Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 4

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 4
til Lux Guðrún Margrét Þorbergs- dóttir, er sá áskrifandi Vik- unnar, sem hlýtur ferð og uppihald fyrir tvo til Lux- emborgar, en hún hefur fall- ist á að gerast erindreki blaðsins eina helgi í hinu fagra furstadæmi og skrifa ferðasöguna fyrir lesendur blaðsins. Eins og greint hefur verið fra í Vikunni, munu ferðalangarnir á vegum blaðsins búa við besta hugsanlega yfirlæti á hinu vin- sæla Hotel Pullmann í Luxem- borg, sem einnig mun skipu- leggja skoðunarferðir um landið fyrir Vikuna og útsendara hennar. Guórún er 27 ára tölvari hjá Orkustofhun og hefur verið á- skrifandi Vikunnar undanfarin fjögur ár. Góða ferð Guðrún. Viðtal Vikunnar við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra vakti talsverða athygli í löndum Evrópubandalagsins. Evrópubandalagið jákvætt gagnvart íslensku krónunni Viðtal Vikunnar við Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra vakti óvænt nokkra athygli erlendis. Nokkur blöð á Norður- löndunum og í Mið-Evrópu gerðu viðtalinu góð skil, einkum hugmyndum fjár- málaráðherra um að tengja íslensku krónuna við mynt- kerfi Evrópubandalagsins. Vikan fékk nokkrar sím- hringingar frá fjölmiðlum í Belgíu og Luxemburg, sem vildu inna nánar eftir ýms- um þáttum viðtalsins. í fréttaskeyti dönsku frétta- stofunnar Ritzau ffá Brussel í Belgíu í síðustu viku, segir fféttamaðurinn Mogens Bryde, að menn í höfðustöðvum EB, séu jákvæðir gagnvart þessum •hugmyndum fjármálaráðherr- ans um að tengja íslensku krón- una við myntkerfi bandalagsins. Heimildamenn fréttamanns- ins innan EB, segja þó að það sé ffumskilyrði að komið verði á ströngum aga innan íslensks efhahagslífs, áður en hugmyndir þessar geti orðið að veruleika, en sú krafa er líka í samræmi við yfirlýsingar Jóns Baldvins í Viku- viðtalinu, þar sem hann segir að koma þurfi á húsaga í efnahags- lífinu og hætta öllu „fjárfesting- arfylleríi“, eins og ráðherrann orðaði það. „Ef agi kemst á efnahagslífið á íslandi, er engin fyrirstaða fyrir því að íslenska krónan geti orð- ið hluta af EMS (European Mon- itary System) kerfinu," segja talsmenn EB við dönsku frétta- stofuna. Styrkur EMS kerfisins hefúr m.a. komið í ljós á undanförnum misserum, þegar EB-gjaldmiðl- arnir hafa staðið af sér allan óróa á gjaldeyrismörkuðum heimsins án erfiðleika. Steingrímur veldur bandamönnum óróa Yfirlýsingagleði Stein- gríms Hermannssonar utan- ríkisráðherra í fjölmiðlum og uppákomur í kringum ráðherrann hafa vakið tals- verða athygli meðal banda- lagsþjóða íslands, einkum á Norðurlöndum. Vikan hefur einnig eftir áreiðanlegum heimildum að ýmsar yfirlýs- ingar utanríkisráðherra undanfarið hafi valdið óróa hjá NATO. Einkum hug- myndir ráðherrans, sem hann reifaði í Helgarpóstin- um nýlega, um að radar- stöðvar bandalagsins á fs- landi gætu hugsanlega nýst sem efitirlitsstöðvar fýrir bæði NATO og Varsjárbanda- lagið. Heimildarmenn Vikunnar hjá NATO í Brussel segja að síma- línur innan höfúðstöðva banda- lagsins hafi orðið rauðglóandi, þegar menn fengu þýddan úr- drátt úr viðtaiinu við Steingrím Hermannsson í hendur. Spurn- ingin sem brann þar á vörum manna var hvort taka ætti utan- ríkisráðherra íslands alvarlega. Vikunni er kunnugt um að leit- að var álits ýmissa aðila á fs- landi, um hvort utanríkisráð- herra væri að gera að gamni sínu eða ekki með þessum fá- heyrðu yfirlýsingum. Samkvæmt heimildum Vik- unnar, var þeirri hugmynd jafn- vel hreyft innan Atlantshafs- bandalagsins að hraðboð Sov- étmanna til forsetans væri að- eins yfirvarp, þar sem Sovét- nienn vildu fýrst og fremst fá Steingrím Hermannsson í heim- sókn áður en leiðtogafundur NATO yrði haldinn í Brussel í byrjun mars. Samkvæmt þeim kenningum, myndu hugsanlegar viðræður Steingríms Hermanns- sonar og Gorbachev Sovétleið- toga fyrir NATO-fundinn tryggja Steingrími forsíðuumfjallanir ullra helstu blaða í álfúnni og þá gæti yfirlýsingagleði íslenska utanríkisráðherrans skapað meiri ringulreið en menn kæra sig um innan bandalagsins, sem myndi væntanlega kæta Sovét- menn nokkuð. Það vekur athygli í fjölmiðl- um á Norðurlöndum, sem hafa fjallað talsvert um Steingríms- mál undanfarið, að hið hrað- soðna heimboð til forseta ís- lands og utanríkisráðherra kom frá æðstaráði Sovétríkjanna, strax daginn eftir að æðstaráðið hafði sent utanríkismálanefúd- um þjóðþinga Norðurlandanna, Kanada og Bandaríkjanna boð um umræður um svonefndar Murmansktillögur félaga Gor- bachevs, um afvopnun á norðurslóðum og láta frétta- skýrendur að því liggja að sam- hengi sé á milli þessara tveggja boða æðstaráðsins. Steingrímur Hermannsson hefur einmitt lýst yfir jákvæðri afstöðu sinni til ýmissa hugmynda Sovétleiðtog- ans, en Carrington lávarður, ffamkvæmdastjóri NATO telur þær vita gagnslausar. 4 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.