Vikan


Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 40

Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 40
Hvað er langt síðan þú hefur gefið þér tíma til að gefa sjálffi þér góða handsnyrtingu? Líklega allt of langt síðan. Sagt er að aldurinn sjáist fyrst á höndunum og það vilja áreiðanlega faestar konur að gerist, enda eru mjúkar og vel snyrtar hendur prýði hverrar konu. Brynhildur Þorsteinsdóttir snyrtiffæðingur gefur lesend- um Vikunnar góð ráð varðandi handsnyrtingu í þessu blaði og því næsta. Brynhildur sér um kynningu á REVLON snyrti- vörum fyrir fyrir íslensk- ameríska verslunarfélaginu og leiðbeinir um notkun þeirra og í handsnyrtiþættinum hér notar hún REVLON hand- snyrtivörur. Handsnyrting einu sinni í viku Gefa þarf sér góðan tíma og koma sér vel fyrir þar sem hægt er að vera í ffiði. Allt sem nota á er tekið til og haft við höndina. Handsnyrtivatn er sett í skál, en það er volgt vatn sem í er örlítið af mildu sjamp- ói og gott er að setja einnig ör- lítið af næringu þar með. Einn- ig þarf eftirfarandi að vera til staðar. Naglalakkseyðir, nagla- þjöi, naglabandakrem, hand- áburður, nagiabandaeyðir, nagiabandapinni, undirlakk, naglalakk, yfíriakk, handkiæði eða bréíþurrkur og þá er hægt að hefja handsnyrtinguna. Gamalt naglalakk fjarlægt Byrja þarf á því að fjarlægja allt gamalt lakk og það er gert með naglalakkseyði. Naglalakkseyð- irinn ffá Revlon er án acetons, sem er afar mikilvægt því acet- on þurrkar neglurnar og við það klofna þær. Neglurnar þjalaðar Þá eru neglumar þjalaðar ffam í ávalan boga, annað hvort með pappaþjöl eða demants- þjöl. Brynhildur segir að sér finnist betra að nota demants- þjöl á fíngerðar og þunnar neglur, en pappaþjöl á þær grófari. Krem á naglaböndin Naglabandakrem er borið á naglaböndin og því nuddað aðeins inn í böndin. Nagla- bandakremið nærir böndin og kemur í veg fyrir að þau harðni. Best er að nota það á hverjum degi og það er hægt að nota jafnt á lakkaðar sem ó- lakkaðar neglur. Handáburður er að lokum borinn á hendum- ar. Fingurgómarnir lagðir í bleyti Næst er fingurgómunum difið Áður en handsnyrting hefst er allt tekið til sem nota á. í handsnyrtivatnið, þar sem þeir eru í bleyti í 3-5 mínútur. Hendurnar síðan þerraðar. Naglaböndin snyrt Á naglaböndin er borinn naglabandaeyðir. Böndunum ýtt upp með naglabandapinna. Allt dautt skinn fjarlægt og má segja að vinnan við naglabönd- in sé í raun sú mesta varðandi handsnyrtinguna. Að lokum er eyðirinn skolaður af í vatninu. Nöglinni „lokað“ Þar sem nöglin er í þrem lög- um og á milli laga er bæði fita og raki, þá er mjög nauðsyn- legt að „Ioka“ nöglinni. Það er gert með því að fyrst er farið með þjöl undir nöglina og slíp- að aðeins uppá við, einu sinni til tvisvar sinnum, og síðan far- ið aðeins yfir ofan ffá. Lökkun a) Undirlakk Fyrst er sett ein umferð af undir- lakki (base coat) á hverja nögl, en undirlakk er mjög nauðsyn- legt því það ver nöglina fyrir litnum í lakkinu auk þess sem það veitir henni næringu. Brynhildur segir að best sé að byrja alltaf á nöglinni á litla fíngri vinstri handar og enda á litla fingri hægri handar, því þá er fýrsta nögl vanalega orðin þurr þegar byrjað er á næstu umferð. b) Naglaherðir Eins og nafhið gefur til kynna þá styrkir naglaherðir neglum- ar og er því betra að nota hann á linar og ónýtar neglur í stað undirlakks. Einnig er hægt að nota herðinn einan sér, t.d. ef hvíla neglurnar á naglalakki, því óvarðar em neglumar yfir- leitt of viðkvæmar og vilja þá brotna. Herðirinn er til glær eða hvítur og em settar 2-3 umferðir á hverja nögl. b) Litur og yfirlakk Tvær umferðir em lakkaðar með litnum og að lokum er sett 1 umferð af yfirlakki, en það herðir naglalakkið og gef- ur því gljáa. Brynhildur segir að við vanalegar aðstæður haldist lökkun með Revlon Iakki í viku, enda sé þá kominn tími til að huga að næstu viku- legu handsnyrtingu. En til að vernda hendurnar sjálfar þarf að vera iðinn við að bera á þær góðan handáburð og vernda þær fyrir kulda með því að nota hanska og gúmmí- hanska þegar unnið er með kemísk efhi. 38 VIKAN 9. TBL 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.