Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 14
Kristínu sem horfðu agndofa á
hann; Ég ætla að borga skóla-
gjöldin fyrir hr. Agnarsson. Síð-
an tók hann nokkra seðla og
lagði fyrir framan þau, kvaddi og
fór aftur út.“
í Gambíu og
Kaupmannahöfn
Eftir menntaskólann tóku
þeir Júlli og Ómar Óskarsson
upp nokkur lög og héldu með
þau til Kaupmannahafnar til
þess eins og sagt er á fagmál-
inu... „að meika það á intern-
asjonal basis... “
„Er við komum til Kaup-
mannahafnar var svo mikill
skítakuldi í borginni að við fór-
um beint niður á Spies og tók-
um þar næsta far suður á
bóginn. Það reyndist vera ferð
til Gambíu," segir Júlli.
„Við lentum þanra í miðjum
frumskóginum en um leið og
flugvélin stoppaði sáum við þús-
undir af pelikönum og ákváðum
þá að hljómsveit okkar skyldi
heita Pelikan, með kái skilurðu.
Hótelið sem við bjuggum á var
afgirt með öryggisvörðum og ef
þú fórst út fyrir girðinguna
varstu á eigin ábyrgð. Við hitt-
um hinsvegar einn innfæddan,
Móses hét hann, gáfúm honum
gallabuxur og jakka og eftir það
var Móses okkar maður. Hans
æðsti draumur hafði verið að
eignast gallabuxur og jakka
enda pældi hann mikið í vest-
rænni menningu. Með Móses
fórum við víða um þetta svæði
sem hótelið var staðsett á og
meðal annarra hittum við rokk-
hljómsveit sem var að streða við
að læra rokk og ról. Þeir áttu
eina Johnny B. Goodie plötu og
voru að reyna að læra gripin eft-
ir henni en gátu það ekki vegna
þess að hljóðfæri þeirra voru
stillt á þann hátt að það var
þeim ókleyfit. Við Ómar komum
þeim á sporið...“
Þjónustustúlkan kemur hér
með ristaða brauðið og truflar
Júlla í þessari frásögn.
„Heyrðu elskan," segir Júlli.
„Fyrst að ristaða brauðið er
komið á borðið er best að fá
djúpsteiktan camenbert með
því. VUt þú ekki Iíka svoleiðis
Þorri?“
Hann játar því.
„Heyrði hvernig sultu eigið
þið með ostinum? Það er mjög
mildlvægt að sultan sé rétt. Eig-
ið þið til sólberjasultu, svart-
berjasultu eða rifsberjasultu?"
spyr Júlli.
Stúlkan fer niður að athuga
hvaða sulta er tU.
„En tU að halda áfram með
söguna fórum við Ómar beint í
símaskránna um leið og við
komum aftur frá Gambíu og
Oettum upp á Polydor-fyrirtæk-
inu. Við leyfðum þeim svo að
heyra upptökurnar okkar og
þeir voru strax tU í samstarf,
komu okkur fyrir í hljóðveri, út-
veguðu okkur íverustað og æf-
ingapláss á Gammle Kongevcj."
Ágúst Easy mætir
til leiks
Eftir að Júlli og Ómar höfðu
komið sér fyrir i Kaupmanna-
höfn leið ekki á löngu áður en
Ágúst Easy hringdi frá klakan-
um, sagðist vera með gras af
seðlum eftir vertíð í Stykkis-
hólmi og vildi hann koma út að
umbast fyrir þá.
„Við vorum náttúrlega hrifhir
af því að fá svona velfjáðan
umbar tU okkar og Gústi bað
okkur að sækja sig til Hamborg-
ar en þangað ætlaði hann að
koma með Dettifossi," segir
Júlli. „Er við komum til Ham-
borgar á bílaleigubíl fengum við
að vita að skipið hefði tafist í tvo
daga í Rotterdam og ekki um
annað að ræða en sofa í bílnum
meðan við biðum eftir Gústa. Er
skipið kom svo fórum við um
borð, spurðum einhverja úr
áhöfninni hvort ekki væri um
borð Ágúst Guðmundsson eða
Easton McNeal eða Easy Easton
eða Ágúst Easy. Skipverjar urðu
nokkuð vandræðalegir á svipinn
en sögðu svo, jú það er sá sem
er á sjúkrastofunni.
Ha, sjúkrastofúnni?
Já, hann er ekki búinn að vera
með fúllum sönsum síðan í
Rotterdam fyrir fjórum dögum
en þá tapaði hann þar 350.000
krónum á fylleríi."
Þorri spyr hér hvað Gústi hafi
eiginlega sagt er þeir hittu hann
þarna um borð, allslausan.
„Hann sagði, þetta er allt í lagi
strákar við byrjum bara ffá
grunni," svarar Júlli. „Við fórum
með hann til Kaupmannahafnar
og kynntum hann fyrir Polydor-
genginu sem umboðsmann okk-
ar og þar með var hann strax
kominn í aksjón með svartan
stressara. Við leigðum á hann
jakkaföt í einn dag en hann gekk
svo í þeim næstu þrjá mánuðina
þar til hann var orðinn svo feit-
ur að hann komst varla í fötin
lengur. Reikningarnir ffá hon-
um flæddu inn á skrifstofu Poly-
dor enda fór hann víða um
Kaupmannahöfn.
Við hættum alveg að hafa
samband við Polydor-menn,
það fór allt í gegnum Gústa en
það óð svo mikið á honum að
brátt voru samskiptaörðugleikar
hans og Polydor-manna orðnir
óyfirstíganlegir. Hann pantaði
hótel og hljóðver fyrir okkur
hér og þar og bað um að reikn-
ingarnir yrðu sendir til Polydor
sem svo hætti að borga þá. Gústi
æddi þá inn á skrifstofuna hjá
forstjóranum, Jörgen Bachman,
stökk upp á skriiborðið hjá hon-
um og hristi hann allan til. Sagði
að hann væri fáviti sem ekkert
vissi hvað hann væri með í
höndunum."
Þjónustustúlkan truflar hér
ffásögnina til þess að láta Júlla
vita að til sé rifsberjasulta með
ostinum.
,Já er hún ekki rauð á litinn?“
spyr Júlli.
,Jú það held ég,“ er svarað.
„Fáum hana þá.“ Og stúlkan
fer aftur niður.
,Já, Gústi var þarna að þjarma
að forstjóranum, öskraði á hann
að við ættum eftir að verða
stærri en Bítlarnir og Rolling
Stones samanlagðir. En eftir
þetta vildu Polydor-menn ekki
heyra minnst á Pelikan."
En það er einn hlutur sem
Júlli á erfitt með að fyrirgefa
Gústa og það var nokkru seinna
að bréf barst frá Polydor þar
sem Pelikan var boðið með í
tónleikaferðalag Shubidua um
Danmörku.
„Þetta bréf var Gústi með í
rassvasanum og sýndi okkur
ekki fyrr en ferðin var hafin. Bar
því við að þetta væri algert
smotterí að ferðast með þessum
körlum um krummaskuð Dan-
merkur þegar menn ættu að
vera að pæla í tugþúsunda
manna tónleikahöllum í Þýska-
landi."
Pelsar og byssur
Þorri spyr hvort hann hafi
eitthvað heyrt ffá Gústa síðan á
þessum árum.
,Já, hann hringdi í mig frá ein-
hverju sem hann kallaði Virginia
Mountains í Bandaríkjunum,
sagðist vera orðinn aðstoðar-
maður skíðakennara þar. Þetta
var þriggja tíma samtal og kost-
aði í lokin eina 3000 dollara en
símastúlkan var alltaf að koma
inn á línuna og tilkynna upp-
hæðina.
Svo aílt í einu kemur einhver
höstug rödd inn á línuna og spyr
Hver er þetta?, Hver er þetta? á
ensku og ég skellti bara á.
Það var á tímabilinu 1977-80
sem Júlli dvaldi í Kaupmanna-
höfh og almennt segir hann að
lífið á þessum árum hafi verið
svona upp og niður, yfirleitt
höfðu þeir það betra á sumrin
en veturna og spiluðu víða á
veitingahúsum og krám í borg-
inni. Hann rifjar upp fjöldann af
sögum úr lífinu þarna og lifir sig
inn í þær, er brátt farinn að
hoppa um gólfið þarna á efri
hæðinni.
„Eitt sinn vorum við Ómar á
einum vafasömum stað í borg-
inni með ffemur skuggalegu
gengi er fjórir menn ryðjast inn
í íbúðina, þrír þeirra með fullt af
minkapelsum undir höndunum
og sá fjórði með byssu,“ segir
Júlli og leikur innkomu fjór-
menninganna. „Sá með byssuna
hleypir af skoti út í loftið," held-
ur hann áffam og plammar með
annarri hendinni beint ofan í
camembertostinn sem þjón-
ustustúlkan kemur með að
borðinu í sömu andrá. Hún
stendur tinandi fyrir framan
hann um stund en tekst svo að
koma ostinum á borðið og flýtir
sér í burtu.
Ég spyr hvort Pelikan hafi
ekki gefið út plötu á þessum
tíma.
,Jú, við gáfúm út plötuna Say
Dayo og Gústi tók að sér að
kynna hana á sinn einstaka hátt.
Hann málaði nafhið á plötunni
um allan kroppinn á sér og
striplaði svo niður á Strikinu.
Ætlaði að taka alla dönsku
pressuna með trompi en í raun
kom lögreglan fljótlega og tók
hann úr umferð. Við Ómar fór-
um niður á lögreglustöð og
sögðu þeim þar að þetta væri
bara einmana Kani sem vildi
kynnast landi og þjóð betur og
þeir slepptu honum þá út. Það
var verra að fötin hans voru ein-
hvers staðar á Strikinu þannig
að við fórum með hann klæddan
í svartan ruslapoka af stöðinni.
Hann var nokkuð skrautlegur í
þessari múnderingu með Dayo
málað á ennið.“
Komið heim
Júlli kom heim ffá Kaup-
mannahöfn árið 1981 og fór þá
strax að vinna með þeim sem
síðar mynduðu kjarnann í
Þursaflokknum, er hann var
endurvakinn, og síðar Stuð-
mönnum.
„Ég hafði keypt mér mikið af
upptökutækjum ytra og kom
með þau heim. Ég ætlaði að
setja þau upp í kjallaranum
heima en hann var þá fullur af
drasli. Á sama tíma var Egill
Ólafsson búinn að koma sér upp
aðstöðu á Grettisgötu og hafði
verkefhi við að semja tónlistina
í myndina Jón Oddur og Jón
Bjarni þannig að ég setti tækin
þar inn.
Síðan óx þetta stöðugt, varð
14 VIKAN