Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 40

Vikan - 04.05.1989, Page 40
Hvað er langt síðan þú hefur gefið þér tíma til að gefa sjálffi þér góða handsnyrtingu? Líklega allt of langt síðan. Sagt er að aldurinn sjáist fyrst á höndunum og það vilja áreiðanlega faestar konur að gerist, enda eru mjúkar og vel snyrtar hendur prýði hverrar konu. Brynhildur Þorsteinsdóttir snyrtiffæðingur gefur lesend- um Vikunnar góð ráð varðandi handsnyrtingu í þessu blaði og því næsta. Brynhildur sér um kynningu á REVLON snyrti- vörum fyrir fyrir íslensk- ameríska verslunarfélaginu og leiðbeinir um notkun þeirra og í handsnyrtiþættinum hér notar hún REVLON hand- snyrtivörur. Handsnyrting einu sinni í viku Gefa þarf sér góðan tíma og koma sér vel fyrir þar sem hægt er að vera í ffiði. Allt sem nota á er tekið til og haft við höndina. Handsnyrtivatn er sett í skál, en það er volgt vatn sem í er örlítið af mildu sjamp- ói og gott er að setja einnig ör- lítið af næringu þar með. Einn- ig þarf eftirfarandi að vera til staðar. Naglalakkseyðir, nagla- þjöi, naglabandakrem, hand- áburður, nagiabandaeyðir, nagiabandapinni, undirlakk, naglalakk, yfíriakk, handkiæði eða bréíþurrkur og þá er hægt að hefja handsnyrtinguna. Gamalt naglalakk fjarlægt Byrja þarf á því að fjarlægja allt gamalt lakk og það er gert með naglalakkseyði. Naglalakkseyð- irinn ffá Revlon er án acetons, sem er afar mikilvægt því acet- on þurrkar neglurnar og við það klofna þær. Neglurnar þjalaðar Þá eru neglumar þjalaðar ffam í ávalan boga, annað hvort með pappaþjöl eða demants- þjöl. Brynhildur segir að sér finnist betra að nota demants- þjöl á fíngerðar og þunnar neglur, en pappaþjöl á þær grófari. Krem á naglaböndin Naglabandakrem er borið á naglaböndin og því nuddað aðeins inn í böndin. Nagla- bandakremið nærir böndin og kemur í veg fyrir að þau harðni. Best er að nota það á hverjum degi og það er hægt að nota jafnt á lakkaðar sem ó- lakkaðar neglur. Handáburður er að lokum borinn á hendum- ar. Fingurgómarnir lagðir í bleyti Næst er fingurgómunum difið Áður en handsnyrting hefst er allt tekið til sem nota á. í handsnyrtivatnið, þar sem þeir eru í bleyti í 3-5 mínútur. Hendurnar síðan þerraðar. Naglaböndin snyrt Á naglaböndin er borinn naglabandaeyðir. Böndunum ýtt upp með naglabandapinna. Allt dautt skinn fjarlægt og má segja að vinnan við naglabönd- in sé í raun sú mesta varðandi handsnyrtinguna. Að lokum er eyðirinn skolaður af í vatninu. Nöglinni „lokað“ Þar sem nöglin er í þrem lög- um og á milli laga er bæði fita og raki, þá er mjög nauðsyn- legt að „Ioka“ nöglinni. Það er gert með því að fyrst er farið með þjöl undir nöglina og slíp- að aðeins uppá við, einu sinni til tvisvar sinnum, og síðan far- ið aðeins yfir ofan ffá. Lökkun a) Undirlakk Fyrst er sett ein umferð af undir- lakki (base coat) á hverja nögl, en undirlakk er mjög nauðsyn- legt því það ver nöglina fyrir litnum í lakkinu auk þess sem það veitir henni næringu. Brynhildur segir að best sé að byrja alltaf á nöglinni á litla fíngri vinstri handar og enda á litla fingri hægri handar, því þá er fýrsta nögl vanalega orðin þurr þegar byrjað er á næstu umferð. b) Naglaherðir Eins og nafhið gefur til kynna þá styrkir naglaherðir neglum- ar og er því betra að nota hann á linar og ónýtar neglur í stað undirlakks. Einnig er hægt að nota herðinn einan sér, t.d. ef hvíla neglurnar á naglalakki, því óvarðar em neglumar yfir- leitt of viðkvæmar og vilja þá brotna. Herðirinn er til glær eða hvítur og em settar 2-3 umferðir á hverja nögl. b) Litur og yfirlakk Tvær umferðir em lakkaðar með litnum og að lokum er sett 1 umferð af yfirlakki, en það herðir naglalakkið og gef- ur því gljáa. Brynhildur segir að við vanalegar aðstæður haldist lökkun með Revlon Iakki í viku, enda sé þá kominn tími til að huga að næstu viku- legu handsnyrtingu. En til að vernda hendurnar sjálfar þarf að vera iðinn við að bera á þær góðan handáburð og vernda þær fyrir kulda með því að nota hanska og gúmmí- hanska þegar unnið er með kemísk efhi. 38 VIKAN 9. TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.