Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 17

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 17
SKEMMTAHIR - og íög úr fleírí vínsæíum söngleíkjum á stórsýníngu Hóteí Ísíands TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Aðdáendur söngleikja geta átt ein- staklega Ijúfa kvöldstund á Hótel i íslandi en þar rifja úrvals söngvar- ar, hljóðfæraleikarar og kattliðugir dans- arar upp brot af því besta úr þekktum söngleikjum. I hálfan annan tíma rennur lipurlega í gegn flétta af lögum úr Evitu, Chess, Hárinu, Jesus Christ Superstar, West Side Story, Rocky Horror, Tommy, Grease, Cats og jafnvel Sound of Music. Kynningar eru í höndum Rósu Ingólfs- dóttur, sem leikur við hvern sinn fingur. Bregður sér úr hverjum búningnum á fæt- ur öðrum og margur karlmaðurinn hrekkur næstum fram af stól sínum þegar hún kemur fram í efnislitlum undirkjól svo eitt- hvað sé nefnt. Húmorinn er aö sjálfsögöu í lagi og á sinn þátt í þeirri stemmningu sem ríkir í salnum. Hugmyndina að stórsýningu þessari átti Jón Ólafsson Bítlavinur, sem hefur lengi verið haldinn mikilli ást á söngleikj- um. Fer hann gjarnan í pílagrímaferðirtil stórborga heims til að flandra á milli söng- leikjasýninga. Þegar hann svo hafði feng- ið grænt Ijós hjá Hótel íslandi fékk hann til samstarfs við sig þá ágætu Tracy Jack- son frá New York, en hún hafði áður unnið með honum að uppsetningu á Hárinu í Verslunarskólanum. Hljómsveitina skipa, auk Jóns, Stefán Hjörleifsson úr Bítlavinafélaginu, allir liðs- menn Stjórnarinnar og blásararnir Snorri Valsson og Össur Geirsson að auki. Ein- valalið, sem skilarsínu hlutverki óaöfinn- anlega. Eins eru söngvararnir á meðal þeirra bestu sem völ er á í dag. Þau Sigga Bein- teins, Eyjólfur Kristjánsson, Karl Örvars- son, Andrea Gylfadóttir, Reynir Guð- mundsson og Cerise Jones, sem kemur frá Bandaríkjunum. Sandy, Memory, I don’t know how to love him, Aquarius og allt aftur til Singing in the Rain. Það er komið víða við og klárt mál að allir heyra eitt eða tvö lög úr sínum uppáhalds söngleik. Og ekki spillir það fyrir góðri kvöld- skemmtun að hafa látið það eftir sér að borða þann Ijúffenga mat sem snillingarn- ir í eldhúsinu tilreiða undir stjórn Olafs Reynissonar matreiðslumeistara. □ Tommy, Háríð, Grease, Evíta, Cats...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.