gera varnarliðinu nú erfiðara fyrir séu afleiðing Kongsberg/Toshi- ba hneykslisins svokallaða sem kom upp á síðasta ári þegar upp komst að norsku Kongsberg- verksmiðjurnar og japanska stórfyrirtækið Toshiba höfðu selt Sovétmönnum háþróaðan tæknibúnað sem gerir þeim kleyft að framleiða hljóðlátari kafbátaskrúfúr en áður. „En auðvitað má reikna með að Kongsberg hafi skipt sköpum í þessum efnum. Alla vega er nú mun erfiðara fyrir okkur að fylgjast með ferðum sovéskra kafbáta en áður, hver sem á- stæðan er,“ segir McVadon að- míráll. KANNASTU VIO LEITINA MIKLU AÐ FÖTUM, SEM PASSA OG FARA VEL. EF SVO ER, ÞÁ ER HENNI LOKIÐ. VIÐ HOFUM OPNAÐ VERSLUN, SEM SÉRHÆFIR SIG í FRÖNSKUM TÍSKUFATNAÐI Á ÞIG. VERSLUN, SEM VANTAÐI! HVERFISGÖTU 108 - 101 REYKJAVÍK (A homi Snorrabrautar og Hverfisgötu). 21414 VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.