Vikan


Vikan - 19.10.1989, Side 30

Vikan - 19.10.1989, Side 30
BALLETT um í viku og þegar þau eru komin á fjórða og flmmta ár eru þau á hverjum degi í tíma. Þegar líður á námið höfum við reynt að bæta við meiri nútímadansi og vildum gera enn meira að því en eins og málum er háttað nú höfúm við ekki húsnæði til þess. Listdansskólinn mun komast í öllu stærra og betra húsnæði áður en langt um líður. Þegar það verður getum við boðið upp á miklu fjölbreyttari kennslu og byrjað fyrr með börnin, til dæmis í látbragðsleik og öðru slíku. Það eru rúmlega hundrað nem- endur í skólanum á hverju ári. Ég er eini fasti danskennarinn en allir aðrir eru stundakennarar. Það hafa verið dansarar úr íslenska dansflokknum í stundakennslu en ég á von á að við fáum fleiri fasta kennara um leið og við faum betra hús- næði. Þegar bömin komast á kynþroska- aldurinn er voðinn vís hjá mörgum þeirra. Sum eiga það til að fitna og það er náttúr- lega slæmt fyrir dansara og líkamar þeirra breytast mjög mikið. Oft er það þannig að þeir sem voru efnilegir og góðir breytast allt í einu mikið og hlutföllin í líkamanum verða allt önnur. Það getur gert það að verkum að börnin eiga hreinlega erfiðara með að dansa og eru stirðari en áður. Á þessum aldri missa mörg niður það sem þau höfðu byggt upp. Tæknin, sem þau höfðu byggt upp, hrinur svolítið og þau þurfa að byrja á nýjan leik að læra á sinn eigin líkama. En þau sem komast í gegnum þetta tímabil án þess að líkaminn aflagist eru auðvitað á grænni grein.“ Það væri draumur að koma öllum nemendum á svið Hvemig tengist íslenski dansflokkurinn Listdansskólanum? „Við höfum ekki haft nein lokapróf enda getur dansari ekki dansað nema hann sé í þjálfun þannig að við höldum náminu allt- af opnu og nemendur geta endalaust sótt hjá okkur tíma. Sumir nemendur eru mjög heppnir og komast inn í íslenska dans- flokkinn. í honum eru ellefu dansarar. Það segir sig sjálft að það er ekki mikil von um að komast inn í dansflokkinn en eins og ég sagði áður geta eftiilegir dansarar verið heppnir. Einstaka sinnum hefúr dansflokk- urinn verið með þannig verkeftii að elstu krakkarnir hjá okkur hafa getað dansað með og það er alveg ómetanlegt fýrir þau. Þau öðlast mjög góða reynslu og læra mik- ið af að dansa á sviðinu í hinum ýmsu upp- færslum. Að mínu mati þyrftu að vera að minnsta kosti sextán dansarar í íslenska dansflokknum ef vel ætti að vera og jafnt hlutfall karla og kvenna. En aðstæður hér heima leyfa það ekki enda er markaðurinn svo óskaplega lítill. Það væri náttúrlega draumur ef hægt væri að koma öllum sem vildu á svið en því miður er það ekki hægt eins og staðan er nú. Það eru alltaf ein- hverjir sem fara til útlanda í framhaldsnám og það hefúr verið mikið um að þau fari til Norðurlandanna eða jafrivel Bretlands og Þýskalands. Oft eru margir sem útskrifast og þá hefst lífsbaráttan við að fá sér vinnu sem dansari. Það getur verið mjög erfltt fyrir suma dansara að fá atvinnu og oft á tíðum ekki hægt. Það eru líka alltaf ein- hverjir sem eru mjög heppnir, fá góða at- vinnu og verða frægir dansarar. Markaður- inn á íslandi fýrir atvinnudansara er mjög takmarkaður og þar af leiðandi eru litíir möguleikar fýrir þá að þróa sig sem slíkir — nema þeir komist inn í íslenska dansflokk- inn en það er mjög erfltt og ekki nema ör- lítið brot af dönsurum sem kemst þangað. íslenski dansflokkurinn er á launum hjá ríkinu enda er um fúllt starf dansaranna að ræða.“ Börnin fá strax mismunandi tilfinningu fyrir dönsunum Hvaða dansarar fá að spreyta sig? „Þeir bestu og duglegustu, það er engin spuming. Vanti hins vegar börn í ieikrit, til að taka þátt í ópem eða öðru slíku þá eru þau tekin úr Listdansskólanum. Oft eru valdar ákveðnar týpur til að vera með en ekki endilega bestu dansararnir. Oft kem- ur upp sú staða hjá okkur að mjög erfitt er að velja í danshlutverk þar sem dansarar geta verið mjög svipaðir. Það veltur í raun á tegund dansanna hvaða böm við veljum til að fara með hlutverkin. Þau hafa mis- munandi tilfinningu fyrir mismunandi dönsum þannig að það er gott að geta haft sem fjölbreyttast úrval af dönsumm. En það er um að gera fýrir krakkana að vera hörð og reyna að standa sig sem best því þannig fá þau tækifæri." Samkeppni meðal barnanna af hinu góða Pað hlýtur að vera erfitt fyrir ungar sálir að vera í stórum hóp og sfá að einungis peir bestu fá að sýna sig fyrir framan áhorfendur. Skyldi vera mikil innbyrðis samkeppni meðal bamanna? „Það er mjög mismunandi eftir flokkum hvemig andi myndast í kringum dans- æfingarnar. Sumir flokkar einkennast af mikilli samvinnu og bömin em innbyrðis Ingibjörg leiðbeinir hér ungum nem- endum Listdansskólans. Skólinn er nú að komast í stærra og betra húsnæði, en keyptur hefur verið stór hluti þess húss sem hýst hefur Dansstúdíó Sóleyjar. góðir vinir en engu að síður ríkir viss sam- keppni. Þau finna fljótt að þau bestu fa tækifærin þannig að öll reyna að vera í fremstu röð. En þau em alls ekki að ergja sig yfir þessu og samkeppnin hefúr aldrei verið neitt vandamál enda er hún bara af hinu góða.“ Hvað kostar nám í Listdansskólanum? „Það fer eftir því hve oft í viku börnin koma í danstíma. Fyrir þau sem koma tvisvar í viku kostar 3.000 krónur á mánuði en þau sem em allt að fjórum sinnum í viku eða oftar greiða 3-900 krónur. Við reynum að halda verðinu eins lágu og við mögulega getum. Það em alltaf tveir kenn- arar sem leiðbeina yngstu hópunum en í þeim em yfirleitt um tuttugu böm. Þegar líður á námið fækkar í hópunum og það er algengt að í þeim séu tólf til sextán. Það er mjög þægilegur fjöldi fyrir kennara.“ Það er greinilegt að skólastjórinn, Ingi- björg Björnsdóttir, geislar öll þegar hún talar um ballett og allt sem honum fýlgir. Það er nú kannski ekki nema von þar sem ballettinn hefur verið stór hluti af lífi hennar og hefur hún í langan tíma miðlað reynslu sinni til ungra og upprennandi dansara. Ballettdans er ekki bara gullfalleg- ur heldur veitir hann líka áhorfendum vissa ánægju yfir því að eiga slíka gersemi í menningarlífinu. Það er því ljóst að List- dansskólinn er nauðsynlegur ef við viljum viðhalda hefðbundinni dansmenningu hér á íslandi. 30 VIKAN 21.TBL1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.