Vikan


Vikan - 11.01.1990, Síða 30

Vikan - 11.01.1990, Síða 30
LÍTIÐ EITT UM VINSÆLUSTU DÆGURLÖGIN1989 Sálin hans Jóns mín Nýliðið ár var öðrum frem- ur uppgangstími Sálarinnar. Þessi kraftmikla og fjörmikla rokksveit kom sá og sigraði. Sprakk út. Plata þeirra Hvar er draumurinn? varð næstsölu- hæsta plata ársins. Gítar- leikarinn Guðmundur Jóns- son er höfundur allra laga plötunnar og Stefán Hilmars- son semur flesta textana. Sam- vinna þeirra kemur sterkt út og skapar stílinn sem vonandi verður framhald á, nú á nýju ári. Titillagið tilheyrir ótví- rætt flokki betri rokklaga árs- ins 1989. „Þetta er með eldri lögum sem ég samdi og eru á plöt- unni. Ætli það sé ekki tveggja ára eða svosegir Guðmund- ur. „Ég hafði reynt að koma lögunum mínum á ffamfæri við útgefendur með misjöfn- um árangri. Það voru helst safnplöturnar sem manni stóðu til boða en það er þröngur bás. Platan gaf manni tækifæri til að tappa af og ffjálsar hendur til að vinna úr efniviðnum og er ég hress með það. Það grípur mann samt einhver tómleiki þegar þetta er yfirstaðið. En það hlýt- ur að safnast í stífluna aftur.“ „Textinn að titillaginu og öðrum lögum plötunnar varð til á ftalíu," segir Stefán Hilm- arsson. „Ég tók með mér „demó“ (upptökuprufur) svona til að fá tilfinningu fyrir þeim og finna rétta farveginn. Textinn er einfaldlega um lífs- hamingjuna, og hvernig hana má höndla eða ekki höndla. Mér fannst það hæfa laginu. Út- setningin hefur og mikið að segja. Við leggjum mikið upp úr því að finna „rétta" búning- inn fyrir hvert lag. Stundum tekst það sem betur fer.“ } Danska lagið Bítlavinafélagið Mörg ljót orð og niðrandi hafa verið látin falla um dönskuna gegnum tíðina og dönskuprófin í skólanum sjaldnast tilhlökkunarefhi né eiga menn Ijúfar endur- minningar úr dönskutímum. Síðasta sumar jókst hins vegar hróður þessa tungumáls að mun meðal þjóðarinnar því fá lög, ef nokkurt, heyrðust oftar í útvarpi en Danska lagið svo- nefnda sem Bítlavinafélagið hljóðritaði og gaf út á plötu. Það var mikið sungið og trall- að á mannamótum út um allar trissur. Eyjólfiir Kristjánsson, höfúndur lags og texta: „Þetta varð til í huga mínum snemma að morgni uppi í rúmi, meðan ég var að vakna almennilega. Af hverju mér datt í hug þessi danska barnavísa, sem er við- lagið, hef ég ekki hugmynd um en mér fannst hún nógu sára- einföld til að passa við einfalt lag. íslenski hluti textans er sniðinn eftir þeim danska og meðan við vorum að taka þetta upp var lagið einfaldlega látið heita Danska Iagið og það vinnuheiti var látið halda sér. Mér fannst það virka skemmti- lega að syngja til skiptis á dönsku og íslensku og ekki var annað að sjá og heyra en gestir á böllunum hjá okkur í sumar væru sama sinnis. Dönsku vís- una er að flnna í mörgum dönskum söngbókum eða kverum og er notuð við dönskukennslu í grunnskólum hér á landi. Krakkarnir þekkja bakarann við Nörregade." Danskurinn kann vel að meta lagið því það hefúr oft heyrst á öldum ljósvakans í Danmörku og stundum sagt vera til marks um hvað dansk- an hafi ennþá mikil áhrif á ís- landi! Þótt ekki sé það beinlín- is rétt væri kannski vel til fund- ið hjá Bítlavinafélaginu að gefa það út í Danmörku næsta sum- ar og hafa þá allan textann á dönsku. Jóhann G. Jóhannsson Söngvakeppnin Landslagið var haldin með pompi og prakt og þótti um margt vel til takast. Sigurlagið er eftir Jóhann G. sem ekki er því óvanur að vera í framlínu ís- lenskra lagahöfúnda. Við eig- um samleið er flutt af hljóm- sveitinni Stjórninni með Sig- ríði Beinteinsdóttur í farar- broddi. „Óhjákvæmilega þykir manni vænt um lögin sem maður semur,“ segir Jóhann. „Þau eru eins og afkvæmi manns og umgjörðin skiptir miklu máli. Stjórninni og Siggu tókst vel upp með þetta sigur- lag og mér heyrist það ætla að eldast vel og verða lífseigt. Það segir sitthvað um búning þess og útsetningu. Lagið var upp- haflega samið árið 1986 og var þá með enskum texta. Síðan sendi ég það í Júróvisjón 1987 en þar komst það ekki á blað. Yrkisefnið er sótt í hversdags- leikann. Það er einfaldlega um samskipti mín og minnar konu eða um mannleg samskipti yfirleitt. Textinn er eitthvað sem allir skilja, þetta einfalda sem svo oft er erfitt að koma orðum að. Stundum er ég að vinna með tíu til fimmtán ára hug- mynd að lagi og það er gott að hafa góðan tíma til að færa lag í endanlegan búning. Alltof oft þarf maður að kasta til hönd- unum, tíminn naumur og allt á síðasta snúningi. Þá finnst oft ekki hinn eini sanni tónn lags- ins og fyrir bragðið verður út- koman lakari en efúi standa til. í þessu tilfelli small þetta allt saman, dæmi gekk upp eins og maður segir.“ Ég syng þennan söng Geirmundur Valtýsson Einhver sagði að feiki góðar undirtektir við hljómplötu Geirmundar nú undir lok ársins megi skýra sem „upp- safnaðar vinsældir og eftir- spurn“. Víst hefur Geirmundur um langan aldur haldið úti hljómsveit við miklar vinsæld- ir og þau eru ófá, danshúsin á landinu þar sem hann hefúr haldið uppi fjörinu. Hann hef- ur hins vegar ekki komið mik- ið við sögu á hljómplötum og var kominn tími til að úr því yrði. Útkoman er ein sölu- hæsta platan á síðasta ári, í syngjandi sveiflu. Það eru einkum rólegu lögin á plöt- unni sem fallið hafa í góðan jarðveg og Ég s\>ng þennan söng er eitt þeirra. „Ég hef tekið þátt í söngva- keppnum þeim sem haldnar hafa verið undanfarin ár og það með viðunandi árangri. Þau lög sem ég er þekktastur fyrir ffarn að þessu hafa verið í sveiflustílnum og með þessari plötu fékk ég tækifæri til að sýna á mér fleiri hliðar. Það stóð til að senda Ég syng þennan söng í söngvakeppni sjónvarpsins (Júróvisjón) í fýrra en ýmissa hluta vegna varð Alpatvist ofan á og komst í úrslit. Ég syng þennan söng er samið fyrir einu og hálfu ári. Vinnufélagi minn hjá Kaup- félagi Skagfirðinga kom dag einn vorið ’88 með fyrri hluta texta til mín og bað mig að semja lag við hann. Ég var með gítarinn á staðnum og var fljót- ur til. Viðlagið kom svo stuttu síðar og Guðbrandur samdi texta við það. Sem sagt samið á vinnustað í góðri samvinnu við vinnufélaga. Ég er ánægður með útkomuna og Ari Jónsson fer vel með lagið, það hæfir honum vel,“ segir Geirmund- ur. 30 VIKAN í.TBi. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.