Vikan


Vikan - 25.02.1988, Qupperneq 4

Vikan - 25.02.1988, Qupperneq 4
til Lux Guðrún Margrét Þorbergs- dóttir, er sá áskrifandi Vik- unnar, sem hlýtur ferð og uppihald fyrir tvo til Lux- emborgar, en hún hefur fall- ist á að gerast erindreki blaðsins eina helgi í hinu fagra furstadæmi og skrifa ferðasöguna fyrir lesendur blaðsins. Eins og greint hefur verið fra í Vikunni, munu ferðalangarnir á vegum blaðsins búa við besta hugsanlega yfirlæti á hinu vin- sæla Hotel Pullmann í Luxem- borg, sem einnig mun skipu- leggja skoðunarferðir um landið fyrir Vikuna og útsendara hennar. Guórún er 27 ára tölvari hjá Orkustofhun og hefur verið á- skrifandi Vikunnar undanfarin fjögur ár. Góða ferð Guðrún. Viðtal Vikunnar við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra vakti talsverða athygli í löndum Evrópubandalagsins. Evrópubandalagið jákvætt gagnvart íslensku krónunni Viðtal Vikunnar við Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra vakti óvænt nokkra athygli erlendis. Nokkur blöð á Norður- löndunum og í Mið-Evrópu gerðu viðtalinu góð skil, einkum hugmyndum fjár- málaráðherra um að tengja íslensku krónuna við mynt- kerfi Evrópubandalagsins. Vikan fékk nokkrar sím- hringingar frá fjölmiðlum í Belgíu og Luxemburg, sem vildu inna nánar eftir ýms- um þáttum viðtalsins. í fréttaskeyti dönsku frétta- stofunnar Ritzau ffá Brussel í Belgíu í síðustu viku, segir fféttamaðurinn Mogens Bryde, að menn í höfðustöðvum EB, séu jákvæðir gagnvart þessum •hugmyndum fjármálaráðherr- ans um að tengja íslensku krón- una við myntkerfi bandalagsins. Heimildamenn fréttamanns- ins innan EB, segja þó að það sé ffumskilyrði að komið verði á ströngum aga innan íslensks efhahagslífs, áður en hugmyndir þessar geti orðið að veruleika, en sú krafa er líka í samræmi við yfirlýsingar Jóns Baldvins í Viku- viðtalinu, þar sem hann segir að koma þurfi á húsaga í efnahags- lífinu og hætta öllu „fjárfesting- arfylleríi“, eins og ráðherrann orðaði það. „Ef agi kemst á efnahagslífið á íslandi, er engin fyrirstaða fyrir því að íslenska krónan geti orð- ið hluta af EMS (European Mon- itary System) kerfinu," segja talsmenn EB við dönsku frétta- stofuna. Styrkur EMS kerfisins hefúr m.a. komið í ljós á undanförnum misserum, þegar EB-gjaldmiðl- arnir hafa staðið af sér allan óróa á gjaldeyrismörkuðum heimsins án erfiðleika. Steingrímur veldur bandamönnum óróa Yfirlýsingagleði Stein- gríms Hermannssonar utan- ríkisráðherra í fjölmiðlum og uppákomur í kringum ráðherrann hafa vakið tals- verða athygli meðal banda- lagsþjóða íslands, einkum á Norðurlöndum. Vikan hefur einnig eftir áreiðanlegum heimildum að ýmsar yfirlýs- ingar utanríkisráðherra undanfarið hafi valdið óróa hjá NATO. Einkum hug- myndir ráðherrans, sem hann reifaði í Helgarpóstin- um nýlega, um að radar- stöðvar bandalagsins á fs- landi gætu hugsanlega nýst sem efitirlitsstöðvar fýrir bæði NATO og Varsjárbanda- lagið. Heimildarmenn Vikunnar hjá NATO í Brussel segja að síma- línur innan höfúðstöðva banda- lagsins hafi orðið rauðglóandi, þegar menn fengu þýddan úr- drátt úr viðtaiinu við Steingrím Hermannsson í hendur. Spurn- ingin sem brann þar á vörum manna var hvort taka ætti utan- ríkisráðherra íslands alvarlega. Vikunni er kunnugt um að leit- að var álits ýmissa aðila á fs- landi, um hvort utanríkisráð- herra væri að gera að gamni sínu eða ekki með þessum fá- heyrðu yfirlýsingum. Samkvæmt heimildum Vik- unnar, var þeirri hugmynd jafn- vel hreyft innan Atlantshafs- bandalagsins að hraðboð Sov- étmanna til forsetans væri að- eins yfirvarp, þar sem Sovét- nienn vildu fýrst og fremst fá Steingrím Hermannsson í heim- sókn áður en leiðtogafundur NATO yrði haldinn í Brussel í byrjun mars. Samkvæmt þeim kenningum, myndu hugsanlegar viðræður Steingríms Hermanns- sonar og Gorbachev Sovétleið- toga fyrir NATO-fundinn tryggja Steingrími forsíðuumfjallanir ullra helstu blaða í álfúnni og þá gæti yfirlýsingagleði íslenska utanríkisráðherrans skapað meiri ringulreið en menn kæra sig um innan bandalagsins, sem myndi væntanlega kæta Sovét- menn nokkuð. Það vekur athygli í fjölmiðl- um á Norðurlöndum, sem hafa fjallað talsvert um Steingríms- mál undanfarið, að hið hrað- soðna heimboð til forseta ís- lands og utanríkisráðherra kom frá æðstaráði Sovétríkjanna, strax daginn eftir að æðstaráðið hafði sent utanríkismálanefúd- um þjóðþinga Norðurlandanna, Kanada og Bandaríkjanna boð um umræður um svonefndar Murmansktillögur félaga Gor- bachevs, um afvopnun á norðurslóðum og láta frétta- skýrendur að því liggja að sam- hengi sé á milli þessara tveggja boða æðstaráðsins. Steingrímur Hermannsson hefur einmitt lýst yfir jákvæðri afstöðu sinni til ýmissa hugmynda Sovétleiðtog- ans, en Carrington lávarður, ffamkvæmdastjóri NATO telur þær vita gagnslausar. 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.