Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 29

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 29
BALLETT Tilkoma íslenska dans- flokksins skipti sköpum Hvencer hófst starfsemi Listdansskóla Þjóðleikhússins? „Hún hófet 1952 þegar sjálft Þjóð- leikhúsið var tveggja ára gamalt. Áður höfðu verið reknir einkaskólar í tíu til fimmtán ár þannig að þegar Listdansskól- inn kom til var í honum fólk sem áður hafði fengið töluverða þjálfun í einhverj- um af einkaskólunum. Ég er búin að kenna við skólann síðan 1964 og hef verið skóla- stjóri síðan 1977. Til að byrja með var þetta embætti kallað „ballettmeistari Þjóðleikhússins“. Það var sá sem stjórnaði skólanum og setti upp dansatriði í ýmsum sýningum Þjóðl^ikhússins. Á hverju ári voru nemendasýningar og yfirleitt á nokk- urra ára fresti voru settar upp stórar ball- ettsýningar þar sem glímt var við ífæg verk. 1973 verður mikil breyting þegar fs- lenski dansflokkurinn er stofnaður. Fram að því höfðu efnilegustu nemendurnir allt- af farið til útlanda og komu ekki til baka þar sem engir atvinnumöguleikar voru hér á íslandi. Margt af því fólki er jafhvel enn starfandi, svo sem Helgi Tómasson, Svein- björg Alexanders og María Gísladóttir en þau hafa öll átt glæsilegan dansferil." Sjpum yfirleitt út hverjir eiga heima I ballett Hver eru helstu inntökuskilyrði í List- dansskólann? „Við viljum helst ekki fá börnin fyrr en þau eru orðin níu ára gömul, þannig að þau séu búin að fá vissan þroska. Síðan eru það líkamlegir eiginleikar sem hafa mjög mikla þýðingu fýrir börnin sem dansara. Þar kemur inn í hvort hlutföllin í líkaman- um eru tiltölulega góð og hvernig tilfinn- ingu þau hafa fýrir tónlistinni sem þau fýlgja í dansinum. Við látum börnin hreyfa sig þannig að við getum fundið út gæðin sem eru í hreyfingunum hjá þeim. Við tök- um fljótt eftir hvort um er að ræða klaufa- legar hreyfingar eða mjúkar og ljóðrænar hreyfingar. Oft rennum við blint í sjóinn með þessum inntökuprófum. Við verðum bara að finna út þau börn sem komast inn og vissulega eru ákveðnar formúlur sem við förum eftir þegar við gerum það. Við sjáum strax út hvaða líkamar duga í svona klassískan dans. í raun þurfa bömin að vera mjög sterk líkamlega til að þola æf- ingaálagið. Það er líka grundvallaratriði fyrir dansara að hafa almennt góða heilsu.“ Um leið og aðstaðan batnar getum við boðið fjölbreyttari kennslu Hvemig er náminu háttað í Listdans- skólanum? „Hingað til höfum við verið með stig- skipt nám. Fyrst er það forskólinn sem yngstu börnin fara í og þau eru bara tvisv- ar í viku í skólanum. Yngstu börnunum er bara kenndur klassískur ballett og eitthvað örlítið annað. í forskólanum fer í rauninni allur tíminn í að finna út hvort þau hafi eitthvað í þetta að gera, einnig hvort þau hafi andlega hæfileika til að geta tekið öllum þeim aga sem fylgir náminu og hvort þau láti vel að stjórn. Við reynum líka að komast að því hvort þau dansa dansins vegna en ekki kennarans vegna. Þau verða líka að finna sjálf að það er ekki verið að skemmta þeim heldur er þetta erfið vinna. Eftir forskólann fjölgar tímun- 21.TBL.1989 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.