Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 16

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 16
Sú tilhneiging hefúr verið gagnrýnd meðal sagníræð- inga að skrifa sögu mann- kyns á reikning einstaklinga sem mótað hafa söguna í krafti einstæðra hæfileika sinna eða aðstöðu nema hvorutveggja hafl verið og hafa þess í stað bent á þjóð- félagslega áhrifavalda. Uppgangur nasismans er þó flóknara fyrirbæri en það að hægt sé að skrifa það á reikning eins manns. Hitt er þó deginum ljósara að án Hitlers hefði nas- isminn sennilega mætt skapa- dægri sínu með öðrum hætti en raun varð á. Enginn einn maður hefur haldið jafn ákveðið og ör- ugglega um stýrisvöl nokkurrar stórþjóðar né ráðið yfir þeim mætti eyðileggingar sem Hitler gerði. Fáir hafa vakið jafn heift- ugar tilfmningar meðal fylgis- manna sinna, hvort sem það var í aðdáun þýsku þjóðarinnar á foringja sínum eða í skynlausu hatri nasista á gyðingum. Á leiksviði sögunnar stendur Adolf Hitler því í skæru skini sögulegs mikilvægis. Það er kaldhæðni örlaganna og um leið þeirrar mælistiku sem við höf- um tilhneigingu til að leggja á mikilvægi liðinna atburða að það skin verður skærara því meiri þjáning sem þeim atburð- um er samfara. Saga Hitlers er saga skuggahliða stjórnmálanna og jafnframt saga ótrúlegs vilja- þreks og sannfæringarkraftar sem sennilega hefði verið af- skrifúð sem hugarburður hefði hún ekki raunverulega átt sér stað. Því hvernig sem á það er litið sýndi Hitler ótvíræða snilli- gáfú sína á stjórnmálasviðinu, hvernig honum tókst að vinna til fylgis við sig þýsku þjóðina, þjóð sem hann tilheyrði ekki einu sinni þegar hann mótaði markmið sín á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hún fylgdi foringja sínum upp á hátind valda sinna sem ótvíræður drottnari Evrópu og niður í dýpsta hyldýpi glötunar og al- gjörrar niðurlægingar sem skipti þjóðinni í tvennt og skildi eftir djúpa fyrirlitningu heimsbyggð- arinnar og ríka sektarkennd meðal Þjóðverja. í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á þá sérstæðu sögu og reynt að líta á manninn Adolf Hitler, hæfileika hans og takmarkanir sem m.a. áttu þátt í að spyrna heimsbyggðinni út í heimsstyrjöld sem kostaði hátt í 70 milljónir mannslíf áður en yfir lauk. Sameiginlegt átak þriggja voldugustu ríkja heims þurfti til áður en tókst að stöðva framrás nasismans. Markmið og metnaður Hitlers Þegar litið er aftur í móðu sögunnar á þá atburðarás sem markaði aðdragandann að heimsstyrjöldinni síðari er ekki Iaust við að ýmsar spurningar komi upp í hugann um hvað gerst hefði ef eitthvað hefði far- ið öðruvísi en þar fór. Til lítils er þó að spyrja sig slíkra spurn- inga og meira gagn er í að reyna að átta sig á og skilja hvað mót- aði þá atburði sem áttu þátt í að hrinda heimsstyrjöldinni af stað. Hitler trúði sjálfúr staðfast- lega á örlög sín og var tíðrætt um „forlögin" og hvernig þau hefðu valið sig til að Ieiða þýsku þjóðina. Reyndar hefúr því ver- ið haldið ffarn af sagnfræðingum að Hitler hefði hvergi getað ris- ið svo hátt sem hann gerði nema í Þýskalandi, því finna megi ákveðin einkenni (sér- kenni) í söguþróun þýsku þjóð- arinnar, burtséð frá áhrifum bit- urs ósigurs og nístandi kreppu, sem stuðluðu að uppgangi nas- istahreyfingarinnar, eins og breski sagnfræðingurinn Alan Bullock hefúr bent á. Hér er ekki verið að gefa í skyn að þýska þjóðin sé að einhverju leyti ill í eðli sínu og hafi þess vegna reynst Hitler bestur vett- vangur fyrir vafasöm áform sín en Bullock telur að Hitler hafl þó ekki fallið henni í skaut að ósekju. Hann bendir m.a. á að þrátt fyrir að meirihluti þýsku þjóðarinnar hafi aldrei greitt Hitler atkvæði sitt megi þó ekki gleyma því að 13 milljónir þeirra gerðu það þó engu að síður. Bullock telur að ferill Hitlers sé reductio ad absurd- um, óbein sönnun, öflugustu stjórnmálahefðar Þýskalands ffá sameiningu ríkisins, að Hitler hafi í raun verið rökrétt afleið- ing þjóðernisvakningar, hernað- arhyggju, valdboðshneigðar, til- beiðslu velgegni og máttar, upp- hafningar ríkisvaldsins og hag- sýnisstjórnmála (realpolitik) í Þýskalandi stjórnmálahefðar sem Bismarck átti sinn þátt í að skapa. En hver voru markmið Hitlers? Þau voru, eins og verk hans sýndu, í samræmi við kennisetningar nasista þó ýmsir telji Hitler hafa beitt þeim fyrir vagn sinna persónulegu Iang- ana. Persónulegur metnaður var miðpunktur gjörða Hitlers. Það var sjálfsblekking ein þegar hann sagðist einungis sækjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.