Vikan - 08.02.1990, Page 6
LOTTÓ
Gunnlaugur Helgason, Guðmunda Jónsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Þorgeir Astvaldsson. Þau sjá um útdráttinn á hverju
laugardagskvöldi og eru stundum spurð, bæði í gríni og alvöru, hvort það sé einhver möguleiki að velja réttu tölumar! Síðan
lottóið tók til starfa hér á landi fyrir þremur árum hafa 136 vinningshafar fengið milljón eða meira. Á síðasta ári hlutu
256.465 manns vinning í lottóinu. Það er nánast vinningur á hvert mannsharn í landinu.
„í léttum leik með lottóliði“
Vikan viðstödd útdrdtt í beinni útsendingu
Við iifum á lottó- og skaf-
miðatímum og það væri
synd að segja að við ís-
lendingar hefðum ekki
tekið þessum nýjungum í
þjóðlífinu opnum örmum.
Sennilega höfum við enn
eignast heimsmet miðað
við fólksfjölda með kröft-
ugri þátttöku í þessum
spilum. Kannski fer það
líka saman að þegar
harðnar á dalnum efna-
hagslega freista menn
frekar gæfunnar í hvers
kyns peningaspili, ekki
síst þar sem tilkostnaður
er lítill eins og í lottóinu.
„Það er aldrei að vita
nema maður detti í lukku-
pottinn," hugsa margir.
Hver hefur ekki einhvern
tíma leitt hugann að því
hvernig það væri að verða
skyndilega ríkur, eiga nóg
af peningum. Fyrstu hug-
dettum af þessu tagi skaut
upp í kollinum á okkur
þegar við fyrst flettum
Andrésblaði og sáum Jóa-
kim frænda baða sig í
peningum. Síðan kynnt-
umst við „Frúnni í
Hamborg“ í barnaafmæl-
um forðum daga.
Fyrirtækið íslensk getspá
með aðsetur í Laugardalnum
hefur rekið lottóið í rúm þrjú
ár. Vegna geysigóðra undir-
tekta og þátttöku þegar í upp-
hafi hefur uppbygging bein-
línukerfis til sölustaða víðs
vegar um land verið afar hröð.
Hægt er að kaupa lottómiða á
um 180 stöðum og er þetta
kerfi eins fullkomið og það
gerist best annars staðar í ver-
öldinni. Útdrátturinn í sjón-
varpinu á hverju laugardags-
kvöldi er sú mynd sem okkur
birtist af lottóinu — þegar
prúðbúnir stjórnendur fara
æfðum höndum um lottóvél-
ina og draga þessar réttu tölur
sem færa einhverjum heppn-
Ó VIKAN 3. TBL. 1990