Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 26
DULFRÆÐI
ég verð að fara fram." Síðan fóru þau sam-
an fram í bakherbergið og fluttu bænir
sínar. „Við héldumst í hendur og þegar ég
skoðaði hendur mínar voru þær löðrandi í
blóði hennar. Stundum fór hún aftur inn í
bekkinn og sýndi bekkjarsystkinum sínum
hvemig komið var fyrir henni. Og þau
stirðnuðu upp af ótta og skelfingu."
Fyrstu einkennin fóru að láta til sín taka
tveim árum áður. Og síðan gerðist það á
hverju ári, þegar páskar tóku að nálgast, að
Cloretta tók að kenna þessara furðulega
stigmata-einkenna. Stundum voru það
bara hendurnar en stundum komu fram á
henni öll sex sár Krists: Á höndum, fótum,
vinstri síðu og enni. Strax og þetta byrjaði
fór móðir Clorettu með hana til læknis.
Hann hreinsaði blóðið en fann engin
merki sára í höndum hennar og var hún þá
send aftur heim.
Hún hefur síðan verið margrannsökuð,
án þess að hægt væri að finna nokkra eðli-
lega ástæðu til þessara blæðinga. Það var
með öðmm orðum fjöldi lækna og hvers
konar sérfræðinga sem rannsökuðu þessi
undarlegu fyrirbæri Clorettu litlu en það
eina sem þeir gátu sagt var: „Þetta er
undarlegt. Mjög undarlegt."
Sérfræðingar hafa borið saman vísinda-
lega eðlilegt blóð Clorettu og það bióð
sem frá henni rennur þegar blæðingarnar
eiga sér stað og kom í ljós að það er sama
blóðið. Þegar blætt hefur úr höndum
hennar og blóðið þurrkað burt finnst ekk-
ert sár, aðeins svolítill bláleitur blettur.
Það var tekin kvikmynd af Clorettu
strax árið 1974 og líf hennar athugað. Við
þá rannsókn kom í ljós að hún hefur verið
hamingjusamt barn. Hún er í góðum
holdum, broshýr og aðlaðandi, dálítið
feimin en hefur þó ekki komist hjá því að
njóta þess að ýmsu leyti hvernig þetta
furðulega fyrirbæri óskiljanlegra blæðinga
Krists hefur vitanlega vakið sérstaka at-
hygli á henni. Læknar fullyrða að fjölskylda
hennar standi vel saman, þetta séu hlýjar
manneskjur og jákvæðar, í góðu jafhvægi
tilfinningalega og við ágæta heilsu.
Cloretta hafði verið mjög trúuð þegar hún
var tíu ára gömul. Lá hún þá stöðugt í
lestri Biblíunnar, baðst fýrir á hverju
kvöldi og stundum fannst henni sem bæn-
um hennar væri svarað. Hún eyddi öllum
sunnudögum í kirkjunni og söng í kirkju-
kórnum. Viku áður en fýrstu einkennin
um blæðingamar gerðu vart við sig sá hún
kvikmynd af krossfestingu Krists og leiddi
það til talsvert skýrra drauma hjá henni.
Má ímynda sér að slíkt hafi haft sterk áhrif
á telpu eins og Clorettu. Lifschutz læknir
segir að það hafi hent ýmsa að dreyma
krossfestingu sína eins og Krists en hvers
vegna þetta henti Clorettu væri þó ekki
hægt að útskýra.
í fimmtán ár biæddi úr
höndum hans og fótum
Það var í september 1968 sem virtasti
Kristsblæðari nútímans, Padre Pio, var
Faðir Pio, virtasti Kristsblæðari nútím-
ans. Úr höndum hans og fótum hafði
stöðugt blaett í fimmtán ár þegar hann
lést í september 1968.
jarðaður við San Giovanni Rotondo á Suð-
ur-ítaliu. Úr höndum hans og fótum hafði
þá stöðugt blætt í meira en fimmtíu ár.
Þetta hafði leitt til þess að litið var á hann
sem „blessaðan" og hafriar voru fyrstu að-
gerðir kirkjunnar til þess að gera hann að
dýrlingi.
Frásagnimar, sem myndast hafa um föð-
ur Pio, em óteljandi. Sagt hefiir verið að
hann hafi verið gæddur spádómsgáfu.
Hann hafi til dæmis verið búinn að segja
munki, sem nú ber nafhið Páll II., frá því
að hann yrði kosinn páfi áður en til þess
kom. Sagt hefur verið að hann hafi unnið
flölda kraftaverka með lækningum. Þannig
hafi hann gefið ungri stúlku, sem var fædd
án lithimnu augans, sjónina, fengið lamaða
til að ganga og læknað krabbameins-
sjúklinga.
Einnig hefur hann fengið viðurkenningu
Vatikansins fyrir annan sjaldgæfan hæfi-
leika, að hafa sést á tveim ólíkum stöðum
samtímis. Hann var að því er virtist í senn
og á sama tíma við beð sjúkrar konu í
klaustri nokkm og birtist ítölskum her-
mönnum í Norður-Afríku. Eins og nærri
má geta varð faðirinn svo ffægur af þess-
um undmm að fjöldi fólks streymdi stöð-
ugt til hans í San Giovanni Rotondo.
Stundum beið fólkið dögum saman eftir
því að komast til skrifta hjá þessum góða
manni.
Padre Pio fæddist hjá bændafjölskyldu í
Pietralcina nálægt Bevenuto. Hann gekk í
reglu Capuchin-bræðra og var þegar orð-
inn heilsuveill þegar hann tók vígslu. En
brátt fór að fara af honum orð fyrir strang-
ar föstur og bænir.
Blæðingar Krists komu yfir hann í kap-
ellu í San Giovanni Rutundo 20. septemb-
Skómir voru stórir því umbúðimar utan
um fótasárin vom fyrirferðarmiklar.
Klefinn sem hann bjó í í þrjátíu ár af lífi
sínu.
Úr kirkjunni San Giovanni Rotondo, en
þar byrjaði fyrst að blæða úr Padre Pio.
Rúm Padre Pio. Skór hans í sýningar-
kassa við rúmið.
26 VIKAN 21.TBL. 1989