Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 9

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 9
MÆ5TA VIKA Tveir lesendur Vikunnar til Parísar í boði Cardin SKAFMIÐAR FYLGJA NÆSTU FJÓRUM TÖLUBLÖÐUM VIKUNNAR Sex lesendur með Veröld í^Vigia á Costa del Sol HUNDRUÐ VINNINGA ■ í næstu fjórum tölublöðum Vikunnar munu skafmiðar fylgja blaðinu líkt og í vetur. Og aftur er um hundruði vinninga að spila að verðmæti á aðra milljón króna. ■ Ef vinningur kemur á skafmiðann þinn getur þú vitjað hans tafarlaust á skrifstofu Vikunnar og sett jafnframt miðann í pottinn sem aðalvinn- ingarnir verða dregnir úr. ■ Þó svo að vinningur komi ekki á miðann þinn getur þú sent hann inn að því tilskyldu að þú hafir útfyllt lauflétta lesendakönnun sem fylgir skaf- miðanum. ■ Aðalvinningarnir eru fjórir talsins og verður einn dreginn út í hverri viku meðan á leiknum stendur. ■ Fyrsti vinningur er ótrúlega glæsilegur: Lúxusferð fyrir tvo á Saga- Class farrými með Flugleiðum til Parísar þar sem dvalið verður á glæsilegu hóteli í boði tískukóngsins heimsfræga Pierre Cardin. Hefur Cardin þegar tekið frá borð fyrir þessa heppnu Vikulesendur á veit- ingastaðnum sögufræga Maxims, en þann stað keypti Cardin fyrir fá- einum árum. Annað kvöldið verður svo borðað á skemmtistaðnum L’Expo, sem sóttur er af glæsifólki Parísarborgar. Og svo það stór- kostlegasta: Cardin hefur tekið frá sæti fyrir þessa lesendur okkar á tískusýningu sinni, sem haldin verður 24. júlí og er önnur tveggja stór- sýninga tískukóngsins á árinu. Sýningar Pierre Cardin eru báðar lok- aðar öðrum en fjölmiðlum og sérstökum boðsgestum. ■ Þrisvar drögum við svo úr pottinum ferðavinninga fyrir tvo og býðst þeim hálfsmánaðar dvöl í Castillo de Vigia, sem er glæsileg viðbygg- ing við hinn vinsæla gististað Santa Clara á Costa del Sol. Hér er um að ræða nýjar íbúðir, sem verið er að taka í notkun, búnar öllum hugsan- legum þægindum og með útsýni beint út á hafið. Og það er aðeins þriggja mínútna gönguferð í iðandi mannlíf miðbæjar Torremolinos. Ferðaskrifstofan Veröld hefur einkarétt á Islandi fyrir þennan nýja og eftirsóknarverða gististað. 10. TBL 1989 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.