Vikan


Vikan - 11.01.1990, Qupperneq 9

Vikan - 11.01.1990, Qupperneq 9
5KILNAÐIR RÚMLEGA FERTUGUR MAÐUR í REYKJAVÍK: „Hógrét þegar ég kom heim" Ég hef reynt margra daga hungur er- lendis, gjaldþrot og ýmislegt annað en ég held að skilnaður sé með því erfiðasta sem hægt er að lenda í. Þegar konan mín fór frá mér með tvö börn upplifði ég ýmislegt sem ég hafði aldrei hugsað út í áður; tóm- leika, þrúgandi þögn og sinnuleysi sem ég réð ekki við. Þessi hversdagslegi kliður sem fýlgir börnum og heimilishaldi var hljóðnaður. Það er svipað og að búa á stað þar sem er stöðugur vélarniður. Maður tekur ekki eftir honum fyrr en slökkt er á vélunum, nema hvað þetta er margfalt verra þar sem maður grípur alls staðar í tómt. Þessu fylgir alger uppgjöf og manni finnst allt vera tilgangslaust. Ég hafði ekki einu sinni rænu á að hita mér kaffi, hvað þá að malla mér eitthvað í svanginn, enda er maður svo andlega dofinn að maður tekur varla eftir því hvort maður er svangur eða ekki. Þetta er svipað þreytu sem maður verður ekki var við fyrr en maður sest niður, eftir stranga erfiðistörn, til að hvíla sig. Maður þarf að beita sig hörku til að leggja í aðra törn. Þegar ég hafði eytt nokkrum dögum heima í reiðuleysi ákvað ég að skreppa vestur á Hótel Sögu til að sýna mig og sjá aðra. Ég fékk mér í glas en var ekki nema hálfnaður með það þegar það þyrmdi svo yfir mig að ég gat ekki klárað úr því og hypjaði mig heim. Það var ekki fyrr en mér varð reikað inn í Landakotskirkju eitt kvöldið, en þar er aftansöngur daglega klukkan sex, að þessi andlega deyfð leið úr mér undir látlausri guðsþjónustunni. Til- finningarnar gerðu vart við sig á nýjan leik og ég hágrét þegar ég kom heim. Þegar tilfinningarnar fara að gera vart við sig á ný tekur við nýtt tímabil; kvenna- veiðarnar á öldurhúsunum. Það er heldur ekkert áhlaupaverk þótt framboðið sé nóg. Þegar maður hefur verið með sömu kon- unni árum saman, getur maður ekki gagn- ast fýrstu konunni sem maður fer með heim. Að minnsta kosti var ég algerlega FRÁSKILINN FAÐIR: getulaus til að byrja með. Ég veit ekki hvort þetta stafar af einhverskonar sektar- kennd eða hvort skilnaðurinn hefur út- heimt svona mikla orku af manni. Og kannski er orsökin allt önnur. En þótt maður komist smám saman upp á lag með þetta, þá vantar alltaf eitthvað. Maður fer því fljótlega í sambúð aftur með nýrri konu en auðvitað gengur það ekki til lengdar. Maður fær að hitta börnin sín tvisvar í mánuði eða svo og til að byrja með kremur það í manni hjartað því að auðvitað eiga þau enga sök á skilnaðinum þótt þau fari á allan hátt verst út úr honum. Fyrstu skiptin eru átakanlegust. Maður reynir auðvitað að vera hress og láta eins og ekkert hafi í skorist en gamla tómleikatilfinningin skýtur upp kollinum í hvert sinn þegar maður skilar þeim heim. Og síðan er haldið út á þennan „fráskiln- aðarmarkað" á næturklúbbunum um helgar; dýrt tómstundagaman og innan- tómt þegar fram líða stundir. „Vínnan hafdi forgang" „Ég skildi við konu og hún og tvö börn okkar fóru frá mér fýrir tveimur árum. Síð- an hef ég ráfað um milli skemmtistaðanna þegar ég á frí, gómað eina og eina konu til einnar nætur og búið. Ég sakna konunnar og barnanna alveg óskaplega, en hvað get ég gert?“ Hann er 38 ára gamall, rekur eigið fyrir- tæki og er vel efnaður. Sem sagt: Frír og frjáls, peningar, eigin íbúð og hvað er þá að? „Sjáðu til. Ég byggði þetta fyrirtæki upp með eigin höndum, vann dag og nótt og þegar þetta fór að ganga gat ég farið að skaffa vel eins og sagt var í gamla daga. Þá kom bara í ljós að konan mín þekkti mig ekki lengur og gagnvart börnunum var ég eins og einhver frændi sem sást af og til á heimilinu. Hún reyndi að tala um þetta við mig hvað eftir annað en ég sagði alltaf að á næsta ári færum við öll í Disneyworld og hvað þetta nú heitir. Þegar ég var búinn að svíkja þetta í tvö ár voru þau horfin einn dag þegar ég kom úr bisnessferð til London. Hins vegar beið bréf frá lögffæð- ingi á stofuborðinu þar sem mér var til- kynnt að konan væri flutt að heiman með börnin og óskaði skilnaðar. Ég ætti að hringja í ákveðið símanúmer. Ég hringdi í þetta númer sem var hjá þessum lögfræðingi og hann bað mig að koma í viðtal daginn eftir. Ég mætti þar eft- ir að hafa drukkið eina flösku af vodka eða svo og skrifaði undir þá pappíra sem að mér voru réttir. Síðan hef ég ekki séð eða heyrt frá konunni eða börnunum en ffétti að þau hefðu farið til ættingja sinna í Bandaríkjunum. Ég sit eftir einn og græt það senpilega til dauðadags að hafa látið vinnuna hafa forgang en ekki fjölskyld- una.“ l.TBL. 1990 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.