Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 26
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Kirsten Petersen 21 árs t.v. og Charlotte Skovby 19 ára t.h., báðar frájótlandi í Danmörku. Kirsten
er í annað sinn á íslandi á skömmum tíma, þar sem hún kann betur við sig hér en heima í Dan-
mörku. „Það er skemmtilegast hjá okkur eftir vinnu á kvöldin,“ segja þær.
Þeim stúlkum sem Vikan
ræddi við, bar þó öllum saman
um að það væri skömminni
skárra að halda til íslands í lágt
launaða vinnu í stað þess að sitja
aðgerðarlaus heima í héraði, en
atvinna er eins og kunnugt er af
mjög skornum skammti í Dan-
mörku.
Lág laun og dýrt heimilishald
veita stúlkunum ekki mikið
svigrúm til að upplifa hér á landi
öll þau ævintýri sem þær
dreymir um, eins og til dæmis
að ferðast um landið og fara á
mannamót, en flestar segjast
þær þó skemmta sér konung-
lega hér á landi.
Stúlkurnar sem flestar hafa
rekist á atvinnuauglýsingar frá
íslenskum aðilum í dönskum
blöðum, ferðast hingað yfirleitt
einar, án þess að hafa einhverjar
vinkonur með í för, sem ber
tvímælalaust vott um sjálfstæði
og nokkurt hugrekki, þar sem
26 VIKAN
þær vissu fátt um hvað biði
þeirra hér á landi.
Til íslands
í ævintýraleit
Vikan heimsótti nokkrar
danskar stúlkur sem vinna við
ýmis störf á dvalarheimilinu
Hrafnistu að Laugarási, til að
inna þær eftir högum þeirra og
ástæðum fyrir því að þær á-
kváðu að ferðast til íslands í
starfsleit. Dönsku stúlkurnar á
Hrafnistu eru nær allar frá Jót-
landi og flestar hafa þær lokið
stúdentsprófum eða sambæri-
legri menntun.
Það kemur ýmsum borgarbú-
um kannski á óvart, en mörgum
dönsku stúlknanna finnst
Reykjavík vera gríðarstór og allt
að því ógnvekjandi heimsborg.
Þær stúlkur eru vanari rólegra
mannlífi frá sínum heimaslóð-
um, sem eru ýmir smábæir og
þorp á Jótlandsskaga.
„Eg kom nú bara eiginlega í
ævintýraleit hingað til íslands.
Ég var búin að ákveða að fara
eitthvað út í heim og sá þá aug-
lýsingu frá Hrafnistu í dagblað-
inu Jyllandsposten og ákvað að
slá til,“ segir Charlotte Skovby,
19 ára Suður-Jóti frá Sönder-
borg, en ísland er fýrsta útland-
ið sem hún heimsækir svona á
eigin spýtur. Vikan hitti Char-
lotte ásamt annarri danskri
stúlku á kjallaragangi Hrafnistu,
þar sem þær voru á leið með
óhreinan þvott í þvottahús dval-
arheimilisins.
„Ég vinn hér sem gangastúlka
og deili herbergi á Kambsvegi
með annarri stelpu frájótlandi,
sem ég þekkti ekkert fyrir, en
okkur kemur vel saman. Ég hef
svo sem ekki yfir neinu að
kvarta, mér finnst þrælgaman
hér á íslandi, en verst er þó
Það er ekkí allt útlenda starfs-
fólkið á Hrafnistu sem kemur
frá Danmörku. Kaisa Malinieni
er 23 ára Finni, frá bænum
Reisjáwi í Mið-Finnlandi. „Ég
kom frá Finnlandi hingað til
lands í atvinnuleit og frétti af
því að hægt væri að fá vinnu á
Hrafnistu og sótti því um. Ég
hafði heyrt svo mikið um ís-
land að mig dauðlangaði að
komast hingað og kynnast
landi og þjóð,“ segir Kaisa.