Vikan - 19.10.1989, Síða 38
FROÐLEIKUR
Táknmál augnanna
Geta augun komið upp um þig?
TEXTI: GARÐAR GARÐARSSON
NLP. PRACT.
Augun eru spegill sálar-
innar, segir fornt máltæki
og nú á tuttugustu öldinni
hefur þessi gamla viska
öðlast nýtt gildi. Vísinda-
menn hafa nýlega upp-
götvað aðferð sem gerir
þér kleift að sjá hvernig
aðrir hugsa. Þetta er ekki
gert með hugsanalestri,
hugskeytaflutningi eða
dulfræðilegri fjarskynjun
á útgeislun árunnar. Við
hreyfum augun eftir fyrir-
fram ákveðnu mynstri og
með því að fylgjast með
þessum hreyfingum augn-
anna er hægt að sjá hvort
viðkomandi er að hlusta á
innri rödd, sjá myndir í
huganum eða muna til-
finningar úr fortíðinni.
Augnhreyflngarnar ákvarð-
ast af því hvort þú ætlar að
muna eða búa til sjónrænt,
hljóðrænt eða hreyfirænt
atvik. Ef þú ætlar að muna eitt-
hvað sem þú hefur séð horfir
þú upp til vinstri til að „ná í“
myndina. Svaraðu til dæmis
þessari spurningu: Hve margir
gluggar eru á húsinu sem þú
býrð í? Teldu þá upp í hugan-
um og taktu eftir að þú hreyfir
augun upp til vinstri. Ef þú ætl-
ar að búa til mynd af einhverju
sem þú hefúr aldrei séð horfir
þú upp til hægri. Stilltu þér til
dæmis upp beint fyrir framan
barn og spurðu það hvernig
Guð líti út og taktu vel eftir
hvert það hreyfir augun. Fóru
þau upp til hægri? Ef þú ætlar
að muna eitthvað sem þú hef-
ur heyrt horfir þú beint til
vinstri. Rifjaðu til dæmis upp
það fyrsta sem þú sagðir í gær.
Ef þú ætlar að búa til hljóð,
sem þú hefúr aldrei heyrt,
horfir þú beint til hægri.
Spurðu einhvern hvernig nafn
hans hljómi afturábak og taktu
vel eftir augunum. Ef þú ætlar
að muna tilfinningu horfir
þú niður til hægri. Hvernig
finnst þér til dæmis að stinga
þig á furunál eða klemma fing-
urna? Ef þú ætlar að muna eitt-
hvað sem þú segir oft við sjálf-
an þig horfir þú niður til
vinstri. Hvað ertu að hugsa
núna? En eins og allar reglur
hefur þessi regla einnig undan-
tekningar. Á örvhentu fólki
getur ferlið snúist við þannig
að það sem var hægri verður
vinstri og öfúgt.
Rannsóknir hafa einnig bent
til þess að fólk temji sér að
nota að mestu leyti eitt kerfið
á kostnað hinna. Það gefúr til
kynna hvaða skynfæri þú legg-
ur mesta áherslu á hvernig þú
andar, hvernig líkamsbygging-
in er og hvaða orð þú notar í
daglegu tali. Ef þú leggur meiri
áherslu á sjónina hreyfir þú
augun oftar upp þegar þú
hugsar og talar. Þú notar þá
oftar sjónræn orð, s.s. sjáðu,
líttu á, mér sýnist, þetta er
skýrt, sýndu mér o.s.ffv. Sjón-
rænt fólk er auk þess yfirleitt
grannt og mjóslegið og andar
meira upp í brjóstkassann.
Hreyfirænt fólk hefúr yfirleitt
þyngra og þéttara holdafar og
það andar kviðöndun. Það not-
ar orð eins og finnast, taka á,
grípa tækiferið, kýla á það,
hrista af sér, snerta o.s.frv. og
hreyfir augun oftar niður til
hægri. Hljóðrænt fólk virðist
vera mitt á milli en er yfirleitt
í grennra lagi, það andar með
öllum lungunum og hefur
stærri brjóstkassa en sjónrænt
fólk. Það notar orð eins og
þetta hljómar vel, stillum okk-
ur saman, hlusta, heyra, hlýða
á, lofsvert o.s.frv. og hreyfir
augun oftar beint til hægri eða
vinstri.
Augnhreyfikerfið er hluti af
viðamikilli tækni sem kölluð
er NLP (neuro linguistic pro-
gramming). Tæknin, sem var
fúndin upp af Bandaríkja-
mönnunum dr. John Grinder
og Richard Bandler, er mikið
notuð til þess að auðvelda
nám og kennslu á hvaða sviði
sem er. Auk þess hefúr hún
fúndið sér Ieið inn í viðskipti,
stjórnmál, listir, rannsóknar-
störf, sálffæði, geðlækningar
o.fl. atvinnugreinar.
28 ára gamall einhleypur
maður nýtti sér þessa tækni til
þess að skrifa greinar og sögur
fýrir tímarit og fýrirtæki. Frá
barnsaldri hafði hann dreymt
um að skrifa smásögur, skáld-
sögur, greinar í tímarit, kvik-
myndahandrit o.fl. Hann hafði
oft reynt að skrifa en án árang-
urs. Margoft kom hann sér vel
fýrir við skrifborðið sitt og
byrjaði að skrifa en hann var
ekki fyrr byrjaður en hann
stoppaði galtómur. Hann átti
auðvelt með að sjá fyrir sér
sögur í huganum en að koma
þeim frá sér skriflega var öllu
erfiðara.
Brátt gleymdi hann áhuga-
málinu, sneri sér að öðrum
verkefnum og hóf störf sem
sölumaður. Eftir nokkurra ára
starf fýrir ýmis fyrirtæki vildi
svo til að hann tók að sér að
selja leiknar auglýsingar fyrir
kvikmyndafyrirtæki. Fyrirtæk-
ið hafði umsjón með öðrum
verkefnum og var eitt þeirra
að gera kvikmynd um Snæfells-
jökul og nágrenni hans fyrir
erlenda sjónvarpsstöð. Hug-
myndin var nokkuð ljós en
það vantaði handrit til að
vinna út ffá. Sölumaðurinn
þekkti jökulinn og sögu hans
nokkuð vel og bauðst til að
taka að sér að skrifa handritið.
Eftir samþykki framkvæmda-
stjórans hófst hann handa við
að safna gögnum um staðinn.
Hann skoðaði einnig önnur
kvikmyndahandrit og sá að
þau voru skrifuð með mjög
myndrænu málfari, eins og rit-
höfúndurinn væri að lýsa öllu
því sem hann sæi í stað þess að
hugsa upp sögu. Hann prófaði
að sjá fyrir sér jökulinn og
landslagið sem myndin átti að
gerast í, íbúana í nágrenninu,
athafhir þeirra og tengsl við
jökulinn og byrjaði að skrifa
niður það sem hann sá fyrir
sér. Brátt gleymdi hann sér við
skriftirnar og kláraði sjö blað-
síður á augabragði. Hann varð
fúrðu lostinn og íhugaði hvað
hefði gerst. Hann gerði sér
fljótlega grein fyrir að hann
hafði farið í gegnum sjónræna
kerfið (myndir í huganum) út
í hreyfikerfið (hendurnar). f
stað þess að hugsa upp sögu,
eins og hann hafði reynt í for-
tíðinni með litlum árangri, sá
hann fyrir sér myndir í hugan-
um og lýsti þeim. Hann skilaði
inn ffumhandritinu og fyrir-
tækið keypti það af honum.
Fyrsta handritið sem hann
hafði skrifað. Þeir sögðu að
hann hefði þetta í sér, að henn
hefði meðfedda hæfileika.
Hann vissi aftur á móti að allir
hefðu þetta í sér en þyrftu að-
eins að finna hæfileikanum
réttu leiðina út.
Leiðbeinendur eru í aukn-
um mæli farnir að nýta sér
NLP-tæknina til að bæta náms-
getu og hæfhi nemenda sinna.
Hér er eitt dæmi um hvernig
„minnisleysi" níu ára drengs
var afrnáð á nokkrum mínút-
um. Drengurinn átti erfitt með
að læra ný orð og stafsetningu
í skólanum. Kennarinn út-
skýrði vandamálið fyrir for-
eldrum hans og sagði að
drengurinn væri orðinn langt á
eftir jafnöldrum sínum og að
hann þjáðist af „minnisleysi".
Foreldrarnir höfðu miklar
áhyggjur af drengnum og
kvöddu til NLP-sérfræðing til
að bæta árangurinn. Sérfræð-
ingurinn byrjaði á að senda
36 VIKAN 21. TBL 1989