Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 50
POPP Frh. af bls. 46 Helstu áhrifavaldar í lífi Tiff- any eru móðir hennar og Ge- orge. Þau hafa stutt við bakið á henni þessi ár sem hún hefur átt vinsældum að fagna. Tiffany fullyrðir þó sjálf að hún sé ekki einhver dúkka sem lætur stjórnast af markaðsöflum sem segja að plöturnar seljist betur ef hún sé svona en ekki hins- egin. Hún setur mörkin og ræður sjáff. En hver er þessi stelpa? Hún var fyrst spurð að því hvort henni fyndist hún hafa misst af einhverju á unglings- árunum eftir að hafa orðið svona fræg. „Nei, það finnst mér ekki. Ég hef passað mig á því að halda sambandi við vini mína allan þennan tíma. Ég reyni að fá vinkonur mínar með mér í tónleikaferðalög og svo er ég alltaf í símanum að tala við þær ef ég er langt í burtu. Það er enginn sem neyddi mig til þess að verða söngkona, það að syngja er í raun nokkuð sem mig hefúr dreymt um í mjög langan tíma. Ég hef séð draum minn rætast. Það er allt í lagi að vera stundum að heiman og ég hef líka svo gam- an af því að hitta nýtt fólk. Auðvitað er alltaf erfitt að vera í burtu ffá sínum nánustu, en maður getur ekki bæði geymt kökuna og borðað hana Iíka.“ Finnst þér að fjölmiðlar tali vel um þig? „Nei, alls ekki. Mér er lýst þannig að það er eins og ég hafi ekkert um neitt að segja. Þetta er ekki rétt. Ég hef mik- inn áhuga á því sem ég er að gera og reyni að læra og fylgj- ast með allan daginn alla daga. Mér finnst að ég þurfi að vita dálítið út á hvað þessi tónlist- ariðnaður gengur. Ég er ekki lokuð persóna og er því opin fyrir öllu, nema ef vera skyldi sjálfsmorði og giftingu." Tekur þú gagnrýni illa? „Það geri ég ekki. Ég les hana og reyni að læra af henni. Það er mín skoðun að maður verði að vera opinn fyrir allri gagnrýni. Margir af þeim sem taka viðtal við mig halda að þeir fái bara já og nei svör, en eins og þú veist þá hefur ann- að komið á daginn. Ég segi það sem ég vil, en ekki það sem fólk vill að ég segi.“ Hvaðan heldur þú að fólk fái þessar röngu upplýsing- ar um þig? „Ég held að þetta hafi allt byrjað þegar ég gekk í gegnum mjög erfitt mál sem endaði fyr- ir rétti. Fólki fannst eins og það væri verið að leika með mig, sem er að sjálfsögðu ekki rétt. Ég get nefnt sem dæmi að margir ljósmyndarar, sem taka af mér myndir fyrir blöð og tímarit, vilja að ég klæðist grænum kjól. Persónulega finnst mér grænn litur fara mér illa. Allt í einu er ég komin í hávaðarifrildi við Ijósmyndar- ann um hvort ég eigi að vera í græna kjólnum eða ekki. Á þessu stigi málsins tekur George við málunum og skýrir mitt viðhorf." Hvemig finnst þér að vera númer eltt? „Stundum getur það verið hræðilegt en þó er það skemmtilegt á vissan hátt. Dag- Iega fæ ég mikið af bréfum frá unglingum sem segja mér frá vandamálum sínum. Flestir vilja þó bara tala en ekki fá neinar ráðleggingar um hvað sé rétt eða rangt. Yfirleitt þeg- ar ég fæ svona bréf hringi ég í viðkomandi og oft á tíðum töl- um við saman í marga klukku- tíma.“ Ég fékk einu sinni bréf frá stelpu sem heitir Glenda. Hún er með ólæknandi krabbamein. Hún átti þá ósk að fá að sjá mig á tónleikum. Ákveðið var að hún fengi það og var flogið með hana í þyrlu á tónleikana. Komið var með hana baksviðs til mín og aldrei á ævi minni hef ég átt eins erfitt með að tala við nokkra manneskju. Við sátum lengi og störðum hvor á aðra með tárin í augunum. Loks sagði ég við hana að mér væri það mikill heiður að hún skyldi hafa valið mig úr öllum þeim fjölda tónlistarmanna sem til eru. Ég hugsaði um hana lengi á eftir og geri enn í dag. Hún er mér mikil hvatn- ing og ég vona að mér hafi tek- ist að láta henni líða betur." Ert þú að keppa við Debbie Gibson? „Við Debbie erum góðar vinkonur. Það er ekki hægt að vera keppinautur vinar síns, a.m.k. getum við það ekki. Debbie er í raun eina mann- eskjan á mínum aldri sem ég get talað við um vinnuna. Að standa á sviði fyrir framan mörg þúsund manns er ekki það auðveldasta í heimi. Ég get ekki talað um þetta við neinn nema hana því hún skilur mig og ég hana. Við erum mjög lík- ar og höfúm því mikið að tala um. Við erum, eins og stund- um er sagt, perluvinkonur. Um daginn vorum við sam- an á tónleikum með Michael Jackson. Við stóðum hlið við hlið og töluðum saman á milli þess sem við fýlgdumst með Michael. Allt í einu tókum við eftir því að allir voru að horfa á okkur og í augum fólks var stórt spurningarmerki. Fólki fannst að við ættum að vera að rífast." Þið Debbie voruð til- nefndar til Grammy-verð- launa í fyrra sem bestu nýju tónlistarmennimir en hvorug ykkar fékk þau. Hvers vegna? „Ég held að margir hafi bara „Ein besta vinkona Tififany, Debbie Gibson, semur og útsetur allt sitt efini sjálf.“ hugsað um okkur sem ungl- ingastjörnur sem myndu hverfa eftir nokkur ár og ætt- um því ekki rétt á Grammy- verðlaunum. Ég vonaði að ég fengi verðlaunin, sem reyndar allir gera sem fá tilnefningu. Það breytti þó afar litlu fýrir mig því það hefði ekki haft neitt að segja hvað söngferil minn varðar. Hvenær veistu hvort að- dáendur þínir og fólk al- mennt er búið að fa nóg af þér, vill jafnvel að þú breyt- ir um stíl? „Þetta er hlutur sem áhang- endurnir einir geta látið í ljós. Þú veist samt aldrei hvenær fólk er búið að fá leið á þér. Þú getur ekki hugsað um að fölk úti í bæ sé að tala um að hún Tiffany sé nú orðin svona og svona. Þú veist aldrei hvenær þú hefúr ofgert sjálfri þér fýrr en eins og ég sagði áðan þegar áhangendur láta þig vita og það getur þá oft verið um sein- an. Ég veit ekki hvernig væri hægt að fýlgjast með þessu öðruvísi." Hvað finnst þér að þú þurfir að gera til þess að vera alltaf í fremstu röð? „Takmark mitt er að fólk geti sagt: „Ég keypti fyrstu plötuna hennar og ég hef keypt þær allar síðan. Mér finnst ég hafi þroskast mikið við að hafa hlustað á Tiffany. Hún er hluti af mér.“ Margir tala um að mörg laga minna séu bara fýrir unglinga en ég er ekki sammála, enda hefur það líka sýnt sig að það eru margir fúllorðnir sem kaupa plöturnar mínar. Sumir hafa líka sagt að lögin mín flokkist undir fullorðins-popp, en því er eins farið og með það sem ég var að tala um hér áðan, það eru ekki bara fullorðnir sem kaupa plöturnar mínar. Ég syng um ástina og það er hlut- ur sem öllum kemur við. Ég syng ekki um hörmungar heimsins en ég hef ekkert á móti fólki sem gerir það. Ég er 17 ára og stelpur á mínum aldri hugsa mikið um stráka og ég er ekkert undanskilin því. Þess vegna syng ég um ástina. Varðandi spurningu þína um það hvort ég verði enn að eftir nokkur ár, þá er það bara undir sjálfri mér komið. Að vera í toppformi krefst mikillar þjálfunar og það er einmitt það sem ég er að gera þessa 48 VIKAN 10. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.