Vikan


Vikan - 11.01.1990, Síða 38

Vikan - 11.01.1990, Síða 38
5MA5AGA Þegar ég kom heim þennan dag kast- aði ég skjalatöskunni í svefhsófann og sparkaði af mér skónum. Svo gekk ég að litla kæliskápnum, tók út ís og hellti sterkri vínblöndu í glas. Svipmynd af sjálfri mér í spegilgarminum sagði mér að ég væri mjög úfln. — Fari þetta allt tii fjandans! tautaði ég. Ég staulaðist á sokkaleistunum út að glugg- anum á hinni svokölluðu vinnustofú minni (mánaðarhúsaleiga var hundrað og fimm- tíu dollarar, svo þeir gátu ekki verið þekkt- ir fyrir að kalla þetta einfaldlega herbergi með baði) og þar stóð ég og jós úr skálum reiði minnar yfir borgina. Það var búið að kveikja á götuljósunum og útsýnið var stórkostlegt en á þessu augnabliki var ég ekki móttækiieg fyrir fegurð. Því að hún hafði orðið á undan mér og fengið starfið, sem ég hafði þráð svo mjög, hún var alltaf hársbreidd á undan mér og hrifsaði til sín þau verkefhi, sem ég hafði mestan áhuga á. En ég varð að borga húsaleigu, líka afborg- anir af nýju kápunni minni, svo ég varð að láta mér lynda að taka að mér annað teikniverkefhi. Það var aðallega vélar og tæknifræðiieg efhi, sem er bæði leiðinlegt og þreytandi. Fyrsta sinn sem ég sá hana var í spor- vagninum fyrir mörgum vikum. Hún var með skjalatösku, sem var miklu fallegri og dýrari en mín. Hvert einasta glansandi hárstrá á höfði hennar var nákvæmlega á réttum stað og hún var klædd fallegustu dragt sem ég hafði nokkru sinni séð. Ég horfði á hana útundan mér og það var langt frá að ég væri laus við öfundsýki. Seinna gat ég ekki setið á mér og spurði hana hvar hún hefði keypt þessa fallegu flík. — Ég saumaði hana sjálf, sagði hún hlæj- andi, — Ó, sagði ég. Þegar ég kom upp á teiknistofuna sat hún þar. Hún hafði verið aðeins á undan mér á leiðinni ffá sporvagninum. Við sátum sem sagt báðar í biðstofunni. Ég var á stöðugu iði og reykti allt of marg- ar sígarettur. Hún komst inn á undan mér og kom út tuttugu mínútum síðar. Brosið sem hún sendi mér var nokkuð háðslegt, að minnsta kosti fannst mér það. - Bless, sagði hún. - Bless, sagði ég. Hún var eitthvað leyndardómsfull á svipinn, eiginlega sigri- hrósandi. Bindið á Marco Perkins var skakkt, eins og venjulega, og þegar ég gekk til hans sagði hann: — Mér þykir það leitt en starfið sem þú óskaðir eftir stendur ekki lengur til boða. Hvernig líst þér á að teikna skartgripi? Það er nokkuð vel borgað. Nú er það svo að mér finnst andstyggi- legt að teikna skartgripi. Ég hafði vonast til að ná í reglulega skemmtilegt verkefni, nefnilega að myndskreyta litla Ijóðabók, sem var að koma út, Ijóð í nútímastíl, og ég hafði unnið að uppkasti af mikilli alúð og var vongóð um að vera svo heppin að hreppa verkefnið. — Heyrðu, þessi stelpa sem var hér inni NEMESIS Smásaga eftir Jay Bailey Hefndin er sæt — spyrjið mig, ég veit nákvæmlega hve sæt hún er. Það sem ég hef mestar áhyggjur af núna er málsháttur, sem segir að það komi fram í síðara verkinu sem gert er I hinu fyrra ... 36 VIKAN l.TBL.1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.