Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 51

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 51
Þegar von og birta voru í líH þínu og hjónabandi... Mig dreymdi eftirfarandi draum. Mér fannst ég vera á ferðalagi, hér á landi eða erlendis. Ég var stödd úti við. Heitt var í veðri, glampandi sól og heiðskír himinn. Börnin mín og bróðurdóttir voru léttklædd að leik í kringum mig. Mér fannst þau yngri í draumnum en þau eru nú, líkt og ég færi nokkur ár aftur í tímann. Mér fannst ég halda á litlu stúlkubarni og var að dást að því. Hún var lítil dúkka, höfiið og líkami vel skapað, með dökkt hár og dökka augnaumgjörð. Hún minnti mig á dóttur mína þegar hún var ungbarn og mér fannst hún vera mitt barn þótt aðeins eigi ég tvö í raunveruleikanum. Mér fannst ég einnig vera gift kona, en nú er ég ffá- skilin. Þar sem ég er að dást að barninu koma til mín vinir mínir. Ég hef ekki séð né heyrt ffá þessum hjónum í nokkur ár, eða síðan ég skildi. Fannst mér að ég vissi að þau væru líka búin að eignast dóttur þótt þau væru ekki með börnin með sér. Að því er ég best veit eiga þau aðeins tvo syni í raunveruleikanum. Þau fóru að tala um hvað veðrið væri gott en ég benti þeim í austurátt og sagði þeim að mér sýndist vera að þykkna upp. Við þessi orð mín dró skyndilega fyrir sólu og dökkgrá óveðursský nálguðust á ofsa- hraða í áttina til okkar. Þegar þau voru al- veg að nálgast var eins og skrúfað væri ffá hundrað krönum í einu og úrheili dembd- ist niður úr skýjunum. Þá vaknaði ég við vekjaraklukkuna. Með fyrirffam þökk fýrir ráðninguna og birtinguna, ein berdreymin. RÁÐNING Yfirleitt tengist berdreymi manni sjáif- um eða manns nánustu. i fáum tilfellum nær þessi hæfileiki einnig til annarra, jafn- vel til náttúruhamfara og styrjalda í öðrum löndum en manns eigin. Ég veit hvorki hversu berdreymin þú hefur verið né hvort berdreymi þitt hafi náð tii þér óskyldra aðila. Þess vegna verð ég að gefa þér tvær hugsanlegar útskýringar á draumi þessum. í fyrsta lagi tengir þú sjálfa þig og vini þína með því að þið eigið í draumnum lítil stúlkubörn. Barnið táknar eitthvað ferskt og nýtt. Þar sem draumurinn hverfur aftur í tímann og þú þekktir hjónin á meðan þú varst gift geri ég ráð fyrir að þú sért þarna að hverfa aftur til þess tíma þegar von og birta voru í lífi þínu og hjónabandinu. Vin- ir þínir tákna þá hjónaband þitt. Óveðurs- skýin og yfirvofandi rigning eru endalok birtunnar, hlýjunnar og hjónabandsins. Regnið er í þessu tilfelli skilnaður og tár. Þú ert að líkindum ekki búin að sætta þig fyililega við að hjónabandið sé búið og ekki búin að syrgja og leggja það algjör- lega að baki. Skilnaðurinn er enn í huga þér nokkurs konar hamfarir en ekki orð- inn stökkpallur yfir í nýtt þroskatímabil fýrir sjálfa þig. Það styttir ekki alveg upp fyrr en þú ert búin að gera upp skilnaðinn hið innra með þér. Hin útskýringin á draumnum gæti verið sú að eitthvað sé að hjónabandi vinafólks þíns en sú skýring finnst mér ólíklegri þar sem þú hefur misst allt samband við það. Sé þessi útskýring rétt ættir þú að hafa frétt af þeim skömmu eftir drauminn og þar af leiðandi var hann forspár. Ef þú hef- ur ekkert af þeim frétt síðan er fýrri ráðningin líklega réttari. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Óvæntur fundur við gamla kunningja hvetur þig til að byrja á nýju tómstundagamni. Gættu vel að orðum þínum í návist eldri persónu, sem þykir vænt um þig. Heillatala er 4. Nautið 20. apríl - 20. maí Ráðagerð, sem þú hafðir varðandi ferðalag, virðist vera að fara út um þúfur. Að öllum lík- indum er það persóna, sem þú treystir mikið á, sem bregst þér varðandi þessar fyrirætlanir. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Stjörnurnar eru í flókinni stöðu um þessar mundir og þú ættir að halda þig sem mest við vanabundin störf þín og ana ekki út í framkvæmdir sem þú veist lítið sem ekkert um. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Einhver veldur þér von- brigðum með því að standa ekki við loforð sitt um að hafa sam- band við þig. Þú ættir ekki að breyta lífi þínu um of. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Nýtt skyldustarf reynist skemmtilegra en þú hafðir reikn- að með og bú nýtur lífsins í rík- ara mæli. Ovæntar fréttir valda nokkru uppþoti og þú þarft að hugsa þig vel um til að vera vel undirbúinn. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú gætir lent í erfiðleik- um með að standa við loforð sem þú gefur vini þínum. Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú ráðger- ir framkvæmdir á tvísýnu mál- efni. Heillatala er fjórir. Vogin 23. sept. - 23. okt. Samkvæmi sem þér verð- ur boðið í gæti falið meira í sér en í fyrstu virðist. Þú kynnist ein- hverjum af gagnstæða kyninu, sem kemur þér illa fyrir sjónir í fyrstu, en ekki er allt sem sýnist. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Til þess að ná þvi besta út úr hlutunum verðurðu að hafa hemil á skapsmunum þínum og halda skynseminni. Deilur verða heima fyrir og þú verður sem á milli tveggja elda. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Hamingjublær er yfir lífi þínu þessa dagana og allt leikur í höndunum á þér. Þú færð óvænta gesti, sem breyta lífi þínu til betri vegar með komu sinni. Góð vika til alls kyns við- skipta. VSteingeitin 22. des. - 19. janúar ieitaðu álits annarra við- víkjandi máli, sem þarfnast ná- innar athugunar, áður en hægt er að taka ákvörðun. Þú færð svar við bréfi, sem þú sendir, og veldur það þér vonbrigðum. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Stattu á rétti þínum og varastu að gefa eftir, því hætt er við að tilfinningarnar spili of mik- ið inn í. Þú ferð í heimsókn til gamals vinar. Heillatala er fimm. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Aukaverkefni skjóta upp, kollinum síðari hluta vikunnar og þú hefur meira en nóg að starfa. Gleymdu þó ekki fjölskyldunni al- veg og reyndu að dvelja eins mik- ið heima við og þér er unnt. 5TJÖRMU5PÁ 21.TBL. 1989 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.