Vikan


Vikan - 25.02.1988, Side 22

Vikan - 25.02.1988, Side 22
Nýi salurinn. Hann tekur 70 manns í sæti og er innréttaður í stíl við gamla salinn. Mikið verk var að halda þessum stíl en að sögn Jónasar hefur hann verið sérstaklega heppinn með iðnaðarmenn og heiðurinn af útskurðinum í tréverkinu á Erlendur Magnús- son. Hér sést yflr hluta af gamla salnum og inn í nýja salinn. ár og hefur því dreift kröftum sínum á tvær vígstöðvar. Nú hef- ur hann þó selt Veislumiðstöð- ina en það þýðir ekki aldeilis að hann ætli að hætta að útbúa veislur í heimahús, öðru nær, því verið er að innrétta nýtt veislueldhús í Skíðaskálanum og þaðan ætlar Jónas að bjóða upp á veislur ;if öllum stærðum og gerðum. Vikan fór á stúfana á dögun- um til að sjá framkvæmdirnar með eigin augum og spjalla við þennan unga athafnamann. Tek- ið var á móti blaðamanni og ljósmyndara með miklum myndarskap og þeim strax boð- ið upp á kafíi og glæsilegt með- læti. Eftir að búið var að skola niður einum bolla og koma sér vel fyrir var Jónas spurður spjörunum úr. - Hvers vegna seldir þú Veislumiðstöðina? „Ég vildi færa allan rekstur minn hingað uppeftir, sameina hann til að geta nýtt betur tækjakost og starfsfólk. Ég er búinn að vera með Veislumið- stöðina í átta ár og vissulega er eftirsjá í fyrirtækinu, en ég ótt- ast ekki að við fáum ekki nóg að gera hérna. Ég hef trú á því að það góða orð sem við höfum skapað okkur í Veislumiðstöð- inni fylgi okkur hingað og að margir eigi eftir að láta okkur sjá um veislurnar fyrir sig.“ — Verðið þið betur búin en áður til að sjá um veislur? „Ég held að það sé óhætt að fúllyrða það. Nýja eldhúsið verður mjög stórt og búið fúll- komnustu tækjum þannig að við getum tekið að okkur allar stærðir af veislum, bæði hér í skálanum og eins í heimahús- um. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að besta auglýsing okkar séu ánægðir viðskiptavin- ir og svo verður áfram. Við spör- um ekki hráefnið ofan í fólk og leggjum allt upp úr vönduðum 22 VIKAN Ekki vantar náttúrufegurðina í nágrenni Skiðaskálans. og góðum mat á verði sem fólk ræður við. Við stefnum að því að opna nýja eldhúsið fyrri partinn í mars og þá er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja undirbún- inginn við fermingarveislurnar. Vissulega er samkeppnin á þessu sviði hörð og við verðum í baráttu við fyrirtæki á höfúð- borgarsvæðinu, en ég held að staðsetningin ætti ekkert að hefta okkur í því að vera sam- keppnishæf. Við erum með skrifstofu að Ármúla 7 þaðan sem veislur eru skipulagðar en maturinn kemur svo héðan og eins og tæknin er orðin í flutn- ingi á tilbúnum mat verða engin vandræði að dreifa honum héðan.“ Þurfa bara að opna dyrnar — Sjáið þið um eitthvað fleira en matinn sjálfan? „Ef þess er óskað getum við séð um allt sem veislunni við- kemur. Fólk þarf bara að panta það sem það vill og svo ekki að gera meira. Við sjáum um af- ganginn. Við getum lagt til þjón- ustufólk, leirtau, skreytingar, tónlist, allt sem þarf. Ef til dæm- is um brúðkaup er að ræða tök- um við að okkur að skreyta kirkjuna að innan, útvega og skreyta bíl brúðhjónanna, salinn og útvegum meira að segja fólk til að aðstoða við að taka á móti gestum. Það má segja að fólk sem pantar veislu hjá okkur þurfí ekki að gera annað en að opna dyrnar og bjóða svo gest- unum að gera svo vel.“ — Svo við snúum okkur að Skíðaskálanm sjálfum, hvernig gengur reksturinn? „Ég get ekki kvartað undan honum sem slíkum. Viðskiptin eru alltaf að aukast og það hefúr reyndar verið 100% aukning á milli ára frá því að ég hóf rekst-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.