Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 16

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 16
Mig langar að fara í framhaldsnám en ég er þó staðráðin í að taka mér frí frá námi í eitt ár. Ég er á náttúrufræðibraut í skólan- um og vildi helst fara út í eitthvað skylt því sem ég hef verið að læra. Mér finnst arki- tektúr spennandi. Það er verst hve margir eru í þeirri grein, í Danmörku eru t.d. um 300 námsmenn í þeirri grein núna. At- vinnumöguleikarnir eru því ekki miklir. Einnig hef ég áhuga á matvælaffæði. í skólanum var matreiðsla mín aðalgrein og mér finnst hún skemmtileg. Það er því ýmislegt sem kemur til greina.“ Hvað gerir þú í tómstundum? „Ég er mikið fyrir útivist. Mér finnst mjög gaman að vera á vélsleða og einnig hef ég farið mikið á skíði. Þó er það farið að mirinka núna þar sem ég tek vélsleðann fram yfir. Ég ferðast töluvert og hef gaman af að fara í útilegur. Bekkurinn minn hefur stundum tekið sig saman og farið í sumar- bústað um helgar. Útlönd ffeista líka. Ég gæti vel hugsað mér að fara með „inter- rail“ og vera eina tvo mánuði á ferðalagi. Hins vegar hef ég ekki áhuga á að leigja bíl og þeytast á þann hátt á milli landa. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en skrepp í bíó öðru hverju. Einnig finnst mér gott að hafa það þægilegt heima í stofu og taka mynd- bandsspólusegir hún og brosir við. „Ég er ekki mikið á skemmtistöðum, fer ffekar í partí til vina og kunningja. Ég er mikið fyrir bækur og þá helst afþreyingarefni, þó hefur upp á síðkastið verið svo mikið að gera að ég hef ekki gefið mér tíma. Þegar ég var yngri las ég ofsalega mikið. Það var næstum ekkert eftir á bókasafhinu handa mér að lesa,“ segir hún hlæjandi. Hvenær líður þér best? „Mér líður best þegar ég er með vinum mínum og ég kann sérstaklega vel við mig uppi í sumarbústað í góðum félagsskap. Ég get nú ekki sagt að ég kunni best við mig uppi á sviði þó svo að mér líði ekkert illa þar heldur. Aftur á móti hef ég aldrei verið fyrir það að vera mikið máluð.“ Hvað metur þú mest í fari annarra? „Mér finnst það mikill kostur þegar fólk er hreinskilið og kemur hreint og beint ffam.“ Ertu hjátrúarfúll? ,Já, örlítið og þá svona almennt. Mér er ekkert um það gefið þegar svartur köttur hleypur fyrir bílinn hjá mér. Þá hugsa ég kannski sem svo: Nú verður slys. En sem betur fer gleymi ég því strax." Trúirðu á spádóma? „Ég þori ekki að fara til spákonu þannig að ég hlýt að trúa á þá. Annars held ég að það sé ekkert gott að fá að vita of mikið um ffamtíðina eða pæla of mikið í hlutun- um.“ Hefúrðu áhuga á stjórnmálum? „Nei, ég hef engan áhuga á þeim. Mér finnst þetta allt vera sama ruglið. Ef það væru kosningar núna myndi ég ekkert vita hvað ég ætti að kjósa.“ Að lokum: Hver er stefna þín í líf- inu? Hún verður hugsi og segir svo eftir stutta stund: ,Að njóta lífsins og lifa fyrir líðandi stundu." Á neðri myndinni er Hugrún Lind með unnusta stnum, Magnúsi J. Magnússyni, en á þeirri efri með foreldrum sínum, Kolbrúnu Baldursdóttur og Guðmundi F. Ottóssyni. aftur og þá ákvað ég að slá til, enda er fjöl- skylda mín mjög jákvæð í garð keppninn- ar. Er góður andi meðal keppendanna? „Við sem kepptum um titilinn „Ungfrú Reykjavík" vorum ekki margar og það held ég að sé ástæðan fyrir hve góður andi myndaðist á meðal okkar. Þetta var mjög samstilltur hópur. Við erum fleiri sem keppum um titilinn „Ungfrú fsland" og náum því ekki alveg eins vel saman.“ Varstu kvíðin fyrir keppnina? „Nei, mjög lítið. Ég var eiginlega alltaf að bíða eftir kvíðanum en hann kom aldrei. Mér fannst ekkert ofsalega erfitt að koma ffam á sundbol. Þó kannski rétt áður en ég átti að koma ffam, svo var þetta allt í lagi.“ Bjóstu við að vinna? „Ég bjóst ekkert frekar við því, hélt reyndar að það yrði önnur. Samt hugsaði ég ekki mikið út í það, þó fannst mér allt geta gerst. Þegar svo úrslitin voru kynnt brá mér alveg rosalega." Hvað er það sem þú vilt fá út úr svona keppni? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég hef í raun ekki gert mér grein fyrir því. Tilgangurinn er þó sennilega sá að koma sér á ffamfæri. Ég gæti vel hugsað mér sýningarstörf og auglýsingar sem aukavinnu í framtíðinni." Hvað langar þig að gera eftir stúd- entspróf? „Núna í vor er ætlunin að fara í útskrift- arferð með skólanum til Rhodos. Við sem erum í 4. bekk rekum sjoppu skólans og ágóðinn gengur upp i ferðakostnaðinn. Þegar heim er komið hef ég hugsað mér að vinna mikið. Ætli ég endi ekki í malbik- inu aftur,“ segir hún brosandi. „Síðasta sumar var ég flokksstjóri í malbikunar- vinnu. Ég hafði bíl til umráða, keyrði á milli gatna og fýlgdist með framkvæmd- um. í fyrra var ég eina stelpan og kunni ágætlega við mig. 16 VIKAN 10. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.