Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 30

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 30
Lífvörður okrarans Yfirmanni sakamáladeildarinnar í Scotland Yard, Kurt Colmann, brá ekki hið minnsta, þegar til- kynningin barst. Það var þjónn hins myrta, Max Levan, sem hringdi. Auð- heyrt var að hann hafði orðið fyrir miklu áfalli. — Ég var aðeins fjarverandi í klukkutíma, og þegar ég kom aftur fann ég hr. Clenck liggjandi myrtan á gólfinu og hundurinn var ennþá hjá honum. Þér komið strax er það ekki, hr. lögregluforingi? — Auðvitað kem ég strax. Hreyfið ekki neitt og bíðið rólegur þangað til við komum, hr. Levan. Kurt Colmann lagði talnemann á og byrjaði strax að undirbúa menn sína. Hon- um datt aftur í hug, að það kæmi engum á óvart, þótt Símon Clenck okrari væri myrtur. Fólk eins og Clenck átti alltaf sand af óvinum, en þrátt fyrir það var morð allt- af glæpur, sem þurfti að kryfja til mergjar. Strax og Colmann var kominn á staðinn, byrjaði hann á því að rann- saka hús Clencks, sem var útbúið eins og gamalt enskt óðalssetur. Colmann hafði einu sinni áður verið þarna vegna máls, sem hann hafði annast, og þess vegna var hann ekki ókunnur stað- háttum. Samt gat hann ekki annað en dáðst að öllu því, sem þessum gamla maurapúka hafði heppnast að komast yfir. Húsið var ekki aðeins stórt, það var næstum því eins og höll með löngum göngum og óteljandi herbergjum. Og alls staðar voru forngripir og sjaldgæfir hlutir í mjög háu verði. í forstofúnni fyrir innan ytri dyrnar voru allir veggir skreyttir vopnum, burtstöngum, sverðum, byssum og öðru eins. Frá forstofúnni lá langur gangur að skrifstofu Símonar Clencks, og við þennan gang stóð riddarabrynja eins og árvakur varðmaður. Þjónninn, Max Levan, fylgdi lögreglu- mönnunum eftir ganginum að dyrum skrifstofúnnar. Þar stansaði hann og leit á Kurt Colmann. — Hann liggur þarna inni. „King“ er hjá honum. Lögregluforinginn ætlaði að opna hurð- ina. En þá greip þjónninn í hönd honum, og andlit hans var fölt af hræðslu. — Nei, nei, hr Colmann. Ég verð fyrst að fjarlægja King. Hundurinn er lífshættuleg- ur öðrum en mér. Colmann yppti öxlum, eins og honum fyndist að Max Levan væri einum of varkár. En þegar hann sá hundinn, þakkaði hann guði fyrir, að þessi skepna þurfti ekki að koma of nálægt honum. Hundurinn var svartur og hreinræktað- ur blóðhundur. Hann var eins stór og kálf- ur og virtist vera eitt froðufellandi búnt af vöðvum og grimmd. Augu hans voru illi- leg, eyrun lítil og afturstrokin, tennurnar hvassar og ógnarlegar og hann urraði grimmdarlega, þegar Max Levan setti múl- bindi með sterkum ólum á hann. Símon Clenck lá endilangur á gólf- teppinu. Dauðaorsökin lá í augum uppi. Þessi gamli peningapúki hafði fengið höfúðhögg með einni af þessum gömlu stríðsöxum sínum. Vopnið lá enn í herberginu, en það kom í ljós að engin fingraför voru á því. Eftir stutta rannsókn sneri Kurt Colmann sér að þjóninum: — Hvað hafið þér gert af villidýrinu? — Hann er lokaður inni í herbergi niðri í kjallara, sem við notum til þess. — Ágætt, sjáið um, að kvikindið verði þar áfram. Og svo verð ég að heyra lýsingu yðar. Max Levan var maður um fertugt. Hann leit út fyrir að vera heilsteyptur og traust- ur. Hann hafði verið í þjónustu Símonar Clencks í sex ár og hafði aldrei vakið at- hygli á sér að fyrra bragði. Hann byrjaði nú að segja frá og auðheyrt var, að hann var enn í mikilli geðshræringu: — Ég fór til bæjarins klukkan tvö til að versla. Áður en ég fór, talaði ég við hr. Clenck um hluti þá, sem þurfti að kaupa, og þá virtist ekkert vera óvenjulegt. Hr. Clenck minntist ekkert á það, að hann þyrfiti að hitta einhvern eða byggist við heimsókn. Nákvæmlega klukkan þrjú kom ég aftur, og vegna þess að ég hafði ekki fengið þá vindla, sem hr. Clenck hafði beð- 30 VIKAN 10. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.