Vikan


Vikan - 18.05.1989, Side 9

Vikan - 18.05.1989, Side 9
MÆ5TA VIKA Tveir lesendur Vikunnar til Parísar í boði Cardin SKAFMIÐAR FYLGJA NÆSTU FJÓRUM TÖLUBLÖÐUM VIKUNNAR Sex lesendur með Veröld í^Vigia á Costa del Sol HUNDRUÐ VINNINGA ■ í næstu fjórum tölublöðum Vikunnar munu skafmiðar fylgja blaðinu líkt og í vetur. Og aftur er um hundruði vinninga að spila að verðmæti á aðra milljón króna. ■ Ef vinningur kemur á skafmiðann þinn getur þú vitjað hans tafarlaust á skrifstofu Vikunnar og sett jafnframt miðann í pottinn sem aðalvinn- ingarnir verða dregnir úr. ■ Þó svo að vinningur komi ekki á miðann þinn getur þú sent hann inn að því tilskyldu að þú hafir útfyllt lauflétta lesendakönnun sem fylgir skaf- miðanum. ■ Aðalvinningarnir eru fjórir talsins og verður einn dreginn út í hverri viku meðan á leiknum stendur. ■ Fyrsti vinningur er ótrúlega glæsilegur: Lúxusferð fyrir tvo á Saga- Class farrými með Flugleiðum til Parísar þar sem dvalið verður á glæsilegu hóteli í boði tískukóngsins heimsfræga Pierre Cardin. Hefur Cardin þegar tekið frá borð fyrir þessa heppnu Vikulesendur á veit- ingastaðnum sögufræga Maxims, en þann stað keypti Cardin fyrir fá- einum árum. Annað kvöldið verður svo borðað á skemmtistaðnum L’Expo, sem sóttur er af glæsifólki Parísarborgar. Og svo það stór- kostlegasta: Cardin hefur tekið frá sæti fyrir þessa lesendur okkar á tískusýningu sinni, sem haldin verður 24. júlí og er önnur tveggja stór- sýninga tískukóngsins á árinu. Sýningar Pierre Cardin eru báðar lok- aðar öðrum en fjölmiðlum og sérstökum boðsgestum. ■ Þrisvar drögum við svo úr pottinum ferðavinninga fyrir tvo og býðst þeim hálfsmánaðar dvöl í Castillo de Vigia, sem er glæsileg viðbygg- ing við hinn vinsæla gististað Santa Clara á Costa del Sol. Hér er um að ræða nýjar íbúðir, sem verið er að taka í notkun, búnar öllum hugsan- legum þægindum og með útsýni beint út á hafið. Og það er aðeins þriggja mínútna gönguferð í iðandi mannlíf miðbæjar Torremolinos. Ferðaskrifstofan Veröld hefur einkarétt á Islandi fyrir þennan nýja og eftirsóknarverða gististað. 10. TBL 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.