Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 46

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 46
DULFRÆÐI skipti sem draumur byrjaði. Þetta var endurtekið í talsverðan tíma og verkaði mjög illa á taugakerfl kattarins. Niðurstöður þessara tilrauna þóttu benda til þess, að draumar séu áríðandi geðheilsu okkar, ekki síður en dýranna. Sigmund Freud taldi meðal annars, að í draumum gæti fólk fengið útrás fyrir óskir eða þrár, sem ekki væru heppilegar sið- gæðisvitundinni. En án þess að fá einhvers konar útrás gætu slíkar þrár valdið hættu- legum bælingum og jafnvel geðveiki, ef ekki fengist fyrir þær farvegur. Hann taldi draumlíflð þar vissa lausn eða létti. Rétt er þó að geta þess, að Sigmund Fre- ud skoðaði á langri ævi meira af draumum fólks með ýmis konar taugaveiklunarein- kenni svo að reikna má með því að þar hafi oft veill hugur orðið kveikja að niðurstöð- um, sem kunna að vera hæpin mælistika á draumlíf heilbrigðs hugar. Það er því ljóst að engin endanleg niðurstaða hefur fengist af draumlífi ennþá, þótt margt hafi verið skrifað og skráð um drauma. Tvær tegundir drauma virðast einna algengastar. Það eru berir draumar annars vegar og táknrænir draumar hins vegar. Mikill munur er á þessum tveimur tegundum drauma, og skulum við nú athuga það dálítið nánar. Berdreymi köllum við það, þegar mann dreymir hárrétt það, sem á eftir að henda. Kemur það oftast fram fljótlega eða jafnvel strax. f berum draumi kemur oft ffarn að dreymandi virðist eiga sér verndara, svo- nefndan draummann. Þessi verndari birt- ist þá í svefhi og segir oft fyrir um óorðin atvik eða varar við því sem kann að geta verið hættulegt eða neikvætt fyrir dreym- anda og jafnvel aðra. Stundum er beinlínis um að ræða leið- beiningar, sem geta skipt sköpum um dagfar viðkomandi dreymanda. Má nefha til dæmis skipstjórann og afla- kónginn Guðmund Jörundsson, sem allt frá unga aldri hefur átt sér sérstakan draummann, sem hann telur að hafi oft og iðulega vísað sér á fengsæl fiskimið. Guð- mundur er því gott dæmi um berdreym- inn aðila, sem hvað eftir annað hefur feng- ið sannanir fyrir réttum leiðbeiningum draummanns síns. Guðmundur er vandað- ur maður og sannorður, og því fúll ástæða til þess að gefa gaum að draumum hans og annarri dulrænni reynslu. Árið 1982 gaf Guðmundur út bók hjá forlaginu Skuggsjá, sem bar nafnið SÝNIR OG SÁLFARIR, þar sem hann skýrir firá langri og viðburða- ríkri reynslu af dulrænum fýrirbærum. Tel ég þetta einhverja athyglisverðustu bók sem íslenskur maður hefur skrifað um dul- ræna reynslu sína. Hún er því sérstaklega áhugavert lestrarefni þeirra sem sérstakan áhuga hafa á andlegum hæfileikum manna. En höldum áfram umræðunni um drauma. Táknrænir draumar eru algengir hjá flestum, sem hafa fjölskrúðugt draum- líf og birtast þá dreymanda atvik, fólk og kringumstæður á misljósan táknrænan hátt. Stundum er erfitt fyrir dreymanda að lesa í vöku úr draumum sínum, en sumum lærist það þó smám saman. Stundum er það þannig, að viss atvik endurtaka sig í sífellu, og verða þannig tákn fyrir reynslu, sem yfirvofandi er. Konan mín, Jóna Rúna, er að mínum dómi merkilegur dreymandi. En hún hefur sagt mér til dæmis, að dreymi hana kött, þá bendi það til aðila, sem ekki komi hreint fram við hana. Telur hún að litur kattarins segi til um háralit þess, sem bregst, og að auki geti augnlitur hans gefið uplýsingar um augnlit persón- unnar. En nú er svo komið, að ég tel betra að gefa konunni minni sjálfri orðið, svo hún geti sagt frá reynslu sinni í þessum efnum. Jóna Rúna segir meðal annars: „Slíkir draumar hafa birst mér það oft og Sigmund Freud taldi meðal annars, að í draumum gœti fólk fengið útrós fyrir óskir eða þrór, sem ekki vœru heppilegar siðgœðisvitundinni. verið það nákvæmlega táknrænir að undr- um sætir. Ég tel slíka drauma því mjög al- varlega. Hitt er svo, að mig dreymir líka stundum táknræna drauma, sem ég er ekki í fljótu bragði viss um hvaða meiningar hafi. Þessir draumar eru þó afar skýrir fyrir hugskotssjónum mínum, þegar ég vakna. Ég reyni þá eftir bestu getu að lesa í táknin, en því miður sé ég stundum ekki fyrr en eftir á, þegar draumurinn hefur komið fram, að ég hefði auðveldlega átt að geta lesið í táknin. En hver er ekki vitur eftir á? Stöku sinnum hef ég þó náð að skýra táknin fyrirfram, og þau þá orðið að þeim veruleika í lífi mínu, sem ég las úr þeim. En nú er að því komið að ég segi frá ein- um slíkum draumi úr eigin lífereynslu, ef það mætti verða til þess, að betur skiljist hvað ég á við með því, sem hingað til hef- ur verið sagt. Draumurinn, sem ég hér á efitir geri að umræðuefni er ekki valinn fyrir tilviljun, heldur vegna þess, að hann hefúr þegar að nokkru ræst og er reyndar enn að rætast, að því er ég best fæ séð. Það hefur aldrei hvarflað að mér, að það ætti ryrir mér að liggja að skrifa eitthvað opinberlega. En nú hefur það furðulega gerst, að ég er byrjuð að skrifa bók, sem ég mun nefna SÁLRÆN SJÓNARMIÐ. Og nú ætla ég að segja ykkur hvernig mig dreymdi fýrir þessum ólíklegu atvikum, þótt reyndar alllangt sé liðið síðan. Það getur nefhilega stundum liðið alllangt milli þess að mann dreymi og tákn draumsins fari að koma fram. Þess vegna er mjög hyggilegt fýrir þann, sem tákn- dreyminn er, að skrá drauminn strax, svo hægt sé að styðjast við hann, ef þurfa þykir. Draumar eiga það nefnilega til að fyrnast, eins og fleira í amstri hversdags- lífs. Nótt eina dreymir mig, að ég er á gangi niður eina af aðalgötum miðborgarinnar, og er með öllu fatalaus. Ekki virtist það þó með neinum hætti angra mig, þó alls stað- ar í kring væri fólk á gangi. En þegar ég kem á móts við Útvarpshús- ið, kemur á móti mér kunnur rithöfundur hér í borg. Kona þessi hefur gegnt mikil- vægum opinberum störfum, auk þess að eiga að baki glæsilegan rithöfúndarferil. Ekki virtist mér nekt mín trufla hana frem- ur en aðra. Mér verður nú litið betur á konuna, og sé þá mér til mikillar undrun- ar, að hún er með fangið fúllt af fötum. Hún gengur að mér og segir: „Ég ætla að gefa þér eina flík úr fangi mínu.“ Ég tek brosandi við flíkinni, bregð henni um mig miðja og segi: „Þetta er elskulegt af þér, en eins og við báðar sjáum dugar þessi eina flík ekki til þess að skýla nekt minni.“ Þá horfir hún ákveðin í augu mér og segir: „Ég veit að ein flík nægir ekki, en þú færð bara þessa einu flík núna, en seinna mun ég gefa þér fleiri." Ég horfði undrandi á hana og átti erfitt með að skilja hvers vegna hún lét ekki fleiri flíkur af hendi, þar eð fang hennar var bókstaflega fullt af fötum. Þá sneri hún sér frá mér og hvarf mér jafnskyndilega og hún hafði birst mér skömmu áður. Lengri var þessi draumur ekki. En hann var algjörlega skýr mér, þegar ég vaknaði. Ekki gat ég þó lesið úr honum strax. Enda hafði ég á þeim árum takmarkaðan áhuga á slíku. Ég sagði þó nokkrum vinum mínum hann og móður minni líka. Hún réð drauminn þegar rétt, enda þótt mér þætti sú ráðning þá mjög fráleit og nánast fyndin, ef eitthvað var. En mamma sat föst við sinn keip og sagði afdráttarlaust: „Svona kemur hann fram og engan veginn öðru vísi.“ Ekki verður annað sagt í dag en að hún hafi lesið tákn draumsins rétt, eins og Jósef fyrir Faraó forðum daga. Það gerðist nefnilega rúmum mánuði eftir að mig dreymdi þennan draum, að vinahjón búsett vestur á fjörðum bjóða mér til vikudvalar á heimili sínu fyrir vestan. Af einhverjum ástæðum, sem ég kann ekki að skýra, leið mér ekki að öllu leyti vel á ísafirði, og voru þó næturnar erfiðast- ar. Ég lá vakandi og fann satt að segja til einmanakenndar, sem alls ekki er einkenn- andi fyrir mig. Svo er það á þriðja degi, að ég — eins og fýrir tilviljun - stend allt í einu inní bóka- búð, og þó án skiljanlegrar ástæðu. Ég verð því dálítið vandræðaleg, þegar afgreiðslu- stúlkan spyr, hvort hún geti nokkuð hjálp- að mér. Ég horfi á hana og segi stundar- hátt: „Ég ætla að fá stílabók og penna.“ En til hvers vissi ég ekki. Ótrúlegt væri, að ég færi að skrifa bréf, vitandi að dvöl 44 VIKAN 10. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.