Vikan


Vikan - 19.10.1989, Side 23

Vikan - 19.10.1989, Side 23
KENN5LA Texti og músík Textinn við myndina á að vera stuttur og gagnorður og falla vel að þeim mynd- skeiðum sem lýsa á. Hann á aðeins að vera til nánari útskýringar. Ekki á að lýsa því sem allir sjá og er augljóst, t.d. „þarna sjáið þið ...“ Textinn má gjarnan heyrast örlítið á undan viðkomandi myndskeiði. Músíkin á að undirstrika þá stemmningu sem á að vera í myndinni. Hún á helst að vera án texta. Ef þið ætlið að sýna myndina opin- berlega er rétt að huga að höfundarrétti ef þið notið músík af hljómplötum. Einnig er hægt að fá alls konar leikhljóð á plötum og í verslunum til þess að krydda með á rétt- um stöðum. Ekki má þó ofnota þessi hljóð. Yfirfærsla á kvikmyndum og skyggnum Margir eiga gamlar 8 mm kvikmyndir sem sjaldan eru sýndar nú í seinni tíð. Þessar myndir er hægt að yfirfæra á mynd- band með því að sýna þær á tjaldi af 2—3 metra færi og hafa upptökuvélina til hliðar. Betra er að sýna myndina í gegnum þar til gerðan spegilkassa þar sem sýning- arvél og upptökuvél mynda 90° horn. Við yfirfærslu á kvikmyndum getur komið flökt í myndina ef ekki er hægt að fínstilla hraða sýningarvélar. Ef kvikmyndin er með hljóði þarf að tengja hljóðið beint á milli vélanna með snúru til þess að fá sem best hljóðgæði. Svipað er hægt að gera með skyggnur. Ágætur árangur næst með því að setja sleða framan á linsuna og beina linsunni að sterku ljósi. Þar sem rammi skyggnunnar er í hlutföllunum 3:2 næst ekki smápartur af köntum skyggn- unnar inn á bandið. Linsan verður að vera ▲ Kvikmyndir er hægt að yfirfæra á myndband með því að sýna myndimar í gegnum spegilkassa. Margs konar teikniforit fyrir tölvur, nýt- ast við texta- og myndagerð með mynd- böndum. Þegar við hljóðsetjum texta, músik o.fl. samtímis er best að blanda hljóðinu með „mixer“. stillt á „macro" við þessa aðgerð. Að sjálf- sögðu er hægt að hljóðsetja myndina eftir að yfirfærslu er lokið. Nokkur fýrirtæki bjóða þjónustu á yfirferslu af þessu tagi. Tölvur Hægt er að tengja tölvur við myndbönd og kópera inn á bandið allt sem er á skjánum. Það býður upp á mikla mögu- leika við að vinna með texta, ljósmyndir, teiknaðar myndir, hreyfanlegar myndir (animation) og músík. Alla þessa þætti getur þú látið vinna saman, t.d. með forrit- inu Game Maker fyrir Commodore. Það er ekki dónaleg byrjun á mynd þar sem titill myndar birtist í táknrænum teikningum og með frumsaminni músík. Frágangur Þegar þú hefur gengið endanlega frá myndinni þinni með titlum, texta og mús- ík á réttum stöðum og myndin er komin í endanlega lengd verður hún mun eigulegri ef þú útbýrð hylki utan um hana, svipað og við sjáum utan um átekin myndbönd, en stingur henni ekki í iila merkt pappabox. Hylkin er hægt að kaupa í verslunum og hjá þeim sem fjölfalda myndir. Þú útbýrð blað (A4 stærð) fýrir stærri hylkin með titli myndar á kili og að framan með límstöfum (letraset). Einnig er gott að hafa táknræna mynd á framhlið en á bakhlið efhisþráð og nafn höfunda. Ekki má geyma myndbandið nálægt sterku segulsviði svo sem rafmótorum eða hátöl- urum. Vel varðveitt myndband í góðum umbúðum á að geyma innan um annað menningarefni á heimilinu. □ 21.TBL1989 VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.