Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 23

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 23
KENN5LA Texti og músík Textinn við myndina á að vera stuttur og gagnorður og falla vel að þeim mynd- skeiðum sem lýsa á. Hann á aðeins að vera til nánari útskýringar. Ekki á að lýsa því sem allir sjá og er augljóst, t.d. „þarna sjáið þið ...“ Textinn má gjarnan heyrast örlítið á undan viðkomandi myndskeiði. Músíkin á að undirstrika þá stemmningu sem á að vera í myndinni. Hún á helst að vera án texta. Ef þið ætlið að sýna myndina opin- berlega er rétt að huga að höfundarrétti ef þið notið músík af hljómplötum. Einnig er hægt að fá alls konar leikhljóð á plötum og í verslunum til þess að krydda með á rétt- um stöðum. Ekki má þó ofnota þessi hljóð. Yfirfærsla á kvikmyndum og skyggnum Margir eiga gamlar 8 mm kvikmyndir sem sjaldan eru sýndar nú í seinni tíð. Þessar myndir er hægt að yfirfæra á mynd- band með því að sýna þær á tjaldi af 2—3 metra færi og hafa upptökuvélina til hliðar. Betra er að sýna myndina í gegnum þar til gerðan spegilkassa þar sem sýning- arvél og upptökuvél mynda 90° horn. Við yfirfærslu á kvikmyndum getur komið flökt í myndina ef ekki er hægt að fínstilla hraða sýningarvélar. Ef kvikmyndin er með hljóði þarf að tengja hljóðið beint á milli vélanna með snúru til þess að fá sem best hljóðgæði. Svipað er hægt að gera með skyggnur. Ágætur árangur næst með því að setja sleða framan á linsuna og beina linsunni að sterku ljósi. Þar sem rammi skyggnunnar er í hlutföllunum 3:2 næst ekki smápartur af köntum skyggn- unnar inn á bandið. Linsan verður að vera ▲ Kvikmyndir er hægt að yfirfæra á myndband með því að sýna myndimar í gegnum spegilkassa. Margs konar teikniforit fyrir tölvur, nýt- ast við texta- og myndagerð með mynd- böndum. Þegar við hljóðsetjum texta, músik o.fl. samtímis er best að blanda hljóðinu með „mixer“. stillt á „macro" við þessa aðgerð. Að sjálf- sögðu er hægt að hljóðsetja myndina eftir að yfirfærslu er lokið. Nokkur fýrirtæki bjóða þjónustu á yfirferslu af þessu tagi. Tölvur Hægt er að tengja tölvur við myndbönd og kópera inn á bandið allt sem er á skjánum. Það býður upp á mikla mögu- leika við að vinna með texta, ljósmyndir, teiknaðar myndir, hreyfanlegar myndir (animation) og músík. Alla þessa þætti getur þú látið vinna saman, t.d. með forrit- inu Game Maker fyrir Commodore. Það er ekki dónaleg byrjun á mynd þar sem titill myndar birtist í táknrænum teikningum og með frumsaminni músík. Frágangur Þegar þú hefur gengið endanlega frá myndinni þinni með titlum, texta og mús- ík á réttum stöðum og myndin er komin í endanlega lengd verður hún mun eigulegri ef þú útbýrð hylki utan um hana, svipað og við sjáum utan um átekin myndbönd, en stingur henni ekki í iila merkt pappabox. Hylkin er hægt að kaupa í verslunum og hjá þeim sem fjölfalda myndir. Þú útbýrð blað (A4 stærð) fýrir stærri hylkin með titli myndar á kili og að framan með límstöfum (letraset). Einnig er gott að hafa táknræna mynd á framhlið en á bakhlið efhisþráð og nafn höfunda. Ekki má geyma myndbandið nálægt sterku segulsviði svo sem rafmótorum eða hátöl- urum. Vel varðveitt myndband í góðum umbúðum á að geyma innan um annað menningarefni á heimilinu. □ 21.TBL1989 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.