Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 16
(p-
„Eg er á því að Rósa ~
sé mikill húmoristi"
karlmenn þá eru þeir sagðir duglegir og
fylgnir sér. Þetta hlýtur að breytast. Við
erum einfaldlega ekki lengra komin. Við
erum sums staðar á undan og stundum á
eftir. Það fer eftir því við hvaða lönd er
miðað. Þegar við erum að bera okkur sam-
an við önnur samfélög megum við heldur
ekki gleyma aðstæðum okkar. Við erum
mjög fámenn þjóð og það er stutt síðan
við hoppuðum inn í það sem við köllum
nútímaþjóðfélag. Návígið í pólitík er líka
miklu meira en víðast annars staðar og það
gerir hana líka öðruvís og ef til vill erfið-
ari.
Samfélagið hefur ekki mætt þeim þörf-
um sem breytt þjóðfélag gerir kröfúr til.
Það er mjög erfitt að samræma það að
sinna fjölskyldu og hafa metnað í starfi.
Það er ekki nógu mikil áhersla lögð á það
að hafa samfelldan skóladag eða nægileg
dagvistarpláss. Allt of margar konur geta
ekki sinnt sínum störfúm með góðri sam-
visku gagnvart heimili og börnum. Sama á
við um ýmsa karla. í okkar þjóðfélagi, sem
er rótlaust, eru þau atriði mikilvæg sem
snúa að börnunum. Við verðum að reyna
að skapa smáfólkinu meira öryggi.
Viðhorfin hafa í mörgu breyst frá því
sem áður var. Karlmenn líta á það í ríkari
mæli sem eitt af sínum hlutverkum að vera
feður. Það er mun algengara að sjá þá með
börnin sín undir vissum kringumstæðum
nú en áður. Mér hefúr þó í seinni tíð fund-
ist gæta vaxandi karlrembu hjá yngri körl-
um og strákum. Ég held að það sé andsvar
við „konunni", það er þeirri mítu sem
kvennalistakonur eða feministar hafa
haldið á lofti, að konan sé allt hið skapandi
og góða og allri þeirri gloríu. Ýking á
meintum kostum annars kynsins hlýtur að
kalla á andsvar sem felst þá í ýkingu hinna
meintu karlkosta, eða líklega frckar lasta.
Það að upphefja annað kynið og gera hvítt
en hitt svart stríðir gegn mínum jafinréttis-
hugmyndum sem, eins og ég sagði áðan,
felast í því að hver maður hafi rétt til að
skrifa sitt hlutverk. í því felst líka viður-
kenning á því að þegar kostir fólks eru tí-
undaðir eru litirnir ekki aðeins svart eða
hvítt heldur allt litrófið þar á milli.“
„Vond vísa verður hvorki góð
né sönn þó hún sé oft kveðin"
Þegar talað er um að konur vilji ekki axla
ábyrgð sýnist mér vera átt við að þær séu
tregar til að hlaupa firá ffiumskyldum sín-
um til þess að taka þátt í að bera ábyrgð á
kolvitlausu kerfi. Það er ekki markmið í
sjálfii sér að sækjast eftir svokallaðri þjóð-
félagslegri ábyrgð, ábyrgðarinnar vegna.
Kvennalistinn hefúr ekki farið varhluta
af þessum firasa. Þegar við tókum til dæmis
ákvörðun síðastliðið haust um að fara ekki
inn í ríkisstjórnina, vegna þess að mál, sem
við töldum lífsnauðsynleg, fengu ekki
hljómgrunn, dundi þessi vonda vísa á
þjóðinni. Þá var aldrei spurt um sannfer-
ingu.
Þrátt fyrir gífúrlega vitundarvakningu
og þrýsting firá konum hefur kerfið sýnt lít-
inn skilning eða sveigjanleika. Það heldur
áfiram að mala í hægagangi án tillits til
þeirra krafina sem að því beinast. Það þarf
að breyta því í grundvallaratriðum ef það á
að geta þjónað báðum kynjum jafnt og
þess vegna var Kvennalistinn stofnaður.
Hingað til lands kom írönsk kona í
vetur. Hún kom eins og svo margar aðrar
í heimsókn til okkar kvennalistakvenna.
Hún sagði eftirfarandi dæmisögu sem mér
finnst bæði falleg og lýsandi:
Yndislegasta sköpunarverk Drottins er
forkunnarfagur fúgl. Fugl þessi var firjáls og
hamingjusamur og afskaplega vel fleygur,
gat gert ótrúlegustu kúnstir í háloftunum.
Svo gerðist það að annar vængur fúglsins
fór að stífina og smám saman varð hann al-
gjörlega vængstífður. Fuglinn missti að
sjálfsögðu glansinn og ffelsið og tapaði
gjörsamlega áttum. Hann flögrar nú með
öðrum vængnum hring eftir hring og
kemst hvergi.
Það gefúr augaleið að hálft mannkynið
getur ekki stjórnað og ráðskast með hinn
helminginn án þess að illa fari. Karlar eru
komnir í sjálfheldu með allt sitt brölt
vegna þess að þeir hafa setið einir og án
aðhalds kvenna við stjómvölinn. Maður-
inn verður bara hálfur eins og fúglinn fagri
uns lífssýn og gildi kvenna fa að njóta sín
og verða áhrifavaldur í mótun þjóðfélaga."
I