Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 12

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 12
I LOFTINU Frh. af bls. 10 ekki ætlast til þess að málin séu rædd nið- ur í kjölinn heldur á fólk að kvarta og kvabbi. Ef maður er tilbúinn að hringja og kvarta þá verður maður að geta staðið fyrir máli sínu. Það er hvass tónn í þessum þætti, það er baráttuandi í þeim sem hringja og við reynum að ná frani broddinum. Ég hef verið að reyna að ná fram breiðara tilfinn- ingasviði en almennt gerist í útvarpi. Þang- að hringir bæði reitt og glatt fólk og oft fólk sem er mjög ósanngjarnt. Ég læt fólk heyra ef mér finnst það hafa rangt fyrir sér. Ég get pirrast út í fólk en það er miklu sjaldnar en margir halda. Maður ýkir sín eigin viðbrögð til að fá sterkara andsvar á móti. Oft erum við tvö saman þannig að ég hef þann möguleika að þegja ef ég verð virkilega pirraður. Þetta er ákveðin vinnuaðferð sem ég nota og með henni fæ ég fólk til að gefa meira af sér en ella. í dægurmálaútvarpinu stilli ég upp ákveðnum hópi af fólki sem passar í ólík hlutverk og ég tók að mér að vera „vondi“ maðurinn því þá tegund vantaði! Auðvitað getur verið vegið að fólki persónulega. Það geta hringt inn aumar sálir sem brotna. Ég held að 70—80% sím- talanna séu í lagi en það eru öfgarnar sem fólk tekur eftir. Ég tel mig vera að veita þjónustu með því að fá fólk til að segja af- hverju það er óánægt en það er misjafnt hvað þarf til þess. Stundum þarf fólk spark í sköflunginn en stundum þarf að leiða það áfram. Ég geri hvort tveggja. Við erum ekki alltaf tilbúnir að taka öllu sem sagt er og það er ákveðin tækni að vera á móti síðasta ræðumanni. Það ger- um við til að skerpa tilfinningar. Ég tók þá afstöðu að reyna ekki að gera öllum til hæfis alltaf og við þorum að vera leiðinleg þótt fólki líki ekki við allt sem við gerum þá vill það ekki missa af því. Og á meðan fólk heldur áfram að hlusta þá höldum við áfram með meinhornið því það hefúr margt gott komið fram í því.“ Hugmyndin að þjóðarsálinni hafði legið lengi í lofitinu áður en af henni varð. Það var búið að kvarta svo mikið um ofnotkun á síma í útvarpi þannig að hugmyndin var fryst. En þegar hlustendur Rásar 2 fóru að hringja í hinar stöðvarnar til að ræða um það sem kemur ffarn í dagskrá okkar var mér nóg boðið. Nú er þjóðarsálin á dagskrá 30—40 mínútur á dag og varð hlustunin mikil strax. Aðeins hluti af þeim sem hringja inn nær í gegn, svo mikið er álagið. Sannfærður um að við erum oft skemmtileg „Mér finnst dægurmálaútvarp gagnstætt tónlistarútvarpi eiga fullan rétt á sér. Við þróuðum dagskrána út lfá hinum stöðvun- um og margir spáðu illa fyrir okkur. En sem betur fer hafa þeir spádómar ekki ræst því þetta virðist hafa virkað. Og ástæðan er að mínu mati sú að við þorum að vera leiðinleg, stundum, þegar þess þarf. Það er búinn að vera botnlaus niður- skurður og um tíma var talað um að leggja Rás 2 niður. Við höfúm ekkert verið að eyða kröftunum í væl þó ekki séu til pen- ingar heldur reynt að gera okkar besta. Við fengum frjálsar hendur og frið til að skapa Rás 2 sérstöðu og fengum að skapa henni ímynd. Við höfðum engu að tapa því við byrjuðum á núlli og því gat leiðin ekki legið nema upp. Nú hefur svo komið í ljós að stöðugt bætist við hlustendahópinn svo ég er mjög ánægður cg jafhffamt sann- færður um það að við erum off skemmti- leg.“ Sameining Bylgjunnar og Stjörnunnar kom ekki á óvart „Ég tel að hinar miklu vinsældir tón- listarstöðvanna hafi verið tískufyrirbrigði. þær keyptu m.a. fólk til að hlusta með ýmiss konar gjöfúm og svo brotnaði þetta niður með braki og brestum. Margir hafa gagnrýnt okkur fyrir það sem kemur fram í meinhorninu en off voru miklu verri hlutir að koma ffam, bæði í Stjörnufféttum og svo í Pottinum á Bylgjunni. Þar var fólk ekki til staðar til að svara fyrir sig. Ég held að það sé grundvöllur fyrir einni stórri einkastöð þannig að sameining Bylgjunnar og Stjömunnar kom mér ekki á óvart. En ég hef ákveðna samúð með því dagskrárgerðarfólki sem þar vinnur og vann að því að koma sinni stöð á toppinn. Annars tel ég að Rás tvö annars vegar og Bylgjan og Stjarnan hins vegar séu svo ólíkar að varla sé hægt að tala um sam- keppni." Auglýsendur hafa mikil áhrif á dagskrá hinna stöðvanna „Ég er mjög bjartsýnn á að Rásin standi af sér tískusveiflur. Ég tel að við höfum myndað kjarna sem sífellt bætist við. Þetta hefur verið mikil vinna en árangurinn er að skila sér. Ég hef mikla trú á Ríkisútvarp- inu, ég er alinn upp hér eins og margir mætir menn og tel mig hafa miklu meira dagskrárffelsi hér en ég myndi hafa á hin- um stöðvunum. Þar finnst mér auglýsend- ur hafa mikil áhrif á dagskrárefni. Hér er staðið harkalega í vegi fyrir því. Það kemur ekki til greina að taka einhver auglýsinga- viðtöl og gefa einhverjar gjafir út á auglýs- ingar. Við vinnum ekkert með auglýsinga- deildinni. Við gerum okkar verk og hún verður að gera sitt óháð okkur. Hún verð- ur að selja okkur eins og við erum. Ég held að við fáum að halda Rás 2. Við erum búin að sanna okkur á markaðnum. Það er mjög erfitt fýrir Ríkisútvarpið að hafa aðeins eina rás. Rás 1 er á sínum stað, það þorir enginn að ýta við henni. Mér finnst stefna í rétta átt hvað varðar verkaskiptingu milli Rásar 1 og 2. Hún er skýr og góð og ég er ánægður með það sem Rás 2 er að gera og einnig svæðis- stöðvarnar." „Er veraldlegur húmanisti“ Mörgum finnst Stefán Jón oft vera mjög frekur í útvarpi og off jaðra við að vera dónalegur. Þeim hinum sömu finnst það kannski skjóta skökku við að hann hafi stundað hjálparstarf á vegum Rauða kross- ins í Afríku. „Ég kynntist störfum Rauða krossins 12 VIKAN 10. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.