Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 20
Slysa-alda
í sveitínni
Tóti í Nesi er einn magnaðasti
hrakfallabálkur sem ég þekki.
Hann mætti á síðasta hrepps-
nefhdarfundi þó hann gæti varla
gengið. Hann bara staulaðist við
tvær hækjur, blessaður karlinn.
Við urðum hvumsa við að sjá
hann allann vafinn og bláan og
bólginn það sem sást af andlit-
inu. Við höfðum ekki heyrt af
honum í nokkra daga svo við
urðum ekki lítið hissa að sjá á-
standið á honum. Við vorum
rétt sestir við fimdarborðið en
þá kom viðburðarrík harmsaga
frá Tóta því hann varð fyrir fjór-
földu slysi sama daginn eða
réttara sagt hann varð fyrir fjór-
um slysum.
Um morguninn fór Tóti í fjós-
ið að venju til að sinna kúnum
en þá varð hann fyrir því óhappi
að uppáhaldskýrin hans steig
ofan á tærnar á vinstri fætinum.
Tóti hrasaði um leið svo hann
braut stóru tána. Það þótti Tóta
því sárara að þetta var upp-
áhaldskýrin, verðlaunagripur
sem hafði hæsta mjólkurnyt í
allri sveitinni.
Tóta var svo mikið niðri fýrir
þegar hann var að lýsa óförum
sínum þennan óhappadag að
froðan vall út úr munnvikjun-
um. Og Tóti talaði sig upp í æs-
ing og sagði að ef það hefði ekki
einmitt verið þessi kýr þá hefði
henni verið slátrað á stundinni.
Hróbjartur
Lúövíksson
skrifar
Gauji sonur Tóta hafði líka beð-
ið kúnni griða enda hefur hann
kannski rennt grun í að það yrði
beljukjöt í öll mál á heimilinu í
heilan mánuð. En þetta eru mín-
ar ótuktarlegu hugrenningar
þetta með beljukjötið og Gauja.
Auðvitað var búíð um tána og
Tóti var settur í göngugips.
Hann átti auðvitað að liggja í
rúminu en var hræddur um að
öll sveitin mundi hlæja að þess-
um óförum svo hann ákvað að
bera sig karlmannlega (Ath. mitt
innskot) og halda áfram að
vinna eins og ekkert hefði í
skorist.
Tóti var nýkominn frá héraðs-
lækninum þegar Gauji tók eftir
því að einn hesturinn sem var í
túninu virtist haltur. Hestarnir
voru reknir í hús og Tóti þurfti
endilega sjálfur að athuga halta
hestinn, hélt að eitthvað væri að
hófnum eða kannski hefði
eitthvað stungist upp í löppina á
honum. Annað eins hafði nú
skeð. Þegar Tóti tók á fætinum
og ætlaði að athuga hófinn sem
kannski var sprunginn, þá hefur
hestgreyið fundið eitthvað til
og var hvumpinn og sló Tóta
hrottalega á milli fótanna.
Herradómurinn á Tóta bólgnaði
allur saman svo að Tóti gekk
álútur og gat helst ekki setið
lengi í einu. Það er auðvitað af-
leitt á hreppsnefhdarfundum
enda æddi Tóti um gólf með
stuttu millibili og var ramm-
skakkur af þessum ósköpum.
Gauji studdi pabba sinn út í
jeppann til þess að fara með
hann öðru sinni til héraðs-
læknisins. Tóti var reiður og sár
yflr þessum óförum sínum og
vildi ganga óstuddur þó hann
væri boginn í keng af kvölum.
Það var fljúgandi hált á hlaðinu
svo að Tóti datt á svellbunka á
höfuðið svo það sprakk fyrir
ofarlega á enninu. Það varð að
sauma saman sárið með flmm
sporum.
Ótugtinni honum Gauja varð
að orði að það væri þó mikill
munur að geta sinnt tveimur
slysum í einni ferð til læknisins.
Tóti var auðvitað sár yflr þessari
athugasemd Gauja sonar síns og
svo var hann fokillur út í
hestinn.
En var það Gauji sem bjargaði
hestinum eins og kúnni enda
var þetta góður reiðhestur og
búinn að vera stolt fjölskyld-
unnar í mörg ár.
Þrátt fýrir ströng fýrirmæli
héraðslæknisins um að halda
kyrru fyrir þá þrjóskaðist Tóti
við og vildi reyna að gera eitt-
hvað að gagni þó hann væri reif-
aður í báða enda ef svo má að
orði komast og gæti helst ekki
gengið.
Þeir feðgar eiga gamlan trakt-
or sem ekki er hægt að starta
iengur og það þarf því að snúa
honum í gang með sveif. Gauja
hafði mistekist að koma trakt-
ornum í gang daginn áður og þá
þurfti Tóti endilega þennan
óhappadag að einbeita athafha-
semi sinni að traktornum. Hann
snéri sveifinni kröftuglega og
traktorinn hrökk í gang en Tóti
hafði bara ekki athugað að trakt-
orinn var í gír og því ók hann
mannlaus yfir Tóta og stöðvað-
ist ekki fýrr en í á fjósveggnum
svo það kom á hann gat. Það er
eiginlega óskiljanlegt að Tóti
skyldi ekki lærbrotna af þessu
síðasta óhappi en marinn var
hann, alveg kolblár.
Héraðslækninum var nóg
boðið og helst á því að panta
sjúkraflugvél og senda Tóta á
spítala fýrir sunnan svo það væri
hægt að hemja hann í bælinu.
Sem von er þá var læknirinn fok-
illur við Tóta yflr því að óhlýðn-
ast því að halda kyrru fyrir.
Að hugsa sér að sami maður-
inn skuli lenda í fjórum slysum
sama daginn og klukkan var rétt
rúmlega flmm. Nú loksins lagð-
ist Tófi fyrir með ekkasogum
yflr óförum sínum því honum
fannst að vonum að ekkert af
þessum óhöppum væru venju-
leg slys.
En svo gat Tóti ekki legið
lengi fyrir. Hann hefur alltaf ver-
ið óhemja í öllu sínu lífl, jafhvel
í pólitík. Hann er reyndar líka
hrakfallabálkur í pólitík.
Rammskakkur og kvalinn
mætti Tóti studdur á hrepps-
nefhdarfundinn.
Það er ég viss um að Tóti í
Nesi er eini maðurinn á öllu
Norðurlandi sem hefur ekið á
sjálfan sig.
Það olli áhyggjum hjá hrepps-
nefhdinni að þessi fjögur slys
hækka slysatíðnina verulega í
sveitinni. Auðvitað er haldin
„statestikk" yfir allt svoleiðis
eins og alls staðar annars staðar.
Þvílíkt og annað eins. Það
verður ekki logið upp á Tóta í
Nesi.