Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 48

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 48
Gðmul hugmynd með nýja f ramtíð „Plastefni hafa haft gífurleg áhrif á heilsugæslu sl. hálfa öld og öldin sem er að ganga í garð ber í skauti sér jafnvel stórfenglegri fyrirheit." Þegar plastiðnaðurinn heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt á þessu ári virðist hann hafa mót- að svo til alla þætti nútímalífs. Við setjum á plastklætt eldhús- borðið bæði eggjabakka úr plastfrauði og plasthúðaðar mjólkurfernur. Við setjumst á plastklædd bílsætin og horfum á mælaborð úr plasti og höldum um stýrishjól úr plasti. Sólarnir á skónum okkar eru úr plastefni með hinu erfiða nafni: Pólýúret- an. Heimur án plastefna væri gjörólíkur þeim nútíma há- tækniheimi sem við lifum í. Við komumst ekki hjá því að reiða okkur á plastefhi á vegferð okk- ar í gegnum lífið. Sýnist þér að plastefni verði nauðsynlegt nútímafólki? Bíddu þá bara í nokkur ár. Árið 2000 spá forráðamenn plastiðnaðar- ins því að: ■ Plastflöskur og dollur ryðja málm og glerílátum algjörlega af markaðnum. ■ Framþróun og aukin þekking á plastiðnaðinum mun gera kleift að framleiða gervinýru, gerviþvagblöðrur, gervibris- kirtla, gerviskinn og æðar. ■ Herflugvélar verða nær til helminga úr plastefnum sem gera þær næstum ósjáanlegar í radar. ■ Bílaiðnaðurinn mun reiða sig 48 VIKAN enn meira á notkun plastefna til að létta og styrkja bíla, auk þess sem það mun gera þá eitthvað ódýrari. Fyrir flest okkar er plast bara plast en vísindamenn og þeir sem til þekkja geta greint mis- munandi tegundir plastefna allt frá næloni til polyetýlins. Allt eru þetta afbrigði fjölliða, ým- issa gerviefna úr stórsameind- um sem raðast eins og í langar keðjur. Þessi efni eru framleidd t gífúrlegu magni í dag. Árið 1985 voru 24 milljón tonn af plastefnum framleidd í Banda- ríkjunum einum saman. Plastefhin verða sífellt sterk- ari og fjölbreyttari að gerð og uppbyggingu sökum þrotlausra tilrauna og þróunarvinnu í plastiðnaðinum. Hjá Polymer Technologies fýrirtækinu er t.d. unnið að víðtækum rannsókn- um á fjölliðu blöndum. Það eru blöndur úr tveimur eða fleiri qölliðu tegundum, t.d. plasti og vínýl eða t.d. plasti go gervi- gúmmíi. Þessi blöndun gefur ffamleiðendum sveigjanleika til að sérhæfa efnin ákveðnu hlut- verki eða iðnaði, t.d. vegna þols á kulda, hita, vatni o.s.frv. Allt bendir til að slík sérhæfing eigi eftir að aukast því með því að blanda fjölliðunum saman fást nýir eiginleikar efnablöndunn- ar sem skara ffam úr náttúru- legum efhum miðað við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Með því að blanda saman á- kveðnum fjölliðum má t.d. mæla viðbrögð við titringi og hávaða. Það efni er t.d notað í einangrun bíla, þyrlna og kafbáta. Hjá Pol- ymer Technologies fyrirtækinu er unnið að verkefhi sem for- ráðamenn fyrirtækisins binda miklar vonir við en það er þró- un plastefha í heilbrigðiskerf- inu. Framleiðsla gervilíffæra auk t.d. tækja og tóla til nota á skurðstofum kemur til með að auka lífslíkur sjúklinga og bjarga hreinlega lífúm annarra. Gervi- líffærin sem tiltölulega auðvelt verður að græða í auk nýrra að- ferða við lyfjagjöf, skipta í því sambandi miklu máli. Plastefni koma til með að leysa málm af hólmi í t.d. hjólastólum, hækjum, skjáum og effirlitstækj- um sem fylgjast með líðan sjúkl- ings á nútímalegum sjúkrahús- um. Ný tækni í lyfjagjöf t.a.m. plástrar og pokar sem seytla lyf- in undir húð sjúklingsins eða litlar lyfjapumpur kalla á þróun og nýjar uppgötvanir í plastiðn- aðinum. Þróun plastefha til nota í líkama sjúklinga er erfið, vegna þess að þau mega ekki leysast upp eða ýta undir harka- leg mótviðbrögð líkamans. Nýtt plastefni er einnig afar hentugt til að nota sem spelkur því eftir að læknir hefúr hagrætt brotnum útlim bleytir hann í vatni það sem helst mætti halda að væri sárabindi og vefur um útliminn og á tíu mínútum hefur það að fúllu harðnað og heldur brotnum útlimnum fúllkomlega í skorðum. Plastefhið er líka mun léttara en gifs. Meðan sumir vísindamenn leita plastefna sem eru léttari og ódýrari en náttúruleg efni leita aðrir að efhum sem eru sterkari og geta komið í stað málma, trés, steypu og annarra bygg- ingarefha. Eitt vandamál sem leysa þarf er hvernig á að fá plastefnin til að þola mikinn hita, t.d. svo hægt sé að nota þau í bílvélar. Fjölliður þola hitastig sem nem- ur suðumarki vatns en við meiri hita verða þær of deigar. Vísinda- menn vinna af miklu kappi við að leysa þetta vandamál og til- raunir hafa verið gerðar í sam- vinnu við sérfræðinga í keramík- gerð hvort nota megi aðferð sem beitt var til að gera keramík hitaþolnara, með plastefnin. Flókin efnafræðileg tölvumódel hjálpa vísindamönnum að greina ákveðnar efnasamsetn- ingar plastefna sem ein og sér fúllnægja ekki hitakröfúnum en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.