Vikan


Vikan - 19.10.1989, Page 10

Vikan - 19.10.1989, Page 10
SANBUÐIH Rœtt við svissneska geðlœkninn og fjölskylduráðgjafann dr. Agnesi Ghaznavi TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR MYND: GUNNLAUGUR RÓGNVALDSSON TEIKNINGAR: TONI ACKERMANN ÚR BÓK AGNESAR GHAZNAVI THE FAMILY REPAIR AND MAINTENANCE MANUAL í september kom hingað til lands góður gestur frá Sviss, dr. Agnes Ghaznavi. Agnes er Bahá’í-trúar, geðlæknir að mennt og stundar at- hyglisverða fjölskyldumeðferð í félagi við eiginmann sinn sem er sálfræðingur. Koma hennar fór ekki hátt, en þó hélt hún afar merkilegan fyrirlestur í húsakynnum Bahá’í-trú- félagsins í Reykjavík. Fyrirlestur hennar fjallaði um vandamál nútíma fjölskyldunnar. Skoðanir hennar taka mið af Bahá’í-trúnni, sem legg- ur mikið upp úr einingu, samvinnu og jafnrétti og setur fjölskylduna í öndvegi í samfélaginu. En hug- myndir hennar eru hyggilegar og kreddulausar og geta gagnast öllum sem vilja. Agnesi Ghaznavi varð tíðrætt um að eitt af aðalvandamálum nútímafjölskyldunnar væri hve fólk gerði miklar kröfur, ekki síst til sjálfs síns, en það væru oft rangar kröfúr og afleiðingarnar væru streita og óham- ingja. „Mæður vilja vera góðar mæður og setja markið hátt. Feður vilja veita fjöl- skyldunni mikið og vinna baki brotnu." Fjölskyldan er lítil eining, tengsl eru náin og hún er mjög lokuð. En hún er einnig mjög viðkvæm og berskjölduð — hún hef- ur hvorki ættina, stórfjölskylduna né þorp- ið til að vernda sig. „Ef til vill er þessu ekki alveg eins farið hér á Iandi og víðast er- lendis ennþá, en það stefhir í það.“ Fólk hefúr ekki lært að ræða saman og eiga eðli- leg samskipti, „það kann ekki einu sinni að deila,“ segir Agnes. Hún bendir á að á ráð- stefnu sem haldin var á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi komið fram að um 46% of- beldisverka sem ffarnin eru í Bandaríkjun- um eru innan fjölskyldunnar og hættuleg- asti dagurinn er sunnudagur! Dr. Agnes Ghaznavi hefúr einnig skrifað áhugaverða og aðgengilega bók um fjöl- skyldumál sem nefnist á ensku The Family Repairs and Maintenance Manual, það er „Handbók um viðgerðir og viðhald fjöl- skyldunnar". Bókin er því miður aðeins til á ensku, en er skrifúð fyrir almenning, að- gengileg, viturleg og í léttum dúr. Áður en dr. Agnes Ghaznavi hélt af landinu átti blaðamaður viðtal við hana, svo lesendur mættu njóta skoðana hennar. „Ég er fædd í Sviss en foreldrar mínir eru af mismunandi þjóðerni, móðir mín er bandarísk en faðir minn Svisslendingur. Ég ólst upp í Sviss, en hef ferðast mildð um heiminn. Ég var friðarsinni og hef alltaf haft mikinn áhuga á friðarmálum. Síðan kynntist ég Bahá’í og tók þá trú vegna þess að mér þótti það besta leiðin til friðar. Ég fæddist fyrir fyrri heimsstyrjöldina og þó svo að Sviss hafi ekki tekið þátt í stríðinu þá hafði það mikil áhrifi á mig. Og vegna þess að foreidrar mínir voru af ólíkum uppruna þá hafa fordómar alltaf verið mér eitur í beinum, fordómar milli þjóða, milli karla og kvenna. í Baháí-trúnni er lögð rík áhersla á að við losum okkur við fordóma svo mannkynið geti sameinast. Ég er gift „manneskja“.“ Agnes leggur áherslu á orðið manneskja og skellihlær síðan hátt, en það gerir hún iðulega því það er stutt í kímnina hjá henni. „Fyrst var ég félagsráðgjafi og hef alltaf haft mikinn áhuga á því, en síðan lærði ég Iæknisffæði. Maðurinn minn og ég rekum saman með- ferðarstofur, hann er sálfræðingur og ég er geðlæknir og við eigum mjög gott samstarf." — Hvers konar fólk kemur aðallega til ykkar í meðferð? „Þangað kemur fólk til dæmis vegna ótta, þunglyndis — sumir eru geðveikir, sumir eru drykkjusjúklingar, en þó ekki margir, því það eru venjulega aðstandend- ur þeirra sem koma frekar. Við biðjum fólk yfirleitt að koma fljótlega með maka sína. Við beinum athygli okkar fyrst og fremst 10 VIKAN 21.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.