Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 8

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 8
inu. En hún gerði fleira en leika þar; hún sat einnig á bak við glerið og seldi fólki miða í bíó þegar slíkur munaður stóð til boða í Kópavogsbæ. „Þetta gerði það að verkum að ég var í sannkölluðum forrétt- indahópi. Ég fékk nefhilega tvo miða á hverja einustu sýningu í Kópavogsbíói, sem aftur varð til þess að ég var í nokkurs konar valdastöðu meðal félaganna. Ef þeir vildu komast í bíó var betra að gera eins og mér líkaði," segir hann og brosir. Leikarinn hafði ekki áhuga á Herranótt Snemma beygist krókurinn sem verða vill, segir máltækið og þannig var því farið hjá Leifi. Hann fór snemma að leika með Leikfélaginu, fyrst í barnaleikritum og síð- ar í stærri stykkjum. Að loknum gagn- fræðaskóla lá leiðin í MR, til Einars Magg og Guðna rektors, og þó ótrúlegt megi virðast kom Leifur aldrei svo mikið sem nálægt Herranótt, leikfélagi þeirra MR- inga. Hins vegar gerði hann sér lítið fyrir og lék í Hárinu, sem Leikfélag Kópavogs setti upp árið sem Leifur útskrifaðist sem stúdent frá MR. Þegar Leifur er spurður hvort ekki hafi verið erfitt að takast á við tvö svo stór verkefni í einu, það er að lesa til stúdentsprófe og leika í Hárinu, kemur á hann kæruleysissvipur, hann hlær við og segist aldrei hafa haft stórar áhyggjur af bóklærdómi. „Fæstum kennurum þótti ég reyndar áhugasamur nemandi og í Fánu var skrifað að ég væri snöggur að klæða mig í skóna ef kennarinn svo mikið sem minntist á að tíminn væri að lokum kominn." „Ólokin ritgerð til BA-prófs“ Leifur er fæddur 1951. Hann var því upp á sitt besta þegar blómatímabilið stóð sem hæst og brallaði ýmislegt sem fortíð- í LOFTIHU inni hefur verið falið að geyma. Að lokn- um Menntaskóla lá leiðin í Háskóla íslands þar sem hann lagði fyrst stund á sálffæði og ensku en hætti því á miðjum vetri og fór að kenna í eitt ár. Þá hélt hann á ný í Háskólann, að þessu sinni í íslensku og bókmenntasögu og seinna bætti hann reyndar svolítilli heimspeki við. „í Há- skólanum kláraði ég allt — nema ritgerð- ina, eins og svo margir aðrir. Síðan hefur klausan ,Á ólokna ritgerð til BA-prófe“ fylgt öllum mínum starfsumsóknum. Ég var reyndar alveg ákveðinn í því að ljúka ritgerðinni og til að undirstrika þá ætlun mína hélt ég ásamt konu minni, Guðrúnu Bachmann, sem ég kynntist í Háskólanum, norður í Bjarnarfjörð, sem gárungarnir • „Flestirhafa sennilega talið okkur endanlega vera búin að tapa glórunni og við vorum ískyggilega nálægt því að sannreyna það að hægt sé að lifa á loftinu,“ segir Leifur er hann rifjar upp búskap sinn í Bjarnarfirði. segja að sé rétt hérna megin við hníf og gaffal — sveitin liggur sem sé á mörkum hinnar almennt viðurkenndu siðmenning- ar. Þetta var árið 1978. Þarna fórum við að kenna, ásamt kunningjafólki okkar, við Klúkuskóla, pínulítinn heimavistarskóla þar sem nógur tími átti að gefast til að ljúka ritgerðinni frægu. Ttminn reyndist svo hins vegar vera af mjög skornum skammti þarna norður frá og meira en nóg að gera. Þarna má segja að við höfum rekið risastórt heimili þar sem gekk á ýmsu. „Lifðum hreinlega á loftinu“ Þegar við höfðum verið í tvö ár fyrir norðan keyptum við jörð, ásamt fýrr- nefhdu kunningjafólki okkar, rétt hinum megin við ána og hófum að rækta þar grænmeti af miklum eldmóð. Flestir hafa sennilega talið okkur vera endanlega búin að tapa glórunni og við vorum ískyggilega nálægt því að sannreyna það að hægt sé að lifa á loftinu. Aðalfæðan framan af í bú- skapnum var grænmetið sem við ræktuð- um og hrísgrjón. Þetta var ákaflega skemmtilegt, ekki síst að gera tilraunir með alls kyns grænmeti á svo norðlægum slóðum. Það var líka eitt sem vannst með því að vera svo norðarlega. Varla nokkurt skorkvikindi, sem verkar miður vel á af- urðirnar, þrífet þarna á hjara veraldar. Grænmetið þreifet hins vegar afbragðs vel og þrífet reyndar enn því þarna er nokkur jarðhiti sem meðal annars er nýttur í þess- um tilgangi. í Bjarnarfirðinum var geysigott að vera. Við settum þar upp leikrit, skrifuðum meira að segja heilt stykki sem var bara skrambi gott og sungum mikið saman. Við tókum einmitt á móti ffú Vigdísi Finn- bogadóttur forseta með söng þegar hún heimsótti Bjamarfjörð og sungum þá lag úr Lísu í Undralandi, „Lengi lifi forsetinn“. Því er ekki að neita að skelfingarsvipur varð allsráðandi á andliti margra við- staddra en Vigdís hafði húmor fýrir tiltæk- inu og skemmti sér að því er virtist kon- unglega. Það var því engin deyfð yfir menningarlífinu þar nyrðra þegar tími gafst til að sinna því. Hryllingsbúðar-Baldur kemur til sögunnar Þegar ég var nýfluttur á mölina, ’84, gekk ég fram á þá Sigurjón Sighvatsson og Pál Baldvinsson en þeir voru þá að undir- búa uppsetningu Litlu hryllingsbúðarinnar í Gamla bíói. Þeir báðu mig að koma í prufu og eftir hana varð ekki aftur snúið. Tímabilið, sem þá fór í hönd, var mjög skemmtilegt en jafnffamt þrælerfitt. Hálf- um mánuði fyrir frumsýningu gerðist það svo að ég fékk heiftarlega barkabólgu, svo heiftarlega að ég mátti í hálfan mánuð ekki opna munninn — nema þá helst til að borða. Læknirinn minn sagði, mér til mikillar skelfingar, að ef ég færi ekki vel með mig og hlýddi fyrirmælum hans ætti ég á hættu að missa röddina. Það var svo ekki fýrr en á generalprufunni sem sveinn- inn mátti hefja upp raustina. Röddin hafði sloppið ósködduð og við tóku sýningar og aftur sýningar. Æfingar fýrir sýninguna voru mjög stífar og sem dæmi um það hversu mikið álag var á okkur má nefha að frumsýningin var rétt eftir áramótin ’84—’85. Það var gefið ffí frá æfingum á að- fangadagskvöld og jóladag og á gamlárs- kvöld en þá voru fríin líka upptalin. Þetta eru stystu jól sem ég hef upplifað." Leifúr hefur verið viðloðandi leiklist og söng frá bamsaldri og gjarnan hefur þetta tvennt fléttast saman. En hann hefur líka tekið þátt í gerð hljómplatna, fýrst með Þokkabót, þeirri vel þokkuðu hljómsveit, og síðar gerði hann Hrekkjusvínaplötuna sem margir kannast við, ásamt Valgeiri Guðjónssyni, Agli Ólafesyni og fleirum. Leifur söng ekki einasta heldur spilaði líka á gítar. „Ég hef ekki snert gítarinn síðan ég flutti í bæinn. Ég hef aldrei lært neitt að spila og þar kom að mér fannst ég vera farinn að gera sömu hlutina aftur og aftur; væri hættur að bæta við mig. Þá tók ég þá ákvörðun að leggja gítarinn á hilluna. Það á nefnilega ákaflega illa við mig að vera sífellt að gera sömu hlutina." 8 VIKAN 21.TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.