Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 24
Sú var tíðin að útlendar konur sóttu til
íslands í stórum hópum, og gekk svo
langt við lok seinni heimsstyrjaldarinnar
að framsæknir menn gerðu jafhvel út skip
til að sækja fullfermi af þýskum konum
frá hinu stríðshrjáða Þýskalandi. Voru
konur þessar almennt fúsar til fararinnar,
þar sem ísland var á þeim tíma allsnægtar-
land borið saman við þeirra rústaða
heimaland. önnur var sú ástæða, sem
Vann^ki vóg engu léttar á vogaskálunum,
að flestír vörpulegir karlmenn í Þýska-
24 VIKAN
landi voru annaðhvort dauðir eftir bar-
daga eða fangar sigurvegaranna og því lítt
gagnlegir dugmiklum konum hins fallna
þriðja ríkis. Fóru þessar konur til kaupa-
mennsku og ráðskonustarfa um land alit
og settu þær fljótt svip sinn á sínar heima-
byggðir hér á landi. Margar þeirra náðu
fljótlega þeim völdum á sínum heimilum,
sem þær áttu kyn til og ílengdust því á ís-
landi, mörgum iruifæddum til ómældrar
ánægju.
Margir tugir ungra stúlkna frá
útlöndum hafa nú aftur gert inn-
rás hér á land, aðallega ffá okkar
gamla konugsríki, Danmörku.
Landtaka þessi ógnar þó engan
veginn lífi og limum innfaeddra,
nema ef vera skyldi hjörtum
ungra sveina, sem búast má við
að slái víða nokkru hraðar en
venjulega.
Stúlkur þessar eru hingað
komnar til að vinna við hin ólík-
ustu störf, en þær eiga það flest-
ar sameiginlegt að þær eru aðal-
lega ráðnar til illa borgaðra lág-
launastarfa, sem erfitt er að fá
innlenda starfskrafta til að sinna.
Launin ekki
aðalatriðið
Varla geta það verið vonir um
gull og græna skóga, sem hafa
lokkað dönsku stúlkurnar til
íslands, því launakjör þeirra eru
svo langt frá því að vera aðlað-
andi.
Sumar dönsku stúlknanna
segjast óánægðar hér, þar sem
þeim finnst að þær hafi að
nokkru leyti verið sviknar, hvað
varðar loforð um afkomu og að-
búnað, en þær eru þó mun fleiri
sem segjast harðánægðar með
dvölina á íslandi, enda hafi þær
ekki komið hingað til að græða
peninga, heldur ffekar að leita á
vit ævintýra og kynnast nýju
landi og þjóðháttum.
Flestar vinna stúlkurnar fyrir
lágmarkslaunum, sem eru rúm-
ar 30.000 krónur á mánuði, sem
er mun lægra en atvinnuleysis-
styrkur í Danmörku. Vinnuveit-
andinn útvegar stúlkunum oft-
ast húsnæði, sem þær verða þó
að greiða fullu verði sem getur
numið meiru en þriðjungi laun-
anna fyrir afnot af herbergi í fé-
lagi með einhverri annarri
stúlku.
Verðlag á ýmsum nausynja-
vörum hér á landi kom dönsku
stúlkunum nær undantekninga-
laust illþyrmilega á óvart, en
það er í flestum tilfellum mun
hærra en þær eiga að venjast að
heiman.