Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 66

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 66
Dúskahár Ertu til í hvað sem er? Hér er þá ný hugmynd að hár- greiðslu fyrir þig. Hárið er fléttað í fjölmargar, agnar- smáar fléttur og á endana er fest dúskum. Árangur- inn verður þá vaentanlega eitthvað í líkingu við hárið á stúlkunni á myndinni. Michael Jacksons ilmvatn með heilmynd TEXTI OG MYNDIR: ACTION PRESS ÞÝÐING: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Stuttu eftir að mynd Michael Jacksons Moon- walker hafði slegið í gegn, var kynnt á markaðinn ilm- vatnið „Michael Jackson Eau de Toilette“. Kynning- in átti sér stað á lúxushótel- inu Beau Rivage sem er í Genf í Sviss. Margt af þekktasta fólki Þýskalands var mætt á stað- inn og meðal gesta var „Heimsdrottningin" sem er einnig ungfrú Þýskaland og heitir hún Susann Stoss. Það sem er alveg nýtt við þetta ilmvatn er að á flösk- unni er mjög sérstök mynd af hetjunni; heilmynd. Þannig myndir eru þrívídd- armyndir sem gerðar eru með aðstoð geisla. Andlit Michaels á flöskunni virkar þá næstum raunverulegt, aðdáendum hans eflaust til mikillar ánægju. Vikunni er ekki kunnugt um það hvort ilmvatnið er komið á markaðinn, en þess verður þá varla langt að bíða. EXF 5NYRTIMC5 GF.L DE GOMm , EXFOLIATl^m OKrislian Dj0r > TOUTF.S peaux ALL SKINTYPES TOUTES PEAL’X all skin types Hluti af umhirðu húðarinnar þarf að vera hreinsun þar sem dauðar húðfrumur eru fjarlægðar um leið og óhreinindin. Exfoliant Rose hlaupið gerir það, auk þess sem það mýkir húðina. Húðin skrúbbuð tandurhrein og mýkt um leið TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR Til að umhirða húðarinnar væri eins og best yrði á kosið, þá þyrfti að nota reglu- lega það sem konur kalla sín á milli „skrúbbkrem". í Þannig kremi eru vanalega örlitlar, sandkenndar örður sem gera það að verkum að um leið og húðin er hreinsuð með krem- inu, þá hreisnast um leið í burtu allar dauðar húðfrumur. Exfoliant Rose heitir ný vörutegund ffá Dior. Hér er um hlaup að ræða sem ætlað er öllum húðgerðum. Hlaupið virkar einmitt eins og umrætt „skrúbbkrem", en hefúr einnig aðra virkni. Auk þess sem hlaupið losar húðina við dauðu frumurnar og óhreinindi, þá fær það húð- ina til að virka sléttari, mýkir hana og undirbýr þannig að hún verður móttækilegri fyrir virkni annarra Dior snyrtivara — og síðast en ekki síst þá er gott að nota hlaupið áður en farið er í sólarfríið því það undirbýr húðina þannig að hún tekur betur lit. Hverjum hæfir Exfoliant Rose best? í raun öllum kon- um því að húð sem er mjúk og ffískleg finnst öllum ákjósan- leg. Hvenær á að nota það? Fyrst og fremst reglulega; einu sinni til tvisvar í viku er hlaup- ið sett á vott andlitið, sem áður er búið að fjarlægja allan farða af. Andlitið er nuddað létt og síðan er hlaupið þvegið af með volgu vatni. Um leið og kornin í ljós- bleiku hlaupinu gera húðina tandurhreina, þá mýkist hún af hreinni olíu sem í hlaupinu er. í einu vetfangi virkar húðin því endurnýjuð, mjúk og áferðarfallegri en áður. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.