Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 19

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 19
HUC5LEIÐINC5AR (sem er ímynd hinnar vondu móður) sett í það hlutverk að fyllast afbrýðisemi út í Mjallhvíti. Vegna afbrýðisemi reynir síðan móðirin að losa sig við hana. Eins og áður segir getur bamið, sem hlustar hugfangið á söguna, samkennt sig við Mjallhvíti og upplifað um leið hinar neikvæðu tilflnn- ingar sem það geymir ómeðvitað í brjósti sér. Á þann hátt á sér stað tilfinningaleg útrás, stundum neftid geðlausn. Geðlausn er úthreinsun og upplifun bældra tilflnn- inga. Slík reynsla veitir viðkomandi ákveð- ið frelsi og lausn á sálarflækjum. Föðurímyndin: Raggeitin og hetjan Hlutverk föðurins er tvískipt. Faðirinn er annars vegar viljalaus aðili og hins veg- ar bjargvættur. Sú staðreynd að faðirinn ver dóttur sína ekki fýrir afbrýðisemi jarls- frúarinnar gerir hann að raggeit. Síðar meir birtist hann sem hetja. Hann birtist í gervi veiðimannsins. Hann verður hetja sem bjargar lífi Mjallhvítar þó að honum hafi verið skipað að drepa hana í skógin- um. Á þann hátt brýtur hann í bága við vilja hinar afbrýðisömu móður en hefúr á sama tíma ekki bjargað henni til fúlls. Mjallhvít verður þess vegna að ráða ffam úr eigin vandamálum. Ástæðan er einfald- lega sú að vandamál hennar eru persónu- legs eðlis, af tilfinningalegum og kynferð- islegum toga spunnin. Hlutverk dverganna Sá tími er Mjallhvít eyðir með dvergun- um táknar það tímabil í ævi barnsins er það lærir og þroskast, bæði vitrænt og til- finningalega. Dvergarnir kenna henni skyldurækni og vinnusemi. Hún tekur að sér heimilisstörfin sjö daga vikunnar og lærir fljótt að verða góð húsmóðir eins og margar ungar stúlkur enn þann dag í dag. Áður en Mjallhvít hittir dvergana sýnir hún og sannar að hún hefur öðlast vald á þörfum oral-stigsins (munnstigsins) með því að borða aðeins smávegis af hverjum disk og drekka lítið úr hverju glasi. Þetta undirstrikar að hún hefur vaxið upp úr einkennum þessa tímabils og að hún er farin að hugsa um aðra en sjálfa sig. Það sem er þó eftirtektarverðast við dvergana góðu er hversu gott dæmi þeir eru um lægðarstigið í persónuþroska barnsins en það er einmitt það tímabil sem tekur við af ödipusarstiginu í kynferð- isþróun einstaklingsins. Dvergarnir og dvöl Mjallhvítar hjá þeim eftir að hún hef- ur flúið frá stjúpmóður sinni og föður (þ.e. ödipusarstiginu) einkennist af vinnusemi og ábyrgðartilfinningu. Dvergarnir vinna öllum stundum við námugröft í iðrum jarðar á meðan Mjallhvít er húsmóðirin á heimilinu. Dvergamir eru þar að auki gjörsamlega kynlausar verur, þeir njóta ekki kynlífs, giftast ekki og eignast ekki börn. Þeir eru með öðrum orðum börn .ÍÞegar allar óstiir barnsins bafa iefíió á sý mynd áífkonunnar góÓu, allar illar ósHir þess líkamnasl í vondri norn, allur ótti þess orÓinn aÓ cjrimmum úlfi, allar Hröfur samiiskunnar aÓ litrum manni sem fjaci hittir á œiintýraferó sinni og öll aþrf’Óisemi og reíði orÓin aó skepnu sem kroppar auqun úr beppinautum sínum - fpá getur barníó loksins farið aÖ cjreih úr þverstœhm buga síns. rÞegar svo er komíÓ eruflœkjur sálarlífsins ekki lenqur eins óviháhnlecjar, barníó lœtur ekki bucjast." ‘Bruno ‘Bcttclíicim - úr bókinni The Uses of Enchantment. sem neita að verða fullorðin, verur sem hafa staðnað á lægðarstiginu og aldrei tek- ið út fullan kynþroska. Eplið og lystisemdir holdsins Það segir sig sjálft að Mjallhvít getur ekki verið endalaust hjá dvergunum, jafh- vel þótt þeir séu hjálpsamir og góðir. Hún verður að verða fúllvaxta og næsta skrefið er kynþroskaskeiðið. Kynþroskaárin og þó sérstaklega aðdragandi þeirra og sú tog- streita sem þeim fylgir er táknuð með ffeistingum stjúpmóðurinnar sem notar ýmsar leiðir til þess að tæla hana. Sagan gefúr í skyn að tilgangur hinnar vergjörnu stjúpmóður sé að tortíma Mjallhvíti. í raun og veru er hún að tortíma eða raska ró lægðartímabilsins, það er að vekja úr dróma blundandi kynhvöt. Ein af aðferð- um hennar til að tæla Mjallhvíti er að gefa henni eitrað epli. Eplið hefur, eins og flest- ir kannast við, verið tákn fyrir lystisemdir holdsins. Eplið gegnir þessu hlutverki hvort sem um er að ræða ástarepli Afr- ódítu eða viskueplið sem snákurinn (getnaðarlimur karlmannsins) narraði ofan í Evu forðum. Með því að borða bita af epli móður sinnar er hún að bragða þann ávöxt sem móðir hennar þekkir, það er kynhneigðina. Þessi samlíking skýrist enn betur ef ýmis önnur atriði eru tekin inn í myndina. Sem dæmi má nefna að sá hluti eplisins sem Mjallhvít borðaði var rauði hluti þess. Rauði liturinn er að sjálfsögðu tákn fyrir blóð, blóð í merkingunni tíðir eða blæð- ingar. Þegar stúlka hættir að vera einfald- lega stúlka og missir meydóminn kynnist hún blóði kynlífsins, það er rauða hluta eplisins. í upphafi sögunnar eru þessi tengsl milli blóðs og blæðinga kynnt. Móð- ir Mjallhvítar, í þeirri útgáfú er við þekkj- um best, stingur sig á nál og þrír dropar af blóði falla á snjóinn. Talan þrír er ómeð- vitað tákn fyrir kynþroska (kynlíf) og kyn- færi sem standa saman af þremur hlutum bæði hjá karli og konu. Hérna býr sögu- maður barnið undú: það tímabil er stúlkur byrja að fá blæðingar. Höfúndurinn leysir með þessu ákveðna togstreitu. Kynferðis- legt sakleysi er táknað með hvítum lit og kynferðisleg löngun tekur á sig rauðan lit blóðsins. Ævintýrið býr barnið undir að sam- þykkja mjög afdrifaríkan atburð: blæðingu eins og í tíðum og síðar í samförum þegar meyjarhaftið er rofið. í upphafi sögunnar lærir barnið að lítið magn af blóði (þrír dropar) er undanfari getnaðar, það er sköpun Mjallhvítar. Barnið lærir þess vegna að blæðingar eru jákvæðir atburðir því án þeirra væru ekki til nein börn, ekki einu sinni það sjálft. Kistulagningin og kynferðisleg endurfæðing Þegar Mjallhvít borðar bita af epli móð- urinnar fellur hún í dá og liggur sem dauð væri. Þennan hluta sögunnar má skilja sem táknrænan umhugsunartíma fyrir Mjall- hvíti. Hér er um að ræða tíma úrvinnslu, svefn athafha en ekki tilfinningalegs uppgjörs. Þegar ungur og myndarlegur karlmaður á sama reki og Mjallhvít sér hana í kistunni og kyssir hana kossi ungl- ingsins vaknar hún af værum blundi. Mjallhvít vaknar til meðvitundar um sitt eigið kyneðli. Mjallhvít hefúr loksins fúnd- ið maka sem er henni samboðinn. Hún 21.TBL. 1989 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.