Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 24
DULFRÆÐI Clorette Robinson er ein þeirra sem orðið hafa fyrir því að fá blæðandi sár á hendur, fætur og síðu, sem minna á fimm sár Krists á krossinum. Telja margir að birting slíkra sára sé yfirnáttúruleg. Orð það sem hér er haft að lyrirsögn hefur ýmsar mis- munandi merkingar eftir at- vikum. En ein merking hefur þó sérstaklega fest við það og mun sú , merking yfirleitt vera í þessu orði þegar við rekumst á það á öðrum tungum Evrópu. Þar táknar það dularfullt fyrirbæri sem komið hefur ffam á ýmsum persónum sögunnar bæði á fýrri tímum og allt ffam á þennan dag. Með orðinu stigmata er venjulega átt við það undarlega fyrirbæri þegar rauðir blettir taka að birtast á fólki, á höndum, fótum og síðu, og minna á fimm sár Krists á krossinum. Telja margir að birting slíkra sára sé yfirnáttúrleg. Eink- um hendir þetta sterklega trúað fólk og því oft munka og þess háttar manneskjur. Frægasta dæmið um þetta er tengt sögu dýrlingsins Frans ffá Assisí sem var uppi 1181-1226 e.Kr. En þetta hendir fleiri en ofetækismenn í trúmálum og ætla ég því til sönnunar að rekja fyrir ykkur dæmi þess, ekki eldra en frá árinu 1974. Þá gerðist það í barnaskóla nokkrum í Oakland í Kaliforníu að skólabörnin í ein- um bekknum urðu vitni að undarlegu fýrirbæri sem kom ffam á telpu nokkurri í bekknum. Það opnuðust nefnilega án nokkurrar skiljanlegrar ástæðu á henni blæðandi sár á sama stað og Kristur er sagður hafa haft þau á krossinum. Það sem athyglisverðast þótti við þessa tólf ára gömlu telpu var að hún var svört á hörund og ekki einu sinni kaþólskrar trúar. Nafn hennar er Cloretta Robertson. Eins og að ffaman var getið hefur slíkt sem þetta komið ffam hvað eftir annað í sögunni en langoftast á mjög trúuðu fólki, einkum kaþólskrar trúar. Þess vegna vakti tilfelli Clorettu litlu alveg sérstaka athygli. Þetta var svertingjaskóli og foreldrar hennar baptistar, eins og foreldrar flestra svörtu barnanna. Unnu feður þessara barna flestir sem hafnarverkamenn við Oakland-höfii eða langferðabílstjórar við San Franciscoflóa. En þetta gerðist sem sagt í skóla fyrir svertingjabörn, Emery-menntaskólanum í Oakland 1974. Það skal tekið fram að þegar þessi undarlegu fyrirbæri hafa komið fram hafa þau í flestum tilfellum verið nákvæmlega rannsökuð af læknum og sérfræðingum enda hafa einnig komist upp svik í þessum efnum eins og öðrum. Þetta gerðist í páskavikunni 1974, þegar séra Anthony Burrus var að kenna þessum bekk stærðfræði. Hann var nákunnugur þessum bömum og foreldrum þeirra. Það var um morgun sem þetta kom yfir Clor- ettu Robertson sem hér birtist mynd af. Séra Anthony Burrus lýsti því með þess- um hætti: „Það var engu líkara en að á stúlkuna hefði verið skotið úr vélbyssu, þvert yfir enni hennar. Henni tók að blæða ákaflega um augu og allt andlitið. Það var engu lík- ara en þymikórónu hefði verið þrýst niður á höfuð hennar. Þó hélt hún áfram að brosa og tala.“ Presturinn var ekki í nein- um vafa um að hér væri hann viðstaddur stigmata-fyrirbæri. En það undarlega við þetta alit saman var að þess fundust engin dæmi að slíkt hefði nokkm sinni komið fyrir aðra en kaþólskar, hvítar manneskjur. Satt að segja hafði þetta byrjað hjá henni hálfum mánuði fýrr. „Þá byrjaði að blæða úr höndum hennar," sagði herra Burms. „Hún opnaði bara lófana og þá streymdi blóðið úr þeim eins og olía úr olíubmnni. Við fómm með hana inn til skólastjórans og hann varð alveg dolfallinn af undmn og skelfingu. Hann gerði móður Clorettu við- vart og hún fór með hana til læknis." Næstu daga átti hr. Burms eftir að sjá þessi dularfullu einkenni telpunnar hvað eftir annað. Það gerðist hvað eftir annað þegar hún sat hljóð við vinnu sína í bekknum að hún reis á fætur, gekk til kennarans og sagði: „Herra Burms, það blæðir úr mér, 24 VIKAN 21.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.