Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 34

Vikan - 04.05.1989, Page 34
V/EITIMGAHU5 Matscdill Kalkúnakæfa með mangó og títuberjasósu Saffranbætt lcrældingasúpa með tígulegu grænmeti Hcitt spínatsalat með reyktum silungi Heilsteikt lambafillet með furuhnetum, furusveppum og portvínssósu Súkkulaðimintu - og möndluís á Grand Marnier-sósu Úlfar hefur mestan áhuga á paté gerð Úlfar lærði á Hótel Esju og útskrifaðist árið 1987. Síðan var hann eitt ár á Holiday Inn og byrjaði þar um leið og hótelið var opnað. Hann hefur auðvitað farið til út- landa, eins og starfsbræður hans. Leið hans lá til Danmerkur þar sem hann vann á Bregnekrog í Danmörku í 3 '/2 mánuð. Einnig gerði hann stuttan stans, eða 1 '/2 mánuð, í eldhúsinu á Norrænu, en síðasta sumar eldaði hann fyrir landann og aðra sem leið sína lögðu á Hótel Geysi, en núna er hann semsagt á Vetrarbrautinni - alla vega ffam á haustið. Úlfari hefur nefnilega verið boðið að koma og vinna á General’s Grants veitingahúsinu í Vancouver, en það veitingahús er í húsinu sem sá frægi hers- höfðingi Grant átti heima í áður en hann fluttist í Hvíta húsið. Veitingstaðurinn í eigu íslendin gsins Auðuns Einarssonar, en starfið fékk Úlfar í gegnum starfsbróður sinn Jóhann Jacobsson sem lengi starfaði í Santa Barbara í Kaliforníu, en eins og les- endum er kunnugt þá er Jóhann einnig fé- lagi í Framanda klúbbnum. Matarkortin sem eru í blaðinu að þess" sinni sá Úlfar einnig um, þannig að segja má að þessi Vik-d matreirírí af IJlfarí. Marsalasósu, best er svo að reyna að skilja eftir dálítið pláss fyrir eftirrétt því þeir eru þess virði. Kokkurinn kemur vanalega fram í sal til að athuga hvernig fólki hafi líkað matur hans og gefst þá tækifæri til að þakka fyrir sig, eða láta vita ef eitthvað hafi mátt betur fara - sem við teljum þó að lítil hætta sé á. Borðstofan tekur ekki nema 36- 40 manns í sæti, enda þess gætt að allir hafi olnbogarými bæði þar og í stóra salnum. Einnig er sjaldnast tvíbókað á borðin í matsalnum því ætlast er til að gestir geta verið við borðin sín eins lengi og þeir óska; tekið sér langan tíma til að njóta matarins og notið sín í rólegheitum á eftir. Auðvelt að fá sér snúning Lúdó og Stefán eru í salnum við hliðina og þegar líða tekur á kvöldið og flestir búnir að borða, þá er rennihurð sem er á milli borðstofu og stóra salar opnuð, þann- ig að matargestir geta nú bæði séð hljóm- listarmennina og heyrt, auk þess sem nú er stutt yfir á dansgólfið. Matargestir halda auðvitað borðum sínum þó þeir bregði sér í snúning, en einnig er hægt að færa sig fram í notalega setustofuna. Veitingastjóri í Vetrarbrautinni er Páll Sigurðsson og með honum starfar Vignir Guðmundsson þjónn, auk a nnars aðstoðarfólks. í eldhús- inu ræður ríkjum Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður og með honum starfar Rúnar Kristinsson matsveinn. Ein af ástæð- unum fyrir því að okkur er sérlega ljúft að segja frá þessum veitingastað er sú að þar starfar einn af kokkun um í Framandi klúbbnum, sem sér um matarkortin í Vik- una. Hann heitir Úlfar Finnbjörnsson og er nýliði í klúbbnum. Ólafur Finnbjömsson matreiðslumaður sér um matseldina fyrir gesti Vetrarbrautar- innar ásamt Rúnari Kristinssyni matsveini. 34 VIKAN 9.TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.